Ekki gera ekki neitt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 10:00 Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason Bækur: Tímakistan Andri Snær Magnason Mál og menning Ný bók eftir Andra Snæ Magnason er alltaf stórtíðindi og aðdáendur hans hafa þurft að bíða alltof lengi eftir bók frá honum. Það er þó huggun harmi gegn að Tímakistan reynist fyllilega biðarinnar virði, bráðskemmtilegt ævintýri sem ólgar af hugmyndaauðgi og hrífur lesandann með sér inn í óþekktan heim sem er í senn heillandi og ógnvekjandi. Rammi sögunnar er í náinni framtíð þegar fólk hefur gefist upp á kreppu, rigningu, febrúar og mánudögum og keypt sér svarta kassa sem eru þeirri náttúru gæddir að á meðan fólk er ofan í þeim stendur tíminn í stað. Á meðan fólk húkir í sínum kössum og bíður af sér leiðindin hrörnar heimurinn auðvitað og allt er komið í óefni þegar nokkur börn sleppa úr prísundinni, hitta sögukonuna Svölu og takast á hendur undir hennar leiðsögn að koma heiminum á réttan kjöl. Meginhluti sögunnar er hins vegar ævintýri sem Svala segir börnunum af löngu liðnum heimi þar sem hofmóðugur konungur tók sér fyrir hendur að sigrast á tímanum og eignaðist fyrstu tímakistuna sem er fyrirmynd svörtu kassanna. Í kistunni geymdi hann dóttur sína, hina fögru Hrafntinnu, því hann getur ekki hugsað sér að tíminn vinni á fegurð hennar, eða að hún þurfi að upplifa leiðinlega daga. Það reynist auðvitað ekki góð hugmynd að kippa stúlkunni út úr tímanum, ekkert frekar en það er góð hugmynd hjá fólkinu í samtíma sögunnar að hanga í kössunum svörtu og bíða eftir að einhver annar bjargi málunum. Andri Snær er óhemjuskemmtilegur sögumaður og ævintýrið iðar af eftirminnilegum myndum, nýstárlegum og gamalkunnum þemum, sterkum persónum og spennandi atburðarás. Helsti gallinn er sá hvað samtíminn/framtíðin virðist daufleg og óspennandi í samanburði við ævintýraheim fortíðarinnar, en það er hluti af boðskap sögunnar að það er einmitt undir okkur komið að gera samtímann skemmtilegan og heiminn byggilegri. Að við þurfum að finna ævintýrið í lífinu og lifa í því í stað þess að gleyma okkur í vonleysi og fyrirhyggjuleysi. Þrátt fyrir hin skýru skilaboð um að aðgerða sé þörf ekki seinna en núna er óralangt frá því að nokkur predikunartónn fyrirfinnist í Tímakistunni, til þess er Andri Snær alltof góður rithöfundur. Hér ræður lögmál ævintýrisins lögum og lofum og lesendur á öllum aldri geta auðveldlega gleymt stað og stund við lesturinn.Niðurstaða: Leiftrandi skemmtilegt ævintýri á tveimur tímaplönum með skýrum skilaboðum sem þó verða aldrei að predikun.Andri Snær er í feikna formi í tímakistunni og hrífur lesandann með sér inn í ævintýraheim.Fréttablaðið/Valli Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Tímakistan Andri Snær Magnason Mál og menning Ný bók eftir Andra Snæ Magnason er alltaf stórtíðindi og aðdáendur hans hafa þurft að bíða alltof lengi eftir bók frá honum. Það er þó huggun harmi gegn að Tímakistan reynist fyllilega biðarinnar virði, bráðskemmtilegt ævintýri sem ólgar af hugmyndaauðgi og hrífur lesandann með sér inn í óþekktan heim sem er í senn heillandi og ógnvekjandi. Rammi sögunnar er í náinni framtíð þegar fólk hefur gefist upp á kreppu, rigningu, febrúar og mánudögum og keypt sér svarta kassa sem eru þeirri náttúru gæddir að á meðan fólk er ofan í þeim stendur tíminn í stað. Á meðan fólk húkir í sínum kössum og bíður af sér leiðindin hrörnar heimurinn auðvitað og allt er komið í óefni þegar nokkur börn sleppa úr prísundinni, hitta sögukonuna Svölu og takast á hendur undir hennar leiðsögn að koma heiminum á réttan kjöl. Meginhluti sögunnar er hins vegar ævintýri sem Svala segir börnunum af löngu liðnum heimi þar sem hofmóðugur konungur tók sér fyrir hendur að sigrast á tímanum og eignaðist fyrstu tímakistuna sem er fyrirmynd svörtu kassanna. Í kistunni geymdi hann dóttur sína, hina fögru Hrafntinnu, því hann getur ekki hugsað sér að tíminn vinni á fegurð hennar, eða að hún þurfi að upplifa leiðinlega daga. Það reynist auðvitað ekki góð hugmynd að kippa stúlkunni út úr tímanum, ekkert frekar en það er góð hugmynd hjá fólkinu í samtíma sögunnar að hanga í kössunum svörtu og bíða eftir að einhver annar bjargi málunum. Andri Snær er óhemjuskemmtilegur sögumaður og ævintýrið iðar af eftirminnilegum myndum, nýstárlegum og gamalkunnum þemum, sterkum persónum og spennandi atburðarás. Helsti gallinn er sá hvað samtíminn/framtíðin virðist daufleg og óspennandi í samanburði við ævintýraheim fortíðarinnar, en það er hluti af boðskap sögunnar að það er einmitt undir okkur komið að gera samtímann skemmtilegan og heiminn byggilegri. Að við þurfum að finna ævintýrið í lífinu og lifa í því í stað þess að gleyma okkur í vonleysi og fyrirhyggjuleysi. Þrátt fyrir hin skýru skilaboð um að aðgerða sé þörf ekki seinna en núna er óralangt frá því að nokkur predikunartónn fyrirfinnist í Tímakistunni, til þess er Andri Snær alltof góður rithöfundur. Hér ræður lögmál ævintýrisins lögum og lofum og lesendur á öllum aldri geta auðveldlega gleymt stað og stund við lesturinn.Niðurstaða: Leiftrandi skemmtilegt ævintýri á tveimur tímaplönum með skýrum skilaboðum sem þó verða aldrei að predikun.Andri Snær er í feikna formi í tímakistunni og hrífur lesandann með sér inn í ævintýraheim.Fréttablaðið/Valli
Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira