Ein stjarna sem skín Jón Viðar Jónsson skrifar 15. nóvember 2013 11:00 Sveinsstykki: "Enginn nema leikari á borð við Arnar gæti haldið manni við slíkt efni í heilar níutíu mínútur...“ Fréttablaðið/Daníel Leiklist: Sveinsstykki Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikari: Arnar Jónsson Arnar Jónsson er að hætta í Þjóðleikhúsinu nú um áramótin vegna aldurs. Af því tilefni efnir hann til leiksýningar á stóra sviði hússins. Það er einleikur, Sveinsstykki, eftir Þorvald heitinn Þorsteinsson, leikur sem Arnar flutti í Héðinshúsinu fyrir um tíu árum. Nú setur hann verkið upp í samvinnu við fjölskyldu sína. Þorleifur Örn framleiðir, Þórhildur leikstýrir, Jón Magnús, yngsti sonur þeirra Arnars, fer með lítið hlutverk sviðsmanns. Sannkallað fjölskyldufyrirtæki, sem sé – og fagmennskan að sjálfsögðu eitt hundrað prósent, hvar sem á er litið. Sveinsstykki fjallar um roskinn mann, Svein Kristinsson. Hann er að kveðja fyrirtækið, sem hann hefur unnið hjá í áratugi, og er að undirbúa samkvæmi af því tilefni. Hann æfir sig í ræðunni, sem hann ætlar að halda yfir veislugestum; hún er eins konar yfirlit yfir líf hans og starf, en veruleikinn sækir á; fortíðin er ekki eins glæst og Sveinn vill vera láta. Það kemur fljótt í ljós þegar hann tekur að hverfa frá ræðutextanum á vit minninganna og leika fyrir okkur brot úr liðinni ævi, brot sem smám saman raðast upp svo úr verður heilleg mynd. Þetta er að mörgu leyti vel samið verk, með áhugaverðum skírskotunum til samtíðarinnar. En það er of langt, hefði þurft að styttast, einkum um miðbikið, hygg ég. Aðalgalli þess er þó sá að mannlýsingin sjálf er ekki nógu spennandi. Við erum alltof snemma búinn að sjá hversu mikil undirlægja maðurinn er og að sagan mun ekki ganga út á annað en að staðfesta það. Enginn nema leikari á borð við Arnar gæti haldið manni við slíkt efni í heilar níutíu mínútur, en það gerir hann vitaskuld svo vel að hvergi verður að fundið. Mannlýsingin öll heilsteypt og þétt, smáatriðin jafn þaulunnin og heildarbyggingin, blæbrigði eins fjölbreytt og hugsast getur. Það er undarleg tilhugsun að hálf öld skuli nú liðin frá því Arnar Jónsson heillaði okkur fyrst sem ungi hermaðurinn í Gísl. En þó að hann hafi sannarlega verið farsæll í list sinni, eyðir enginn leikari ævinni svo að ekki skiptist á ljós og skuggar. Því fer fjarri að íslenskt leikhús hafi alltaf kunnað að nýta krafta hans sem skyldi, allra síst á dramatíska sviðinu; ef allt hefði verið með felldu hefði Arnar frá unga aldri átt að leika stóru hlutverkin í Shakespeare, Ibsen, Grikkjunum, að ekki sé minnst á Moliére sem hefði gefið hinni frábæru tragikómísku gáfu hans eðlilegt svigrúm. Hann hefur alltof sjaldan fengið að hefjast á flug í slíkum verkum, og það hefur verið okkar missir. En dveljum ekki um of við hið liðna. Ég hef þekkt Arnar í hartnær fjörutíu ár og mér hefur sjaldan fundist hann hressari og glaðari en einmitt nú – og það segi ég ekki fyrir kurteisi sakir. Í nýlegu viðtali sagði hann að sig langaði til að tengja betur þræðina milli eldri kynslóðarinnar, sem hann ólst upp með og nú er horfin, og hinna yngri. Það væri þarfaverk, en þó fyndist mér að hann mætti ekki síður huga að öðru: því að kenna ungu leikurunum að tala, að flytja listrænan leiktexta svo að hann skiljist og hafi tilætluð áhrif. Og ég vona – og þykist viss um – að hann taki eftirleiðis aðeins að sér hlutverk sem eru honum samboðin, hvort sem þau eru stór eða smá. Mér finnst ólíklegt að ég sé einn um þá skoðun, að þjóðleikhússtjóri eða einhver annar fulltrúi leikhússins hefði átt að ávarpa listamanninn að lokinni sýningu og sýna honum einhvern virðingar- og þakklætisvott á þessum tímamótum. En nei, þegar einn mesti hæfileikamaður íslenskrar leiklistar fyrr og síðar kveður vinnustaðinn formlega, heyrist hvorki hósti né stuna frá þeirri stofnun sem hann hefur helgað krafta sína meginhluta starfsævinnar. Eru þetta mannasiðir – eða hvað finnst ykkur, góðir hálsar?Niðurstaða: Arnar Jónsson bregst engum væntingum í heldur bragðdaufum einleik Þorvalds Þorsteinssonar. Það hefði óneitanlega verið skemmtilegt að sjá hann glíma við stórbrotnara verkefni á þessum tímamótum. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Sveinsstykki Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikari: Arnar Jónsson Arnar Jónsson er að hætta í Þjóðleikhúsinu nú um áramótin vegna aldurs. Af því tilefni efnir hann til leiksýningar á stóra sviði hússins. Það er einleikur, Sveinsstykki, eftir Þorvald heitinn Þorsteinsson, leikur sem Arnar flutti í Héðinshúsinu fyrir um tíu árum. Nú setur hann verkið upp í samvinnu við fjölskyldu sína. Þorleifur Örn framleiðir, Þórhildur leikstýrir, Jón Magnús, yngsti sonur þeirra Arnars, fer með lítið hlutverk sviðsmanns. Sannkallað fjölskyldufyrirtæki, sem sé – og fagmennskan að sjálfsögðu eitt hundrað prósent, hvar sem á er litið. Sveinsstykki fjallar um roskinn mann, Svein Kristinsson. Hann er að kveðja fyrirtækið, sem hann hefur unnið hjá í áratugi, og er að undirbúa samkvæmi af því tilefni. Hann æfir sig í ræðunni, sem hann ætlar að halda yfir veislugestum; hún er eins konar yfirlit yfir líf hans og starf, en veruleikinn sækir á; fortíðin er ekki eins glæst og Sveinn vill vera láta. Það kemur fljótt í ljós þegar hann tekur að hverfa frá ræðutextanum á vit minninganna og leika fyrir okkur brot úr liðinni ævi, brot sem smám saman raðast upp svo úr verður heilleg mynd. Þetta er að mörgu leyti vel samið verk, með áhugaverðum skírskotunum til samtíðarinnar. En það er of langt, hefði þurft að styttast, einkum um miðbikið, hygg ég. Aðalgalli þess er þó sá að mannlýsingin sjálf er ekki nógu spennandi. Við erum alltof snemma búinn að sjá hversu mikil undirlægja maðurinn er og að sagan mun ekki ganga út á annað en að staðfesta það. Enginn nema leikari á borð við Arnar gæti haldið manni við slíkt efni í heilar níutíu mínútur, en það gerir hann vitaskuld svo vel að hvergi verður að fundið. Mannlýsingin öll heilsteypt og þétt, smáatriðin jafn þaulunnin og heildarbyggingin, blæbrigði eins fjölbreytt og hugsast getur. Það er undarleg tilhugsun að hálf öld skuli nú liðin frá því Arnar Jónsson heillaði okkur fyrst sem ungi hermaðurinn í Gísl. En þó að hann hafi sannarlega verið farsæll í list sinni, eyðir enginn leikari ævinni svo að ekki skiptist á ljós og skuggar. Því fer fjarri að íslenskt leikhús hafi alltaf kunnað að nýta krafta hans sem skyldi, allra síst á dramatíska sviðinu; ef allt hefði verið með felldu hefði Arnar frá unga aldri átt að leika stóru hlutverkin í Shakespeare, Ibsen, Grikkjunum, að ekki sé minnst á Moliére sem hefði gefið hinni frábæru tragikómísku gáfu hans eðlilegt svigrúm. Hann hefur alltof sjaldan fengið að hefjast á flug í slíkum verkum, og það hefur verið okkar missir. En dveljum ekki um of við hið liðna. Ég hef þekkt Arnar í hartnær fjörutíu ár og mér hefur sjaldan fundist hann hressari og glaðari en einmitt nú – og það segi ég ekki fyrir kurteisi sakir. Í nýlegu viðtali sagði hann að sig langaði til að tengja betur þræðina milli eldri kynslóðarinnar, sem hann ólst upp með og nú er horfin, og hinna yngri. Það væri þarfaverk, en þó fyndist mér að hann mætti ekki síður huga að öðru: því að kenna ungu leikurunum að tala, að flytja listrænan leiktexta svo að hann skiljist og hafi tilætluð áhrif. Og ég vona – og þykist viss um – að hann taki eftirleiðis aðeins að sér hlutverk sem eru honum samboðin, hvort sem þau eru stór eða smá. Mér finnst ólíklegt að ég sé einn um þá skoðun, að þjóðleikhússtjóri eða einhver annar fulltrúi leikhússins hefði átt að ávarpa listamanninn að lokinni sýningu og sýna honum einhvern virðingar- og þakklætisvott á þessum tímamótum. En nei, þegar einn mesti hæfileikamaður íslenskrar leiklistar fyrr og síðar kveður vinnustaðinn formlega, heyrist hvorki hósti né stuna frá þeirri stofnun sem hann hefur helgað krafta sína meginhluta starfsævinnar. Eru þetta mannasiðir – eða hvað finnst ykkur, góðir hálsar?Niðurstaða: Arnar Jónsson bregst engum væntingum í heldur bragðdaufum einleik Þorvalds Þorsteinssonar. Það hefði óneitanlega verið skemmtilegt að sjá hann glíma við stórbrotnara verkefni á þessum tímamótum.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira