Kraftur leystur úr læðingi Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 12:30 Savages stóð sig vel í Listasafni Reykjavíkur. Mynd/Magnús Elvar Jónsson Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik. Gagnrýni Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Savages Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Breska pönkrokksveitin Savages er skipuð fjórum konum. Fyrsta platan þeirra, Silcence Yourself, kom út fyrr á árinu og vakti töluverða athygli. Þetta voru flottir tónleikar, þar sem kraftmikill og skemmtilegur trommuleikur Fay Milton stóð upp úr, enda lögin að miklu leyti byggð upp í kringum trommurnar. Söngkonan Jehnny Beth var töff á sviðinu, krúnurökuð og í hvítri skyrtu en allar hinar voru svartklæddar og síðhærðar. Lokalagið Fuckers, sem er ekki á nýju plötunni, var heillengi í gang en náði hæstu hæðum með tilheyrandi krafti sem smitaðist vel út í salinn, sem var engu að síður ekki fullur. Enda tónlist sem stundum krefst þolinmæði og er því ekki að allra skapi. Savages tókst samt að skila sínu og rúmlega það.Niðurstaða: Kraftmikið pönk með flottum trommuleik.
Gagnrýni Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira