Farandpeysan boðin upp 7. nóvember 2013 14:00 Margir þekktir einstaklingar koma að gerð farandpeysunnar og er Unnur Steinsson ein þeirra. mynd/vilhelm Ragnheiður Eiríksdóttir prjónameistari hannaði jólapeysuna 2013 sem Jón Gnarr, borgarstjóri Reykvíkinga, klæddist í auglýsingum Jólapeysuátaksins. Í myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar. Jólafarandpeysan verður prjónuð af fjölda einstaklinga og boðin upp við lok jólapeysuátaks Barnaheilla þann 13. desember. Með peysunni mun fylgja einhvers konar dagbók þar sem fram koma nöfn þeirra sem hafa prjónað peysuna en myndir af þeim verða einnig birtar á Facebook.com/jolapeysan og á Instagram. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal úr Síðdegisútvarpi Rásar 2 prjónuðu sig svo áfram í beinni útsendingu og nú er komið að Unni Steinsson, vörustjóra hjá Lyfju. Stefnir á að prjóna eina jólapeysu á ári. Unnur lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að prjónaskap enda hefur hún verið mikil prjónakona um áraraðir. Hún greip í prjónana þar sem hún var stödd við myndatöku fyrir Lyfju og prjónaði nokkrar umferðir af farandpeysunni. Unnur hefur prjónað fimm peysur á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún prjónar jólapeysu. Hún stefnir hins vegar á að prjóna heila jólapeysu fyrir eiginmanninn fyrir þessi jól. „Þetta er bara algjör snilld,“ segir hún en viðurkennir að jólapeysur séu nýjar fyrir sér. „Mér finnst hins vegar algjört „möst“ að fólk sé í jólapeysum þessi jól og styðji gott málefni. Ég ætla að gera það og héðan í frá stefni ég á að prjóna eina jólapeysu á ári.“ Á áheitasíðunni jolapeysan.is getur fólk skráð sig og látið heita á sína eigin jólapeysu. Þar er einnig að finna ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að hanna eigin jólapeysur. „Ég held að það séu tækifæri í þessu fyrir fólk með gott ímyndunarafl og það verður fróðlegt að sjá útkomuna,“ segir Unnur að lokum. Keppt verður á Facebook í nokkrum flokkum, svo sem um bestu nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppt verður um bestu peysuna í nokkrum flokkum; um nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppnin fer fram á facebook.com/jolapeysan og á Instagram merkt #jolapeysan. Uppskriftina að Jólapeysunni 2013 má finna í öllum helstu verslunum sem selja lopa og í verslunum Hagkaups sem selja garn.Unnur Steinsson ætlar hér eftir að prjóna eina jólapeysu á ári.mynd/vilhelm Jólafréttir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Ragnheiður Eiríksdóttir prjónameistari hannaði jólapeysuna 2013 sem Jón Gnarr, borgarstjóri Reykvíkinga, klæddist í auglýsingum Jólapeysuátaksins. Í myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar. Jólafarandpeysan verður prjónuð af fjölda einstaklinga og boðin upp við lok jólapeysuátaks Barnaheilla þann 13. desember. Með peysunni mun fylgja einhvers konar dagbók þar sem fram koma nöfn þeirra sem hafa prjónað peysuna en myndir af þeim verða einnig birtar á Facebook.com/jolapeysan og á Instagram. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal úr Síðdegisútvarpi Rásar 2 prjónuðu sig svo áfram í beinni útsendingu og nú er komið að Unni Steinsson, vörustjóra hjá Lyfju. Stefnir á að prjóna eina jólapeysu á ári. Unnur lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að prjónaskap enda hefur hún verið mikil prjónakona um áraraðir. Hún greip í prjónana þar sem hún var stödd við myndatöku fyrir Lyfju og prjónaði nokkrar umferðir af farandpeysunni. Unnur hefur prjónað fimm peysur á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún prjónar jólapeysu. Hún stefnir hins vegar á að prjóna heila jólapeysu fyrir eiginmanninn fyrir þessi jól. „Þetta er bara algjör snilld,“ segir hún en viðurkennir að jólapeysur séu nýjar fyrir sér. „Mér finnst hins vegar algjört „möst“ að fólk sé í jólapeysum þessi jól og styðji gott málefni. Ég ætla að gera það og héðan í frá stefni ég á að prjóna eina jólapeysu á ári.“ Á áheitasíðunni jolapeysan.is getur fólk skráð sig og látið heita á sína eigin jólapeysu. Þar er einnig að finna ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að hanna eigin jólapeysur. „Ég held að það séu tækifæri í þessu fyrir fólk með gott ímyndunarafl og það verður fróðlegt að sjá útkomuna,“ segir Unnur að lokum. Keppt verður á Facebook í nokkrum flokkum, svo sem um bestu nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppt verður um bestu peysuna í nokkrum flokkum; um nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppnin fer fram á facebook.com/jolapeysan og á Instagram merkt #jolapeysan. Uppskriftina að Jólapeysunni 2013 má finna í öllum helstu verslunum sem selja lopa og í verslunum Hagkaups sem selja garn.Unnur Steinsson ætlar hér eftir að prjóna eina jólapeysu á ári.mynd/vilhelm
Jólafréttir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira