Þau, eina ferðina enn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Framkvæmdir í heimahúsi eru spennandi. Þó geta þær orðið þreytandi þegar verkið dregst. Ég þekki það vel, við hjónin teljum okkur þúsund þjala smiði og fáum reglulega nýjar hugmyndir sem við verðum að framkvæma, tafarlaust. Stundum erum við með mörg verk á könnunni í einu. Þau ganga misvel. Einhverjum þeirra ljúkum við strax með stæl meðan önnur geta tekið mánuði og jafnvel ár með tilheyrandi raski á heimilislífi og truflunum. Nágrannar okkar fara ekki varhluta af þessari framkvæmdagleði og drunur í steinborum, fræsurum og hamarshögg eru stór hluti af sambýlinu við okkur. Þeir hafa sem betur fer langlundargeð blessaðir, eða það skulum við vona. Börnunum á heimilinu líkar þetta illa. Þeim leiðist hávaðinn í borvélinni og hlaupa í skjól í öðrum vistarverum þegar þau sjá hana á lofti. Þau fundu loks upp á því að skella á sig heyrnarhlífum þegar verst lætur og láta þannig hasarinn yfir sig ganga. Nú brá svo við að granni minn stóð í einhverjum stórræðum um daginn. Háværar drunur skullu á okkur eins og skerandi öskur og veggir nötruðu. Ekki heyrðist mannsins mál í íbúðinni og ekki var nokkur leið fyrir okkur mæðgurnar að eiga orðaskipti gegnum hávaðann. Hún skellti hins vegar fumlaust á sig heyrnarhlífunum eins og þaulvanur iðnaðarmaður og rétti mér aðrar. Ég setti þær upp. Við ristuðum okkur svo brauð og borðuðum þegjandi hvor gegnt annarri við eldhúsborðið, með hlífarnar á hausnum. Þetta gekk svo sem ágætlega og rétt um það bil sem við höfðum lokið við brauðið og ég var að byrja á seinni kaffibollanum datt allt í dúnalogn. Framkvæmdum lokið þann daginn. Það rann upp fyrir mér að sennilega drykkju nágrannar mínir kaffið sitt einmitt svona, helgi eftir helgi, með heyrnarhlífar á hausnum, meðan við hjónin færum hamförum. Það var ekki laust við að ég skammaðist mín örlítið. Þar sem ég saup á bollanum rann það líka upp fyrir mér að sennilega hefðu aðrir íbúar hússins skrifað þennan hávaða undir eins á mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Framkvæmdir í heimahúsi eru spennandi. Þó geta þær orðið þreytandi þegar verkið dregst. Ég þekki það vel, við hjónin teljum okkur þúsund þjala smiði og fáum reglulega nýjar hugmyndir sem við verðum að framkvæma, tafarlaust. Stundum erum við með mörg verk á könnunni í einu. Þau ganga misvel. Einhverjum þeirra ljúkum við strax með stæl meðan önnur geta tekið mánuði og jafnvel ár með tilheyrandi raski á heimilislífi og truflunum. Nágrannar okkar fara ekki varhluta af þessari framkvæmdagleði og drunur í steinborum, fræsurum og hamarshögg eru stór hluti af sambýlinu við okkur. Þeir hafa sem betur fer langlundargeð blessaðir, eða það skulum við vona. Börnunum á heimilinu líkar þetta illa. Þeim leiðist hávaðinn í borvélinni og hlaupa í skjól í öðrum vistarverum þegar þau sjá hana á lofti. Þau fundu loks upp á því að skella á sig heyrnarhlífum þegar verst lætur og láta þannig hasarinn yfir sig ganga. Nú brá svo við að granni minn stóð í einhverjum stórræðum um daginn. Háværar drunur skullu á okkur eins og skerandi öskur og veggir nötruðu. Ekki heyrðist mannsins mál í íbúðinni og ekki var nokkur leið fyrir okkur mæðgurnar að eiga orðaskipti gegnum hávaðann. Hún skellti hins vegar fumlaust á sig heyrnarhlífunum eins og þaulvanur iðnaðarmaður og rétti mér aðrar. Ég setti þær upp. Við ristuðum okkur svo brauð og borðuðum þegjandi hvor gegnt annarri við eldhúsborðið, með hlífarnar á hausnum. Þetta gekk svo sem ágætlega og rétt um það bil sem við höfðum lokið við brauðið og ég var að byrja á seinni kaffibollanum datt allt í dúnalogn. Framkvæmdum lokið þann daginn. Það rann upp fyrir mér að sennilega drykkju nágrannar mínir kaffið sitt einmitt svona, helgi eftir helgi, með heyrnarhlífar á hausnum, meðan við hjónin færum hamförum. Það var ekki laust við að ég skammaðist mín örlítið. Þar sem ég saup á bollanum rann það líka upp fyrir mér að sennilega hefðu aðrir íbúar hússins skrifað þennan hávaða undir eins á mig.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun