Rándýrt að skipta um útlending Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Akureyri þarf að bæta margt fyrir næstu leiki. fréttablaðið/daníel „Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. „Það sem hefur verið aðalmerki liðsins síðastliðin ár eru hraðar sóknir og auðveld mörk upp úr því en það hefur ekki verið til staðar á tímabilinu.“ Akureyri missti tvo sterka leikmenn fyrir tímabilið en Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason gengu báðir til liðs við Val í sumar. „Það var vissulega mikil blóðtaka og svo er Bergvin [Gíslason] enn frá vegna meiðsla sem gerir hlutina ekki auðveldari fyrir okkur.“ Heimir Örn fékk leikheimild með Akureyri á dögunum en hann hefur spilað með 1. deildarliðinu Hömrunum á tímabilinu. „Hreinn Hauksson varð að hætta tímabundið handboltaiðkun af persónulegum ástæðum og því varð ég að koma á ný yfir í liðið til að styrkja varnarleikinn, en hann hefur alls ekki verið nægilega góður hjá okkur á tímabilinu.“ Serbinn Vladimir Zejak gekk til liðs við Akureyri fyrir tímabilið og hefur hann alls ekki staðið undir væntingum fyrir norðan. „Hann hefur ekki verið nægilega öflugur og hefur lítið haft fram að færa fyrir liðið í þessum fyrstu leikjum. Zejak er ávallt mjög góður á æfingum hjá okkur og leggur sig alltaf fram en þetta er ekki að falla fyrir hann í leikjum.“ En kemur til greina að láta leikmanninn fara? „Það er ekki svo auðvelt en það kostar um 450.000 krónur að fá leyfi fyrir leikmann í handboltanum. Þetta er ekki eins og í körfunni þar sem það gjald er mun lægra. Vonandi kemur hann til á næstu vikum.“ Akureyri mætir FH í Kaplakrika annað kvöld og þarf liðið í raun að eiga stórleik til að eiga möguleika í spræka Hafnfirðinga. Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira
„Þetta hefur ekki gengið nægilega vel hjá okkur og það er margt sem við þurfum að skoða í okkar eigin leik,“ segir Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, en liðið er í næst neðsta sæti Olís-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir. „Það sem hefur verið aðalmerki liðsins síðastliðin ár eru hraðar sóknir og auðveld mörk upp úr því en það hefur ekki verið til staðar á tímabilinu.“ Akureyri missti tvo sterka leikmenn fyrir tímabilið en Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason gengu báðir til liðs við Val í sumar. „Það var vissulega mikil blóðtaka og svo er Bergvin [Gíslason] enn frá vegna meiðsla sem gerir hlutina ekki auðveldari fyrir okkur.“ Heimir Örn fékk leikheimild með Akureyri á dögunum en hann hefur spilað með 1. deildarliðinu Hömrunum á tímabilinu. „Hreinn Hauksson varð að hætta tímabundið handboltaiðkun af persónulegum ástæðum og því varð ég að koma á ný yfir í liðið til að styrkja varnarleikinn, en hann hefur alls ekki verið nægilega góður hjá okkur á tímabilinu.“ Serbinn Vladimir Zejak gekk til liðs við Akureyri fyrir tímabilið og hefur hann alls ekki staðið undir væntingum fyrir norðan. „Hann hefur ekki verið nægilega öflugur og hefur lítið haft fram að færa fyrir liðið í þessum fyrstu leikjum. Zejak er ávallt mjög góður á æfingum hjá okkur og leggur sig alltaf fram en þetta er ekki að falla fyrir hann í leikjum.“ En kemur til greina að láta leikmanninn fara? „Það er ekki svo auðvelt en það kostar um 450.000 krónur að fá leyfi fyrir leikmann í handboltanum. Þetta er ekki eins og í körfunni þar sem það gjald er mun lægra. Vonandi kemur hann til á næstu vikum.“ Akureyri mætir FH í Kaplakrika annað kvöld og þarf liðið í raun að eiga stórleik til að eiga möguleika í spræka Hafnfirðinga.
Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira