Birgi dreymir um að komast á PGA-mótaröðina Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Farinn til Bandaríkjanna. Birgir Leifur Hafþórsson heldur ótrauður áfram þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. fréttablaðið/stefán „Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira