Silja þýðir Munro Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2013 13:00 Silja Aðalsteinsdóttir „Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira