Margmiðlunarveisla í Eldborg Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 07:30 Hljómsveitin Kraftwerk spilaði í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld. Mynd/Alexander Matukhno Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum. Gagnrýni Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum.
Gagnrýni Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira