Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 07:00 SVÞ segja stjórnvöld ekki hafa getað fært fyrir því rök að innlendum hagsmunum sé ógnað með innflutningi á fersku kjöti. Fréttablaðið/Hrönn Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins. Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins.
Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira