Útþynntur Orwell uppi í sveit Jón Viðar Jónsson skrifar 20. nóvember 2013 10:00 Refurinn Nanna Kristín Magnúsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir í hlutverkum Júlíu og Söru. Leiklist: Refurinn Höfundur: Dawn King. Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson. Þýðing: Jón Atli Jónasson. Leikmynd og búningar: Systa Björnsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóð: Baldvin Magnússon. Tónlist: Frank Hall. Borgarleikhúsið Litla svið Refurinn (Foxfinder) er nýlegt breskt leikrit eftir ungan höfund, Dawn King, sem fékk góðar viðtökur í Bretlandi fyrir tveimur árum. Þetta er pólitískur táknleikur sem er látinn gerast í einhverju óstaðsettu alræðisríki þar sem fjarlæg yfirvöld efla tök sín á alþýðunni með áróðri um skæða andstæðinga; andstæðinga sem eru þó líkast til einber ímyndun og tilbúningur. Útsendari stjórnvalda, kornungur maður, nýútskrifaður úr uppeldisstöð þeirra, vandlega heilaþveginn, knýr dyra á bóndabæ einum, sest þar að og tekur að terrorisera hjónin á bænum og nágranna þeirra í sveitinni. Hann segist vera í leit að refum sem eiga að sýkja allt og alla með nærveru sinni. En þó að ungi maðurinn virðist í fyrstu hafa öll tök í viðureign sinni við þetta fólk, kemur þar að hann missir stjórnina og atburðir taka aðra stefnu en búast mátti við í upphafi. Þetta er á margan hátt kunnáttusamlega skrifað og spennandi leikrit, en á einhvern hátt nær það aldrei á manni verulegum tökum. Bókmenntalegar fyrirmyndir þess eru næsta augljósar, að maður ekki segi yfirþyrmandi: andi Orwells sveimar hér mjög yfir vötnum, Kafka er líka á næsta leiti og svo auðvitað Pinter hinn pólitíski með sín endalausu ofbeldissambönd. Samspil ótta og haturs, vænisýki, sektarkenndar og hreinna hugaróra, er höfundi hugleikið, allt undir auga „Stóra bróður“, en mann grunar að hún hafi kynnst þeim fremur af lestri bóka en eigin reynslu. Ég er ekki heldur viss um að sá viðsnúningur, sem á sér stað um og upp úr miðjum leiknum og leiklausnin byggist síðan á, sé nógu trúverðugur sálfræðilega. Skírskotanir til sögu og samtíðar liggja í augum uppi; nú á dögum er það helst „stríðið gegn terrornum“ sem Kanar og þeirra fylgifiskar telja sig standa í. Hafi þeir hjá L.R. viljað sýna verk um ógnir alræðisins, hefði ég til dæmis bent þeim á leikrit úkraínsku skáldkonunnar Nataliu Vorozbith, Korngeymsluna sem Royal Shakespeare Company í Stratford setti upp fyrir þremur árum í magnaðri sýningu. Það fjallar um hungursneyðina miklu í Úkraínu og kúlakkamorð Stalíns á fjórða áratugnum og má raunar mikið vera ef ekki má heyra ákveðið bergmál þaðan í leik Kings. Mun nýstárlegra hefði verið að sjá slíkt verk hér heldur en enn einn smellinn frá London; þó að við fáum hér litla nasasjón af því, vill svo til að víðar eru skrifuð góð leikrit um þessar mundir en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri sýnir bæði kjark og glöggskyggni í vali á leikendum. Í stóru hlutverki unga mannsins teflir hann fram nýútskrifuðum leikara, Arnari Dan Kristjánssyni, sem er bersýnilega ágætis efni og skilar túlkun sem sýnir bæði næmleika og skýra mótun. Frá upphafi má skynja öryggisleysið undir köldu og harðneskjulegu fasi stjórnarfulltrúans sem brotnar svo niður þegar á reynir og eftir stendur óttasleginn og frekur krakki; ferli sem var vel unnið af bæði leikara og leikstjóra. Kvenhlutverkin eru í höndum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, sem hefur sést of lítið á sviði seinni árin, og Tinnu Lindar Gunnarsdóttur; þær gerðu báðar vel, þó að samspil þeirra yrði á stundum helst til vélrænt og flatt sem kann að hafa stafað af full hraðri leikstjórn. Hallgrímur Ólafsson gerði hlutverki Sams bónda óaðfinnanleg skil. Leikmyndin, sem spannar bæði bóndabæinn og umhverfi hans, er í mjög natúralískum stíl, en opnast þó út á annarlegra baksvið sem ég sá reyndar ekki nógu vel, þar sem mér var vísað til sætis til hliðar í salnum. Útisenur fara fram í hliðarturni, sem leikendur príla upp í, og á brú sem er byggð þvert yfir áhorfendasvæðið. Þær nutu sín vel í þessari umgerð, en þetta ofurraunsæi skapaði í bland við dempaða lýsingu heldur drungalegt andrúmsloft á sviðinu. Hrollvekjubrellur með ljósagangi og tilheyrandi látum orkuðu fyrst og fremst kómískt sem ég efa stórlega að hafi verið ætlun höfundar. Einfaldari sviðsbúnaður, hljóð og myndgervingar, hefðu farið óræðum heimi verksins betur. Niðurstaða: Pólitísk táknsaga um andlega kúgun í vel unninni en full drungalegri sviðsetningu. Forvitnilegt verk sem er einnar kvöldstundar virði, þó að Orwell sjálfur sé betri. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Refurinn Höfundur: Dawn King. Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson. Þýðing: Jón Atli Jónasson. Leikmynd og búningar: Systa Björnsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóð: Baldvin Magnússon. Tónlist: Frank Hall. Borgarleikhúsið Litla svið Refurinn (Foxfinder) er nýlegt breskt leikrit eftir ungan höfund, Dawn King, sem fékk góðar viðtökur í Bretlandi fyrir tveimur árum. Þetta er pólitískur táknleikur sem er látinn gerast í einhverju óstaðsettu alræðisríki þar sem fjarlæg yfirvöld efla tök sín á alþýðunni með áróðri um skæða andstæðinga; andstæðinga sem eru þó líkast til einber ímyndun og tilbúningur. Útsendari stjórnvalda, kornungur maður, nýútskrifaður úr uppeldisstöð þeirra, vandlega heilaþveginn, knýr dyra á bóndabæ einum, sest þar að og tekur að terrorisera hjónin á bænum og nágranna þeirra í sveitinni. Hann segist vera í leit að refum sem eiga að sýkja allt og alla með nærveru sinni. En þó að ungi maðurinn virðist í fyrstu hafa öll tök í viðureign sinni við þetta fólk, kemur þar að hann missir stjórnina og atburðir taka aðra stefnu en búast mátti við í upphafi. Þetta er á margan hátt kunnáttusamlega skrifað og spennandi leikrit, en á einhvern hátt nær það aldrei á manni verulegum tökum. Bókmenntalegar fyrirmyndir þess eru næsta augljósar, að maður ekki segi yfirþyrmandi: andi Orwells sveimar hér mjög yfir vötnum, Kafka er líka á næsta leiti og svo auðvitað Pinter hinn pólitíski með sín endalausu ofbeldissambönd. Samspil ótta og haturs, vænisýki, sektarkenndar og hreinna hugaróra, er höfundi hugleikið, allt undir auga „Stóra bróður“, en mann grunar að hún hafi kynnst þeim fremur af lestri bóka en eigin reynslu. Ég er ekki heldur viss um að sá viðsnúningur, sem á sér stað um og upp úr miðjum leiknum og leiklausnin byggist síðan á, sé nógu trúverðugur sálfræðilega. Skírskotanir til sögu og samtíðar liggja í augum uppi; nú á dögum er það helst „stríðið gegn terrornum“ sem Kanar og þeirra fylgifiskar telja sig standa í. Hafi þeir hjá L.R. viljað sýna verk um ógnir alræðisins, hefði ég til dæmis bent þeim á leikrit úkraínsku skáldkonunnar Nataliu Vorozbith, Korngeymsluna sem Royal Shakespeare Company í Stratford setti upp fyrir þremur árum í magnaðri sýningu. Það fjallar um hungursneyðina miklu í Úkraínu og kúlakkamorð Stalíns á fjórða áratugnum og má raunar mikið vera ef ekki má heyra ákveðið bergmál þaðan í leik Kings. Mun nýstárlegra hefði verið að sjá slíkt verk hér heldur en enn einn smellinn frá London; þó að við fáum hér litla nasasjón af því, vill svo til að víðar eru skrifuð góð leikrit um þessar mundir en í Bretlandi og Bandaríkjunum. Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri sýnir bæði kjark og glöggskyggni í vali á leikendum. Í stóru hlutverki unga mannsins teflir hann fram nýútskrifuðum leikara, Arnari Dan Kristjánssyni, sem er bersýnilega ágætis efni og skilar túlkun sem sýnir bæði næmleika og skýra mótun. Frá upphafi má skynja öryggisleysið undir köldu og harðneskjulegu fasi stjórnarfulltrúans sem brotnar svo niður þegar á reynir og eftir stendur óttasleginn og frekur krakki; ferli sem var vel unnið af bæði leikara og leikstjóra. Kvenhlutverkin eru í höndum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, sem hefur sést of lítið á sviði seinni árin, og Tinnu Lindar Gunnarsdóttur; þær gerðu báðar vel, þó að samspil þeirra yrði á stundum helst til vélrænt og flatt sem kann að hafa stafað af full hraðri leikstjórn. Hallgrímur Ólafsson gerði hlutverki Sams bónda óaðfinnanleg skil. Leikmyndin, sem spannar bæði bóndabæinn og umhverfi hans, er í mjög natúralískum stíl, en opnast þó út á annarlegra baksvið sem ég sá reyndar ekki nógu vel, þar sem mér var vísað til sætis til hliðar í salnum. Útisenur fara fram í hliðarturni, sem leikendur príla upp í, og á brú sem er byggð þvert yfir áhorfendasvæðið. Þær nutu sín vel í þessari umgerð, en þetta ofurraunsæi skapaði í bland við dempaða lýsingu heldur drungalegt andrúmsloft á sviðinu. Hrollvekjubrellur með ljósagangi og tilheyrandi látum orkuðu fyrst og fremst kómískt sem ég efa stórlega að hafi verið ætlun höfundar. Einfaldari sviðsbúnaður, hljóð og myndgervingar, hefðu farið óræðum heimi verksins betur. Niðurstaða: Pólitísk táknsaga um andlega kúgun í vel unninni en full drungalegri sviðsetningu. Forvitnilegt verk sem er einnar kvöldstundar virði, þó að Orwell sjálfur sé betri.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira