Maðurinn sem á sök á öllu illu Illugi Jökulsson skrifar 2. nóvember 2013 14:00 Einhvern tíma í upphafi þessa litla greinaflokks minntist ég á kúrs sem Guðni Th. Jóhannesson hefur verið með í sagnfræðideild Háskóla Íslands nú á haustmisseri og fjallar um hjásögu, sem sé „hið sögulega ef“ – hvað hefði breyst í sögunni ef einhver viðburður hefði endað öðruvísi en hann gerði í raun og veru. Ég varð svo þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að halda smá tölu yfir nemendum Guðna og spjalla þar um þetta áhugamál mitt fram og til baka. Og ef ég má halda áfram á persónulegum nótum, þá gladdi það mig sérstaklega að eftir á gaf einn nemendanna sig á tal við mig og sagði mér að grein sem ég skrifaði fyrir allmörgum árum um efni af þessu tagi hefði hvorki meira né minna en kveikt slíkan áhuga á sögu í brjósti hans að einmitt þess vegna sat hann nú þarna, skráður í sagnfræðideild Háskóla Íslands og á góðri leið með að verða sagnfræðingur. Ég var reyndar næstum búinn að gleyma þessari grein sjálfur en fór svo að rifja upp fyrir mér þá sögu sem ég sagði þar, og hún er vissulega ansi merkileg og kveikir nokkrar verulega erfiðar spurningar um framvindu sögunnar. Samkvæmt þeirri kenningu sem varpað var fram í greininni, þá er nefnilega eiginlega allt illt sem hent hefur í sögunni á 20. öld og fram á okkar dag einum og aðeins einum manni að kenna. Og það er ekki Adolf Hitler eða Jósef Stalín og ekki einu sinni Maó Zedong. Heldur Wilhelm Souchon. Og nú reikna ég með að flestir lesenda hvái. Það er líka að vonum, því Souchon þessi er vægast sagt ekki mjög þekktur maður. Í sögu fyrri heimsstyrjaldarinnar nær hann stundum einni málsgrein en verður iðulega að sætta sig við að vera innan sviga. Og oft er hreinlega ekki á hann minnst. Því kann það að virðast hraustlega mælt að ætla honum þá miklu sök að bera ábyrgð á rússnesku byltingunni, Gúlageyjaklasanum, valdatöku Hitlers í Þýskalandi, seinni heimsstyrjöldinni, helförinni gegn Gyðingum, kalda stríðinu, erjum í Miðausturlöndum og gott ef ekki hryðjuverkunum 11. september 2001. En það má nú samt gera, og alls ekki í tómu gríni.Skjótrar ákvörðunar þörf En hvað var það þá sem Wilhelm þessi Souchon gerði svona voðalega mikið af sér? Það virkar reyndar ekki mjög skelfilegt. Að kvöldi 5. ágúst 1914 var hann staddur á skipi sínu út af Adríahafi við Ítalíuskaga og eftir nokkurt hugarstríð ákvað hann að taka stefnuna í austur en ekki norður. Stefna í höfn í Istanbúl en ekki Púla. Það var nú allt og sumt. Fyrri heimsstyrjöldin var að brjótast út þessa fyrstu daga í ágúst 1914. Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland kölluðust Miðveldin og ljóst var að þau myndu etja kappi við Bretland, Frakkland og Rússland sem kölluðu sig Bandamenn. Breski flotinn var þá allsráðandi á höfunum en í Miðjarðarhafi var þó þýskt orrustubeitiskip á ferð undir stjórn fimmtugs aðmíráls frá Leipzig, Wilhelms Souchon. Goeben hét þetta skip, nefnt í höfuðið á prússneskum generál á 19. öld. Skipið hafði skotið á franskar bækistöðvar í Alsír en þurfti nú nauðsynlega að komast í skjól því stór bresk flotadeild var að safnast saman til að elta það. Kæmi til orrustu þurfti Souchon ekki að spyrja að leikslokum þótt Goeben væri raunar nýlegt skip og fullkomið á þeirra tíma vísu. Í Messína á Sikiley hafði Souchon með miklum erfiðismunum orðið sér úti um svolítið af kolum til áframhaldandi siglingar og var nú staddur suður af Ítalíuskaga. Hann varð nú að taka skjóta ákvörðun um hvert halda skyldi. Kolin myndu ekki endast lengi og ítalskar hafnir yrðu honum héðan í frá lokaðar, þar eð Ítalir voru þá að skipa sér í raðir Bandamanna. Þegar Souchon lagði nokkrum dögum fyrr úr höfn í Púla í Austurríki-Ungverjalandi (nú í Króatíu) hafði yfirmaður þýska flotans, Alfred von Tirpitz, skipað svo fyrir að hann skyldi á endanum sigla til Istanbúl í Tyrklandi. Þjóðverjar vonuðust til að vinna Tyrki til fylgis við Miðveldin í hinni yfirvofandi styrjöld og höfðu gert leynisamkomulag við tyrknesk hernaðaryfirvöld um samvinnu. Hluti af því var að Goeben átti að geta fengið skjól fyrir breska flotanum í Istanbúl. En nú var komið babb í bátinn, bandalag við Þjóðverja mætti mikilli andspyrnu málsmetandi manna í Tyrklandi og á þessari stundu var ekki útlit fyrir að neitt yrði úr neinu. Tyrkland yrði hlutlaust í stríðinu. Þjóðverjar voru ekkert að sýta það um of. Þeir bjuggust við að knésetja Bandamenn á skömmum tíma og þyrftu svo sem enga hjálp Tyrkja við það. En Tirpitz hafði því sent Souchon skeyti og sagt honum að hætta við að sigla til Istanbúl.Á fullri ferð í austurátt Þá var í raun aðeins ein rökrétt leið fyrir Souchon. Að sigla sem skjótast norður Adríahaf og leggjast aftur við stjóra í Púla þar sem austurrískar tundurduflavarnir og fallbyssur myndu vernda skip hans fyrir breska flotanum. En hann yrði þá að sætta sig við að vera þar innilokaður þangað til styrjöldinni lyki. Breski flotinn myndi bíða fyrir utan hafnarmynnið í Púla og vakta sérhverja hreyfingu Goeben. Það var í sjálfu sér ekkert skelfileg tilhugsun að vera lokaður inni í Púla til stríðsloka. Þetta er hugguleg borg, veðrið er gott og enginn bjóst við öðru en stríðinu yrði lokið eftir hálft ár í síðasta lagi. En Souchon leist samt ekki á þá tilhugsun að híma bak við tundurduflagirðingarnar í Púla mánuðum saman. Honum fannst þar lítið leggjast fyrir sitt stolta skip. Og þar sem Goeben dólaði suður af Ítalíuskaga og reykurinn frá breska flotanum var sjáanlegur á sjóndeildarhringnum, þá stikaði Souchon um brúna á orrustubeitiskiptinu sínu og reyndi að gera upp hug sinn. Og þegar styttist í að byssukjaftar bresku herskipanna tækju að gelta tók Souchon að lokum mjög afdrifaríka ákvörðun. Einn og sjálfur og án þess að ráðgast frekar við Tirpitz í Berlín ákvað flotaforinginn að stefna þrátt fyrir allt til Istanbúl og með því „neyða Tyrki til að ganga opinberlega í bandalag við Þjóðverja“. Svo lét hann skipstjóra Goeben stefna á fullri ferð í austurátt, náði að stinga bresku herskipin af og brunaði að lyktum norður Eyjahaf og inn til Istanbúl. Þar gekk allt að óskum frá hans sjónarmiði. Þjóðverjar buðust til að gefa Tyrkjum skipið gegn því að Souchon og menn hans stýrðu því áfram. Þeim Tyrkjum, sem vildu bandalag við Þjóðverja, svall móður þegar þeim barst upp í hendur svo öflugur liðsauki á Svartahafinu, þar sem þeir áttu í eilífri togstreitu við Rússa, og á skammri stundu lyppuðust hlutleysissinnar í Istanbúl niður, og Tyrkjaveldi skipaði sér fljótlega í raðir Miðveldanna. Goeben var skírt Yavuz Sultan Selim og Souchon stýrði aðgerðum þess í Svartahafi allt til 1917. Gekk svo fyrri heimsstyrjöldin fram eins og allir þekkja af sögubókum. Eftir ógurlega bardaga í rúm fjögur ár þraut Þjóðverja, Austurríkismenn og Tyrki loks úthaldið í nóvember 1918 og gáfust upp.Enginn Hitler og engin helför En í hverju liggur hin mikla sök Souchons, sem ég lýsti á hendur honum í upphafi? Hvaða máli skipti þetta þegar upp var staðið? Jú – Erich Ludendorff, einn æðsti hershöfðingi Þjóðverja, sagði síðar að ef Tyrkir hefðu ekki komið til liðs við Miðveldin hefðu yfirburðir Bandamanna í liðsafla leitt til þess að Þjóðverjar og Austurríkismenn hefðu tapað styrjöldinni strax árið 1916. Og undir þetta hafa fleiri tekið, bæði virtir sagnfræðingar og hernaðarspekúlantar. Það virðist mega slá þessu nokkurn veginn föstu. En ef fyrri heimsstyrjöldinni hefði lokið 1916 hefði farið öðruvísi í veröldinni. Viðurstyggilegri slátrun síðustu tveggja stríðsáranna hefði verið afstýrt. Bandaríkin hefðu ekki þurft að taka þátt í stríðinu. Þau hefðu haldið áfram að þróa sína einangrunarstefnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir gang heimssögunnar. Rússland hefði ekki gengið svo fram af sér í stríðinu að hinn fámenni flokkur bolsévíka hefði aldrei átt möguleika á að ræna þar völdum í nóvember 1917. Enginn Lenín, enginn Stalín, ekkert Gúlag. Og ósigur Þjóðverja 1916 hefði aldrei orðið jafn alger og auðmýkjandi og raun varð á tveim árum seinna. Hrunið þar í landi hefði ekki orðið algert. Enginn Hitler, engin valdataka nasista, engin helför gegn Gyðingum. Þar af leiðandi ekkert Ísraelsríki, að minnsta kosti alls ekki í þeirri mynd og þeirri sögu sem við þekkjum. Og fyrst engin Sovétríki urðu til, þá hefði náttúrlega ekkert kalt stríð átt sér stað. Þótt þessar hugleiðingar virðist nokkuð klikkaðar, þá eru þær í rauninni ekki svo galnar. Og sýna okkur hvað stórviðburðir sögunnar virðast sumir reistir á veikum grunni. Ef einn aðmíráll stikandi um brúna í skipi sínu getur ráðið svo miklu um hvað gerist í sögunni. Og þegar ég rakst á að Winston Churchill var þessu sammála, þá þarf náttúrlega ekki frekari vitna við, en hann sagði að sigling Souchons til Istanbúl hefði haft í för með sér „meiri slátrun, meiri hörmungar og meiri eyðileggingu en nokkru sinni hefur ráðist af áttavita skips“. Og nú væri gaman að fleiri drifu sig að skrá sig umsvifalaust í sagnfræði! Flækjusaga Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Einhvern tíma í upphafi þessa litla greinaflokks minntist ég á kúrs sem Guðni Th. Jóhannesson hefur verið með í sagnfræðideild Háskóla Íslands nú á haustmisseri og fjallar um hjásögu, sem sé „hið sögulega ef“ – hvað hefði breyst í sögunni ef einhver viðburður hefði endað öðruvísi en hann gerði í raun og veru. Ég varð svo þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að halda smá tölu yfir nemendum Guðna og spjalla þar um þetta áhugamál mitt fram og til baka. Og ef ég má halda áfram á persónulegum nótum, þá gladdi það mig sérstaklega að eftir á gaf einn nemendanna sig á tal við mig og sagði mér að grein sem ég skrifaði fyrir allmörgum árum um efni af þessu tagi hefði hvorki meira né minna en kveikt slíkan áhuga á sögu í brjósti hans að einmitt þess vegna sat hann nú þarna, skráður í sagnfræðideild Háskóla Íslands og á góðri leið með að verða sagnfræðingur. Ég var reyndar næstum búinn að gleyma þessari grein sjálfur en fór svo að rifja upp fyrir mér þá sögu sem ég sagði þar, og hún er vissulega ansi merkileg og kveikir nokkrar verulega erfiðar spurningar um framvindu sögunnar. Samkvæmt þeirri kenningu sem varpað var fram í greininni, þá er nefnilega eiginlega allt illt sem hent hefur í sögunni á 20. öld og fram á okkar dag einum og aðeins einum manni að kenna. Og það er ekki Adolf Hitler eða Jósef Stalín og ekki einu sinni Maó Zedong. Heldur Wilhelm Souchon. Og nú reikna ég með að flestir lesenda hvái. Það er líka að vonum, því Souchon þessi er vægast sagt ekki mjög þekktur maður. Í sögu fyrri heimsstyrjaldarinnar nær hann stundum einni málsgrein en verður iðulega að sætta sig við að vera innan sviga. Og oft er hreinlega ekki á hann minnst. Því kann það að virðast hraustlega mælt að ætla honum þá miklu sök að bera ábyrgð á rússnesku byltingunni, Gúlageyjaklasanum, valdatöku Hitlers í Þýskalandi, seinni heimsstyrjöldinni, helförinni gegn Gyðingum, kalda stríðinu, erjum í Miðausturlöndum og gott ef ekki hryðjuverkunum 11. september 2001. En það má nú samt gera, og alls ekki í tómu gríni.Skjótrar ákvörðunar þörf En hvað var það þá sem Wilhelm þessi Souchon gerði svona voðalega mikið af sér? Það virkar reyndar ekki mjög skelfilegt. Að kvöldi 5. ágúst 1914 var hann staddur á skipi sínu út af Adríahafi við Ítalíuskaga og eftir nokkurt hugarstríð ákvað hann að taka stefnuna í austur en ekki norður. Stefna í höfn í Istanbúl en ekki Púla. Það var nú allt og sumt. Fyrri heimsstyrjöldin var að brjótast út þessa fyrstu daga í ágúst 1914. Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland kölluðust Miðveldin og ljóst var að þau myndu etja kappi við Bretland, Frakkland og Rússland sem kölluðu sig Bandamenn. Breski flotinn var þá allsráðandi á höfunum en í Miðjarðarhafi var þó þýskt orrustubeitiskip á ferð undir stjórn fimmtugs aðmíráls frá Leipzig, Wilhelms Souchon. Goeben hét þetta skip, nefnt í höfuðið á prússneskum generál á 19. öld. Skipið hafði skotið á franskar bækistöðvar í Alsír en þurfti nú nauðsynlega að komast í skjól því stór bresk flotadeild var að safnast saman til að elta það. Kæmi til orrustu þurfti Souchon ekki að spyrja að leikslokum þótt Goeben væri raunar nýlegt skip og fullkomið á þeirra tíma vísu. Í Messína á Sikiley hafði Souchon með miklum erfiðismunum orðið sér úti um svolítið af kolum til áframhaldandi siglingar og var nú staddur suður af Ítalíuskaga. Hann varð nú að taka skjóta ákvörðun um hvert halda skyldi. Kolin myndu ekki endast lengi og ítalskar hafnir yrðu honum héðan í frá lokaðar, þar eð Ítalir voru þá að skipa sér í raðir Bandamanna. Þegar Souchon lagði nokkrum dögum fyrr úr höfn í Púla í Austurríki-Ungverjalandi (nú í Króatíu) hafði yfirmaður þýska flotans, Alfred von Tirpitz, skipað svo fyrir að hann skyldi á endanum sigla til Istanbúl í Tyrklandi. Þjóðverjar vonuðust til að vinna Tyrki til fylgis við Miðveldin í hinni yfirvofandi styrjöld og höfðu gert leynisamkomulag við tyrknesk hernaðaryfirvöld um samvinnu. Hluti af því var að Goeben átti að geta fengið skjól fyrir breska flotanum í Istanbúl. En nú var komið babb í bátinn, bandalag við Þjóðverja mætti mikilli andspyrnu málsmetandi manna í Tyrklandi og á þessari stundu var ekki útlit fyrir að neitt yrði úr neinu. Tyrkland yrði hlutlaust í stríðinu. Þjóðverjar voru ekkert að sýta það um of. Þeir bjuggust við að knésetja Bandamenn á skömmum tíma og þyrftu svo sem enga hjálp Tyrkja við það. En Tirpitz hafði því sent Souchon skeyti og sagt honum að hætta við að sigla til Istanbúl.Á fullri ferð í austurátt Þá var í raun aðeins ein rökrétt leið fyrir Souchon. Að sigla sem skjótast norður Adríahaf og leggjast aftur við stjóra í Púla þar sem austurrískar tundurduflavarnir og fallbyssur myndu vernda skip hans fyrir breska flotanum. En hann yrði þá að sætta sig við að vera þar innilokaður þangað til styrjöldinni lyki. Breski flotinn myndi bíða fyrir utan hafnarmynnið í Púla og vakta sérhverja hreyfingu Goeben. Það var í sjálfu sér ekkert skelfileg tilhugsun að vera lokaður inni í Púla til stríðsloka. Þetta er hugguleg borg, veðrið er gott og enginn bjóst við öðru en stríðinu yrði lokið eftir hálft ár í síðasta lagi. En Souchon leist samt ekki á þá tilhugsun að híma bak við tundurduflagirðingarnar í Púla mánuðum saman. Honum fannst þar lítið leggjast fyrir sitt stolta skip. Og þar sem Goeben dólaði suður af Ítalíuskaga og reykurinn frá breska flotanum var sjáanlegur á sjóndeildarhringnum, þá stikaði Souchon um brúna á orrustubeitiskiptinu sínu og reyndi að gera upp hug sinn. Og þegar styttist í að byssukjaftar bresku herskipanna tækju að gelta tók Souchon að lokum mjög afdrifaríka ákvörðun. Einn og sjálfur og án þess að ráðgast frekar við Tirpitz í Berlín ákvað flotaforinginn að stefna þrátt fyrir allt til Istanbúl og með því „neyða Tyrki til að ganga opinberlega í bandalag við Þjóðverja“. Svo lét hann skipstjóra Goeben stefna á fullri ferð í austurátt, náði að stinga bresku herskipin af og brunaði að lyktum norður Eyjahaf og inn til Istanbúl. Þar gekk allt að óskum frá hans sjónarmiði. Þjóðverjar buðust til að gefa Tyrkjum skipið gegn því að Souchon og menn hans stýrðu því áfram. Þeim Tyrkjum, sem vildu bandalag við Þjóðverja, svall móður þegar þeim barst upp í hendur svo öflugur liðsauki á Svartahafinu, þar sem þeir áttu í eilífri togstreitu við Rússa, og á skammri stundu lyppuðust hlutleysissinnar í Istanbúl niður, og Tyrkjaveldi skipaði sér fljótlega í raðir Miðveldanna. Goeben var skírt Yavuz Sultan Selim og Souchon stýrði aðgerðum þess í Svartahafi allt til 1917. Gekk svo fyrri heimsstyrjöldin fram eins og allir þekkja af sögubókum. Eftir ógurlega bardaga í rúm fjögur ár þraut Þjóðverja, Austurríkismenn og Tyrki loks úthaldið í nóvember 1918 og gáfust upp.Enginn Hitler og engin helför En í hverju liggur hin mikla sök Souchons, sem ég lýsti á hendur honum í upphafi? Hvaða máli skipti þetta þegar upp var staðið? Jú – Erich Ludendorff, einn æðsti hershöfðingi Þjóðverja, sagði síðar að ef Tyrkir hefðu ekki komið til liðs við Miðveldin hefðu yfirburðir Bandamanna í liðsafla leitt til þess að Þjóðverjar og Austurríkismenn hefðu tapað styrjöldinni strax árið 1916. Og undir þetta hafa fleiri tekið, bæði virtir sagnfræðingar og hernaðarspekúlantar. Það virðist mega slá þessu nokkurn veginn föstu. En ef fyrri heimsstyrjöldinni hefði lokið 1916 hefði farið öðruvísi í veröldinni. Viðurstyggilegri slátrun síðustu tveggja stríðsáranna hefði verið afstýrt. Bandaríkin hefðu ekki þurft að taka þátt í stríðinu. Þau hefðu haldið áfram að þróa sína einangrunarstefnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir gang heimssögunnar. Rússland hefði ekki gengið svo fram af sér í stríðinu að hinn fámenni flokkur bolsévíka hefði aldrei átt möguleika á að ræna þar völdum í nóvember 1917. Enginn Lenín, enginn Stalín, ekkert Gúlag. Og ósigur Þjóðverja 1916 hefði aldrei orðið jafn alger og auðmýkjandi og raun varð á tveim árum seinna. Hrunið þar í landi hefði ekki orðið algert. Enginn Hitler, engin valdataka nasista, engin helför gegn Gyðingum. Þar af leiðandi ekkert Ísraelsríki, að minnsta kosti alls ekki í þeirri mynd og þeirri sögu sem við þekkjum. Og fyrst engin Sovétríki urðu til, þá hefði náttúrlega ekkert kalt stríð átt sér stað. Þótt þessar hugleiðingar virðist nokkuð klikkaðar, þá eru þær í rauninni ekki svo galnar. Og sýna okkur hvað stórviðburðir sögunnar virðast sumir reistir á veikum grunni. Ef einn aðmíráll stikandi um brúna í skipi sínu getur ráðið svo miklu um hvað gerist í sögunni. Og þegar ég rakst á að Winston Churchill var þessu sammála, þá þarf náttúrlega ekki frekari vitna við, en hann sagði að sigling Souchons til Istanbúl hefði haft í för með sér „meiri slátrun, meiri hörmungar og meiri eyðileggingu en nokkru sinni hefur ráðist af áttavita skips“. Og nú væri gaman að fleiri drifu sig að skrá sig umsvifalaust í sagnfræði!
Flækjusaga Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira