Smekklaus fiðluleikur Jónas Sen skrifar 23. nóvember 2013 11:00 Einleikarinn Li Chuan-Yun Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Einleikari: Li Chuan-Yun. Stjórnandi: Lan Shui. fimmtudaginn 21. nóvember. Eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þegar ég var lítill var þáttaröðin um Onedin skipafélagið. Þættirnir byrjuðu alltaf á fögrum kafla úr balletinum Spartakusi eftir armenska tónskáldið Aram Katsjatúrían. Tónlist hans er ekki oft leikin hér á landi í seinni tíð. Því virtist það vera kærkomin tilbreyting að fiðlukonsertinn hans skyldi vera fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Einleikari var hinn kínverski Li Chuan-Yun. Í tónleikaskránni mátti lesa hina venjulegu lofræðu um einleikarann, að hann hafi unnið til verðlauna hér og þar, lært hjá hinum og þessum, o.s.frv. Ég veit ekki afhverju það skiptir svona miklu máli að fá upplýsingar um það hjá hverjum einleikarinn sótti tíma. Væntanlega til að selja fleiri miða. Kennarinn er samt enginn gæðastimpill. Aðalatriðið er auðvitað hvort nemandinn hafi eitthvað að segja með list sinni NÚNA. Ekki varð ég var við það á tónleikunum. Tónlist Katsjatúríans er þó í sjálfu sér ekkert leiðinleg. Hún skartar „austrænum“ laglínum sem eru munúðarfullar og safaríkar. Tónmálið í heildina er fremur klassískt. Allt er býsna augljóst. Fátt sem er fyrst og fremst gefið í skyn og áheyrandanum látið eftir að fylla í eyðurnar. Túlkun einleikarans verður því að vera hófstillt. Hún má ekki vera þannig að skáldskapnum sé troðið ofan í tónleikagesti. Það er best að leyfa tónlistinni bara að njóta sín, láta hana flæða áreynslulaust. Þá leið fór fiðlusnillingurinn David Oistrakh, sem frumflutti konsertinn á sínum tíma. Það er himinn og haf á milli hans og þess sem gat að heyra á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Chuan-Yun spilaði eins og hann þyldi ekki tónlistina. Líkt og hann væri að gera grín að henni. Jú, vissulega var tæknin afburðagóð, allt skýrt og feilnótulaust, flottheitin á hverju strái. En laglínurnar voru mótaðar af furðulegu smekkleysi. Chuan-Yun renndi sér of mikið á milli tónanna. Hann var greinilega að reyna að búa til eitthvað ógurlega framandi úr þeim. Eins og þess þyrfti! Þetta virkaði ekki. Þvert á móti varð tónlistin að óskapnaði sem manni varð ómótt af. Sem betur fer var annað á tónleikunum mun skemmtilegra. Frón eftir Áskel Másson kom prýðilega út. Þetta er tíu ára gamalt verk sem hér hljómaði í nýrri útgáfu. Dulúðin ræður oft ríkjum í tónaheimi Áskels og Frón var engin undantekning. Þar mátti heyra nokkur gömul íslensk stef sem voru skreytt með heillandi litbrigðum. Útkoman var ákaflega falleg. Hún var full af einhverju sem ekki er hægt að koma orðum að. Tónsmíðarnar eftir hlé voru líka magnaðar. The Rhyme of Taigu eftir Zhou Long var einstaklega kröftug hugleiðing um trommuleikinn í japanskri Sjintó trú. Þar voru slagverksleikararnir Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Frank Aarnink og Eggert Pálsson í stóru hlutverki og fóru beinlínis á kostum. Svíta úr ballettinum Harmleik Salóme eftir Florent Schmitt var jafnframt glæsileg. Stjórnandinn Lan Shui stýrði hljómsveitinni af festu en einnig miklu ímyndunarafli. Tónlistin varð ljóslifandi, spennandi og eftir því grípandi. Það var áhrifarík upplifun.Niðurstaða: Leiðinlegur einleikari en frábær hljómsveitarstjóri. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Einleikari: Li Chuan-Yun. Stjórnandi: Lan Shui. fimmtudaginn 21. nóvember. Eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þegar ég var lítill var þáttaröðin um Onedin skipafélagið. Þættirnir byrjuðu alltaf á fögrum kafla úr balletinum Spartakusi eftir armenska tónskáldið Aram Katsjatúrían. Tónlist hans er ekki oft leikin hér á landi í seinni tíð. Því virtist það vera kærkomin tilbreyting að fiðlukonsertinn hans skyldi vera fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Einleikari var hinn kínverski Li Chuan-Yun. Í tónleikaskránni mátti lesa hina venjulegu lofræðu um einleikarann, að hann hafi unnið til verðlauna hér og þar, lært hjá hinum og þessum, o.s.frv. Ég veit ekki afhverju það skiptir svona miklu máli að fá upplýsingar um það hjá hverjum einleikarinn sótti tíma. Væntanlega til að selja fleiri miða. Kennarinn er samt enginn gæðastimpill. Aðalatriðið er auðvitað hvort nemandinn hafi eitthvað að segja með list sinni NÚNA. Ekki varð ég var við það á tónleikunum. Tónlist Katsjatúríans er þó í sjálfu sér ekkert leiðinleg. Hún skartar „austrænum“ laglínum sem eru munúðarfullar og safaríkar. Tónmálið í heildina er fremur klassískt. Allt er býsna augljóst. Fátt sem er fyrst og fremst gefið í skyn og áheyrandanum látið eftir að fylla í eyðurnar. Túlkun einleikarans verður því að vera hófstillt. Hún má ekki vera þannig að skáldskapnum sé troðið ofan í tónleikagesti. Það er best að leyfa tónlistinni bara að njóta sín, láta hana flæða áreynslulaust. Þá leið fór fiðlusnillingurinn David Oistrakh, sem frumflutti konsertinn á sínum tíma. Það er himinn og haf á milli hans og þess sem gat að heyra á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Chuan-Yun spilaði eins og hann þyldi ekki tónlistina. Líkt og hann væri að gera grín að henni. Jú, vissulega var tæknin afburðagóð, allt skýrt og feilnótulaust, flottheitin á hverju strái. En laglínurnar voru mótaðar af furðulegu smekkleysi. Chuan-Yun renndi sér of mikið á milli tónanna. Hann var greinilega að reyna að búa til eitthvað ógurlega framandi úr þeim. Eins og þess þyrfti! Þetta virkaði ekki. Þvert á móti varð tónlistin að óskapnaði sem manni varð ómótt af. Sem betur fer var annað á tónleikunum mun skemmtilegra. Frón eftir Áskel Másson kom prýðilega út. Þetta er tíu ára gamalt verk sem hér hljómaði í nýrri útgáfu. Dulúðin ræður oft ríkjum í tónaheimi Áskels og Frón var engin undantekning. Þar mátti heyra nokkur gömul íslensk stef sem voru skreytt með heillandi litbrigðum. Útkoman var ákaflega falleg. Hún var full af einhverju sem ekki er hægt að koma orðum að. Tónsmíðarnar eftir hlé voru líka magnaðar. The Rhyme of Taigu eftir Zhou Long var einstaklega kröftug hugleiðing um trommuleikinn í japanskri Sjintó trú. Þar voru slagverksleikararnir Steef van Oosterhout, Pétur Grétarsson, Frank Aarnink og Eggert Pálsson í stóru hlutverki og fóru beinlínis á kostum. Svíta úr ballettinum Harmleik Salóme eftir Florent Schmitt var jafnframt glæsileg. Stjórnandinn Lan Shui stýrði hljómsveitinni af festu en einnig miklu ímyndunarafli. Tónlistin varð ljóslifandi, spennandi og eftir því grípandi. Það var áhrifarík upplifun.Niðurstaða: Leiðinlegur einleikari en frábær hljómsveitarstjóri.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira