Margmiðlunarveisla í Eldborg Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 07:30 Hljómsveitin Kraftwerk spilaði í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld. Mynd/Alexander Matukhno Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum. Gagnrýni Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum.
Gagnrýni Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira