Pálmi er á leiðinni Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 6. nóvember 2013 11:00 Gengið með fiskum Pálmi Gunnarsson Gengið með fiskum Pálmi Gunnarsson Uppheimar Pálmi Gunnarsson, sá ástsæli söngvari og bassaleikari, hefur sent frá sér fallega bók sem hann helgar ástríðu sinni sem eru stangveiðar. Frá blautu barnsbeini hefur Pálmi verið forfallinn veiðimaður og rauði þráðurinn í bókinni er þroski hans í þá átt að leggja allt upp úr fagurfræðinni við veiðina. Þeir karlar í settinu hjá Agli Helgasyni í Kiljunni, Sigurður G. og Þorgeir Tryggvason, fjölluðu um bókina og hittu á ljómandi góða samlíkingu: Pálmi er orðinn eins og japanskur tesiðameistari sem þarf ekki lengur te í bollann sinn; seremóníurnar hafa tekið yfir, andinn yfir efninu eða hvernig sem menn vilja stilla þessu upp. Við þurrfluguveiðar sverfur Pálmi oddinn stundum af önglinum og ánægjan felst í því að sjá hvort tekst að egna fyrir urriðann. Aukaatriði er að krækja í fiskinn, hvað þá að draga hann að landi enda sleppir Pálmi megninu af því sem hann veiðir. Og þetta er fagnaðarerindið sem Pálmi boðar. Veiða og sleppa. Fyrir því færir hann rök og telur nauðsynlegt að veiðimenn tileinki sér það til verndar minnkandi stofnum laxfisks í íslenskum ám og vötnum. Við sögu koma gamlir magnveiðimenn sem hafa kristnast í þá átt. Gengið með fiskum er fyrsta bókin sem Pálmi sendir frá sér og þó Pálmi sé kominn til vits og ára er engu að síður eftirtektarvert hversu ljómandi vel bókin er stíluð. Hún er þakklát viðbót í ört vaxandi bókaflokk sem eru veiðibækur og veiðisögur. Bókin er einkum ætluð veiðimönnum; ekki er víst að aðrir en þeir sem þekkingu hafa á viðfangsefninu hafi til að bera þá þolinmæði sem þarf til að liggja yfir þeim lygna hyl sem bókin er, þó stundum gári. Og þar komum við að vanköntum bókarinnar. Pálmi hefur í gegnum árin fengist við pistlaskrif um stangveiðar og bókin ber þess merki. Svolítið eins og höfundur vilji nýta sér það efni sem hann á í bók. Hver kafli er örstuttur, sem um pistil sé að ræða. Hvort sem sú er ástæðan eða ekki þá hættir bókinni til reynast endurtekningarsöm. Sem myndi undir flestum kringumstæðum teljast dauðasök í bók en kannski ekki þegar um er að ræða frásagnir af fiskum sem er sleppt og þeir kannski veiddir aftur. Þá er eins og sá boðskapur sem er undirliggjandi ali á endurtekningarsemi; tilbrigðum við sama stef. Bókin vill einnig reynast ósamstæð, stundum eru veiðifélagarnir nefndir með nafni, stundum ekki, og það truflar lesturinn. Þá er á stöku stað vísað til rokkstjörnulífs Pálma en einungis þó þannig að lesandann þyrstir í að fá meira um það að heyra og er Pálmi hér með hvattur til að skrifa þá sögu. Mikilsverð eigind textagerðar er að höfundur skrifi sig til aukins skilnings á viðfangsefninu. Þegar best lætur dregur hann lesandann með sér í það ferðalag og textinn verður sprúðlandi og lifandi. Það að Pálmi sé orðinn þessi tesiðameistari stangveiðinnar felur í sér að orð virðast stundum óþörf. Svona eins og hjá Beckett en verk hans styttust og styttust eftir því sem á ferilinn leið. Auðvitað ekki leiðum að líkjast en Pálmi er að byrja, hann er á leiðinni.Niðurstaða: Merkilega vel stíluð veiðibók, skyldueign í bókaskáp hvers veiðimanns en brokkgeng. Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Gengið með fiskum Pálmi Gunnarsson Uppheimar Pálmi Gunnarsson, sá ástsæli söngvari og bassaleikari, hefur sent frá sér fallega bók sem hann helgar ástríðu sinni sem eru stangveiðar. Frá blautu barnsbeini hefur Pálmi verið forfallinn veiðimaður og rauði þráðurinn í bókinni er þroski hans í þá átt að leggja allt upp úr fagurfræðinni við veiðina. Þeir karlar í settinu hjá Agli Helgasyni í Kiljunni, Sigurður G. og Þorgeir Tryggvason, fjölluðu um bókina og hittu á ljómandi góða samlíkingu: Pálmi er orðinn eins og japanskur tesiðameistari sem þarf ekki lengur te í bollann sinn; seremóníurnar hafa tekið yfir, andinn yfir efninu eða hvernig sem menn vilja stilla þessu upp. Við þurrfluguveiðar sverfur Pálmi oddinn stundum af önglinum og ánægjan felst í því að sjá hvort tekst að egna fyrir urriðann. Aukaatriði er að krækja í fiskinn, hvað þá að draga hann að landi enda sleppir Pálmi megninu af því sem hann veiðir. Og þetta er fagnaðarerindið sem Pálmi boðar. Veiða og sleppa. Fyrir því færir hann rök og telur nauðsynlegt að veiðimenn tileinki sér það til verndar minnkandi stofnum laxfisks í íslenskum ám og vötnum. Við sögu koma gamlir magnveiðimenn sem hafa kristnast í þá átt. Gengið með fiskum er fyrsta bókin sem Pálmi sendir frá sér og þó Pálmi sé kominn til vits og ára er engu að síður eftirtektarvert hversu ljómandi vel bókin er stíluð. Hún er þakklát viðbót í ört vaxandi bókaflokk sem eru veiðibækur og veiðisögur. Bókin er einkum ætluð veiðimönnum; ekki er víst að aðrir en þeir sem þekkingu hafa á viðfangsefninu hafi til að bera þá þolinmæði sem þarf til að liggja yfir þeim lygna hyl sem bókin er, þó stundum gári. Og þar komum við að vanköntum bókarinnar. Pálmi hefur í gegnum árin fengist við pistlaskrif um stangveiðar og bókin ber þess merki. Svolítið eins og höfundur vilji nýta sér það efni sem hann á í bók. Hver kafli er örstuttur, sem um pistil sé að ræða. Hvort sem sú er ástæðan eða ekki þá hættir bókinni til reynast endurtekningarsöm. Sem myndi undir flestum kringumstæðum teljast dauðasök í bók en kannski ekki þegar um er að ræða frásagnir af fiskum sem er sleppt og þeir kannski veiddir aftur. Þá er eins og sá boðskapur sem er undirliggjandi ali á endurtekningarsemi; tilbrigðum við sama stef. Bókin vill einnig reynast ósamstæð, stundum eru veiðifélagarnir nefndir með nafni, stundum ekki, og það truflar lesturinn. Þá er á stöku stað vísað til rokkstjörnulífs Pálma en einungis þó þannig að lesandann þyrstir í að fá meira um það að heyra og er Pálmi hér með hvattur til að skrifa þá sögu. Mikilsverð eigind textagerðar er að höfundur skrifi sig til aukins skilnings á viðfangsefninu. Þegar best lætur dregur hann lesandann með sér í það ferðalag og textinn verður sprúðlandi og lifandi. Það að Pálmi sé orðinn þessi tesiðameistari stangveiðinnar felur í sér að orð virðast stundum óþörf. Svona eins og hjá Beckett en verk hans styttust og styttust eftir því sem á ferilinn leið. Auðvitað ekki leiðum að líkjast en Pálmi er að byrja, hann er á leiðinni.Niðurstaða: Merkilega vel stíluð veiðibók, skyldueign í bókaskáp hvers veiðimanns en brokkgeng.
Gagnrýni Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira