Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:30 Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn