Bláskjár enn á ferð Illugi Jökulsson skrifar 26. október 2013 16:00 Mér er það í barnsminni. Ég var nýorðinn sjö ára og var að leika mér í bakgarðinum við húsið þar sem fjölskylda mín bjó í nokkra mánuði í Aþenu í Grikklandi, þetta var stórt og virðulegt hús í grónu hverfi að nafni Faleron, gatan sem það stóð við var fjölfarin umferðargata en handan hennar gjálfraði sjálft Eyjahafið í fjöruborðinu. Bak við hús var ævintýraveröld þar sem skjaldbökur siluðust milli þykkblöðunga og maurar komu í herleiðangra upp úr rauðleitri þurri moldinni. Ég var að basla við að stilla tindátum upp í leið stærstu skjaldbökunnar, sem við höfðum skírt því frumlega nafni Stóra Skjalda, og vissi af reynslu að hún myndi sópa tindátunum um koll á sinn hægláta hátt, án þess að virðast einu sinni taka eftir þeim, en þá kallaði pabbi til mín. Hann sat á svölunum sem sneru út að sjónum og var annaðhvort að sötra te eða skrifa leikrit, nema hvorttveggja væri, það var altént veðrið til að sitja úti á svölum í Aþenu þá, og ég reisti við einn tindátann í líki grísks varðliða eftir að þungur hrammur Stóru Skjöldu hafði hrint honum í moldina þar sem maurarnir voru umsvifalaust komnir á vettvang til að vita hvort hann væri ætilegur. Þá heyrði ég að pabbi kallaði aftur og í rómnum var eitthvað sem sagði mér að nú lægi á að ég kæmi sem fyrst, en á því var ég hissa þar sem líf fjölskyldunnar þessa mánuði í Faleron var afskaplega rólyndislegt og sjaldan sem skipti máli að flýta sér. Og ég heyrði að pabbi kallaði nú aftur og aftur eitthvert orð sem ég kannaðist ekki við úr hans munni, og haskaði mér því á lappir og stefndi fram fyrir húsið, þar sem pabbi stóð nú æ óþolinmóðari á svölunum og hrópaði og pataði með höndunum í átt að götunni meðfram Eyjahafinu:„Sígaunar! Sígaunar!“Hafði aldrei séð annað eins Og úti á götunni gaf á að líta. Þar brunuðu venjulega nýjustu sortir af ítölskum bílum og amerískum, en í þetta sinn var þar á ferð vagnalest, hestar, múlasnar og stöku asni drógu stóra og mikla húsvagna, utan á vögnunum héngu búsáhöld, húsgögn og ferðatöskur og kirnur allskonar, í vagnstjórasætunum sátu dimmleitir menn og brúnaþungir, en sums staðar gægðust fram konur öllu litríkari, og börn, nokkuð úfinhærð man ég, horfðu út í buskann og létu sem þau tækju ekki eftir því þegar við íslensku krakkarnir komum askvaðandi á eftir pabba út á gangstétt til að góna á þessa furðu. Ég hafði aldrei séð annað eins, þessi vagnalest minnti mig að mörgu leyti á vagnalestir hvítu landnemanna í Villta vestrinu sem ég hafði séð í bíómyndum, en þó var eitthvað æsilegra við litina og skrautið sem virtist einkenna dót vagnbúa – mér datt helst í hug að Indíánarnir hefðu kannski yfirtekið vagnalest Kúrekanna og væru nú sjálfir á ferð með allt sitt hafurtask, nema hvergi bólaði á fjaðrahöttum.Sígaunar í sviðsljósinu Já, þetta voru Sígaunar sagði pabbi, og hvatti bæði mig og systur mína að virða þessa löngu lest fyrir okkur, mér fannst hún nálega endalaus, það var yfir henni einkennileg kyrrð og virðuleiki, eins og þessir skrautlegu en þó dálítið snjáðu hestvagnar ættu heima einmitt á þessu nútímalega breiðstræti, og hvergi annars staðar, og einmitt núna, og það var gífurlegt stolt fólgið í því hvernig vagnbúar neituðu að taka eftir okkur sem horfðum á þá eins og naut á nývirki, þeir voru á sinni eigin leið og ætluðu ekki að láta neitt trufla sig, ekki frekar en Stóra Skjalda þegar tindáti úr plasti varð á vegi hennar. Við vissum aldrei hvaða ferðalag var á Sígaununum, sem við vissum þá ekki betur en væri olræt að kalla þá. Pabbi sagði okkur að svoleiðis vissi maður aldrei um Sígauna, þeir væru einlægt að flakka um, gætu aldrei verið kyrrir á sama stað lengi í einu, þá gripi þá óeirð og þeir köstuðu fátæklegum eigum sínum upp í vagninn og héldu af stað út í óvissuna. Mér fannst þetta stórmerkilegt, og afar öfundsvert líf á sinn hátt hjá þessum Sígaunum, en gat þó ekki varist þeirri hugsun að yfir þessari löngu vagnalest væri einhver svolítil sorg í bland við ögrandi mótþróa, eins og þeir væru ekki á ferð alveg sjálfviljugir, heldur hefðu þeir verið reknir af stað, skipað að fara og þótt ökumennirnir bæru höfuðið hátt færu þeir þrátt fyrir allt nauðugir. Þó minnist ég engra lögreglumanna sem fylgdu þeim, og þeir fáu vegfarendur sem þarna voru á ferð, aðrir en við Íslendingarnir, létu flestir sem þeir tækju ekki eftir vagnalestinni. Svo sá loks fyrir endann á henni, og hófaglamrið og hjólaískrið frá síðasta vagninum dó út í fjarska og aftur birtist Fíat á götunni, og Chevrolet, og Stóra Skjalda var horfin undir runnana í bakgarðinum, en minningin um Sígaunana hefur setið í minninu síðan þá. Núna eru Sígaunar í sviðsljósinu, einmitt í Grikklandi, af því þar fannst ljóshærð stúlka í flokki Rómafólks, eins og nú er tilhlýðilegt að kalla þessa þjóð. Það orð hefur alltaf legið á þjóðinni að hún steli börnum, menn skulu alltaf finna utanaðkomandi sökudólga þegar þeir passa ekki sjálfir nógu vel upp á börnin sín – hér áður fyrr í Evrópu voru Gyðingar sagðir myrða börn og nota blóð þeirra við helgiathafnir, sem auðvitað var alltaf hreinasta firra, en Rómafólkið átti að ræna þeim, saklausum börnunum okkar, þetta framandlega dökka fólk, svo ef það týndist barn í Evrópu þá hlutu ánskotans Sígaunarnir að hafa rænt því! En ætli meiri hætta hafi ekki ævinlega steðjað að evrópskum börnum en frá öðrum en Rómaþjóðinni, og hættulegustu rándýrin staðið börnunum ögn nær? Af einhverjum ástæðum leið mjög á löngu þangað til það rann upp fyrir mér barninu að í einni af þeim bókum sem mér fannst áhrifamest á þeim árum, þar kom einmitt við sögu sú þjóð er ég hafði séð á faraldsfæti í Faleron forðum, ég fattaði það hreinlega ekki að vondu kallarnir í sögunni um hann Bláskjá vin minn væru Sígaunar. Þó hef ég líklega þegar verið búinn að lesa hana nokkrum sinnum þegar pabbi kallaði á mig að horfa á vagnalestina og ég starði í andakt á þetta virðulega fólk fara hjá í skrautlegum vögnum sínum, hvernig átti mér að detta í hug að hin fallega saga um Bláskjá væri forkastanlegur og andstyggilegur áróður gegn þessu fólki, einmitt af því tagi sem hefur verið notaður svo lengi gegn þeim, að þeir steli börnum. Í sögunni hefur fallegum alþýskum og bláeygum greifasyni verið rænt og hírist í dimmum helli við svolitla týru, hann þráir það eitt að sjá sólina, en er innilokaður af hörundsdökkum trantaralýð sem ég skildi þó sem sé ekki fyrr en seinna að voru Sígaunar: „Hinir skeggjuðu og hörundsblökku flökkumenn, með svört og tindrandi augu, urðu enn ægilegri en annars við þessa draugalegu glætu. Andlitin báru ljóst vitni drykkfeldni, ruddaskap og alls konar glæpum. Allir þessir aumingjar höfðu frá blautu barnsbeini lifað í taumlausu svalli og stjórnleysi, svo að allt gott og göfugt, sem guð hafði lagt í hjörtu þeirra, var löngu yfirbugað af illgresi syndarinnar. Þeir höfðu ekki minnstu tilfinningu fyrir hinu ósæmilega framferði sínu, heldur rifust, hrópuðu og æptu hver í kapp við annan eða helltu óspart í sig áfengum drykk sem gömul kona bar á milli þeirra og renndi í ógeðslegar, óhreinar trékollur.Þakka mínum sæla fyrir fattleysið En einn sér og afskekktur sat lítill drengur sem ekkert skipti sér af ruddalegum gleðskap hinna. Hann starði hugsandi inn í eldinn og bærði ekki á sér. Drengurinn var á að giska níu til tíu ára gamall og gagnólíkur hinum öðrum börnum sem í hellinum voru. Hár hans var bjart og hrokkið, en þeirra svart og stríðvaxið, yfirlitur hans bjartur og fíngerður, en þau blökk og sólbrunnin. Augu hafði hann blá og blíðleg sem í mátti lesa sorg og söknuð.“ Eiginlega þakka ég mínum sæla fyrir fattleysið, að hafa ekki skilið þennan áróður gegn Rómafólkinu sem ég hef ævinlega borið virðingu fyrir síðan ég sá það á sinni stoltaralegu ferð eftir strönd Eyjahafsins. Sjálfsagt finnast dæmi um að Rómafólk hafi rænt börnum og mikið væri gott ef þeirra eigin börn fengju betri tækifæri til að mennta sig en nú er oft raunin. Og af verði lagður sá þrældómur sem Rómabörn verða því miður mörg að standa í með betli. En vonandi gerist það samt ekki að fábjánalegur áróður gegn hinum „siðlausu Sígaunum“ nái nú yfirhöndinni í Evrópu á ný, en því miður virðist sú hætta nú yfirvofandi í Grikklandi þar sem Gullin dögun, svokölluð, hamast gegn Rómafólki og ofsækir það grimmilega. Og í mörgum löndum er jarðvegur undarlega frjór fyrir þær ofsóknir, eins og lesa mátti um hér í Fréttablaðinu í gær. Hér á Íslandi? Hingað virðist Rómamaður hafi komið í fyrsta sinn fyrir réttum eitt hundrað árum og hvað gerðu Íslendingar? Jú, Björn hreppstjóri, hann brást auðvitað hart við!Í blaðinu Lögbergi frá 4. september 1913 segir:„Einn maður af því flökkufólki er nefnast Sígaunar hafði nýlega verið á ferð um Mosfellssveit og kvaðst vera frá Trípólis. Björn hreppstjóri í Grafarholti vísaði honum frá sér og hélt hann þá áleiðis hingað til bæjarins.“ Flækjusaga Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Mér er það í barnsminni. Ég var nýorðinn sjö ára og var að leika mér í bakgarðinum við húsið þar sem fjölskylda mín bjó í nokkra mánuði í Aþenu í Grikklandi, þetta var stórt og virðulegt hús í grónu hverfi að nafni Faleron, gatan sem það stóð við var fjölfarin umferðargata en handan hennar gjálfraði sjálft Eyjahafið í fjöruborðinu. Bak við hús var ævintýraveröld þar sem skjaldbökur siluðust milli þykkblöðunga og maurar komu í herleiðangra upp úr rauðleitri þurri moldinni. Ég var að basla við að stilla tindátum upp í leið stærstu skjaldbökunnar, sem við höfðum skírt því frumlega nafni Stóra Skjalda, og vissi af reynslu að hún myndi sópa tindátunum um koll á sinn hægláta hátt, án þess að virðast einu sinni taka eftir þeim, en þá kallaði pabbi til mín. Hann sat á svölunum sem sneru út að sjónum og var annaðhvort að sötra te eða skrifa leikrit, nema hvorttveggja væri, það var altént veðrið til að sitja úti á svölum í Aþenu þá, og ég reisti við einn tindátann í líki grísks varðliða eftir að þungur hrammur Stóru Skjöldu hafði hrint honum í moldina þar sem maurarnir voru umsvifalaust komnir á vettvang til að vita hvort hann væri ætilegur. Þá heyrði ég að pabbi kallaði aftur og í rómnum var eitthvað sem sagði mér að nú lægi á að ég kæmi sem fyrst, en á því var ég hissa þar sem líf fjölskyldunnar þessa mánuði í Faleron var afskaplega rólyndislegt og sjaldan sem skipti máli að flýta sér. Og ég heyrði að pabbi kallaði nú aftur og aftur eitthvert orð sem ég kannaðist ekki við úr hans munni, og haskaði mér því á lappir og stefndi fram fyrir húsið, þar sem pabbi stóð nú æ óþolinmóðari á svölunum og hrópaði og pataði með höndunum í átt að götunni meðfram Eyjahafinu:„Sígaunar! Sígaunar!“Hafði aldrei séð annað eins Og úti á götunni gaf á að líta. Þar brunuðu venjulega nýjustu sortir af ítölskum bílum og amerískum, en í þetta sinn var þar á ferð vagnalest, hestar, múlasnar og stöku asni drógu stóra og mikla húsvagna, utan á vögnunum héngu búsáhöld, húsgögn og ferðatöskur og kirnur allskonar, í vagnstjórasætunum sátu dimmleitir menn og brúnaþungir, en sums staðar gægðust fram konur öllu litríkari, og börn, nokkuð úfinhærð man ég, horfðu út í buskann og létu sem þau tækju ekki eftir því þegar við íslensku krakkarnir komum askvaðandi á eftir pabba út á gangstétt til að góna á þessa furðu. Ég hafði aldrei séð annað eins, þessi vagnalest minnti mig að mörgu leyti á vagnalestir hvítu landnemanna í Villta vestrinu sem ég hafði séð í bíómyndum, en þó var eitthvað æsilegra við litina og skrautið sem virtist einkenna dót vagnbúa – mér datt helst í hug að Indíánarnir hefðu kannski yfirtekið vagnalest Kúrekanna og væru nú sjálfir á ferð með allt sitt hafurtask, nema hvergi bólaði á fjaðrahöttum.Sígaunar í sviðsljósinu Já, þetta voru Sígaunar sagði pabbi, og hvatti bæði mig og systur mína að virða þessa löngu lest fyrir okkur, mér fannst hún nálega endalaus, það var yfir henni einkennileg kyrrð og virðuleiki, eins og þessir skrautlegu en þó dálítið snjáðu hestvagnar ættu heima einmitt á þessu nútímalega breiðstræti, og hvergi annars staðar, og einmitt núna, og það var gífurlegt stolt fólgið í því hvernig vagnbúar neituðu að taka eftir okkur sem horfðum á þá eins og naut á nývirki, þeir voru á sinni eigin leið og ætluðu ekki að láta neitt trufla sig, ekki frekar en Stóra Skjalda þegar tindáti úr plasti varð á vegi hennar. Við vissum aldrei hvaða ferðalag var á Sígaununum, sem við vissum þá ekki betur en væri olræt að kalla þá. Pabbi sagði okkur að svoleiðis vissi maður aldrei um Sígauna, þeir væru einlægt að flakka um, gætu aldrei verið kyrrir á sama stað lengi í einu, þá gripi þá óeirð og þeir köstuðu fátæklegum eigum sínum upp í vagninn og héldu af stað út í óvissuna. Mér fannst þetta stórmerkilegt, og afar öfundsvert líf á sinn hátt hjá þessum Sígaunum, en gat þó ekki varist þeirri hugsun að yfir þessari löngu vagnalest væri einhver svolítil sorg í bland við ögrandi mótþróa, eins og þeir væru ekki á ferð alveg sjálfviljugir, heldur hefðu þeir verið reknir af stað, skipað að fara og þótt ökumennirnir bæru höfuðið hátt færu þeir þrátt fyrir allt nauðugir. Þó minnist ég engra lögreglumanna sem fylgdu þeim, og þeir fáu vegfarendur sem þarna voru á ferð, aðrir en við Íslendingarnir, létu flestir sem þeir tækju ekki eftir vagnalestinni. Svo sá loks fyrir endann á henni, og hófaglamrið og hjólaískrið frá síðasta vagninum dó út í fjarska og aftur birtist Fíat á götunni, og Chevrolet, og Stóra Skjalda var horfin undir runnana í bakgarðinum, en minningin um Sígaunana hefur setið í minninu síðan þá. Núna eru Sígaunar í sviðsljósinu, einmitt í Grikklandi, af því þar fannst ljóshærð stúlka í flokki Rómafólks, eins og nú er tilhlýðilegt að kalla þessa þjóð. Það orð hefur alltaf legið á þjóðinni að hún steli börnum, menn skulu alltaf finna utanaðkomandi sökudólga þegar þeir passa ekki sjálfir nógu vel upp á börnin sín – hér áður fyrr í Evrópu voru Gyðingar sagðir myrða börn og nota blóð þeirra við helgiathafnir, sem auðvitað var alltaf hreinasta firra, en Rómafólkið átti að ræna þeim, saklausum börnunum okkar, þetta framandlega dökka fólk, svo ef það týndist barn í Evrópu þá hlutu ánskotans Sígaunarnir að hafa rænt því! En ætli meiri hætta hafi ekki ævinlega steðjað að evrópskum börnum en frá öðrum en Rómaþjóðinni, og hættulegustu rándýrin staðið börnunum ögn nær? Af einhverjum ástæðum leið mjög á löngu þangað til það rann upp fyrir mér barninu að í einni af þeim bókum sem mér fannst áhrifamest á þeim árum, þar kom einmitt við sögu sú þjóð er ég hafði séð á faraldsfæti í Faleron forðum, ég fattaði það hreinlega ekki að vondu kallarnir í sögunni um hann Bláskjá vin minn væru Sígaunar. Þó hef ég líklega þegar verið búinn að lesa hana nokkrum sinnum þegar pabbi kallaði á mig að horfa á vagnalestina og ég starði í andakt á þetta virðulega fólk fara hjá í skrautlegum vögnum sínum, hvernig átti mér að detta í hug að hin fallega saga um Bláskjá væri forkastanlegur og andstyggilegur áróður gegn þessu fólki, einmitt af því tagi sem hefur verið notaður svo lengi gegn þeim, að þeir steli börnum. Í sögunni hefur fallegum alþýskum og bláeygum greifasyni verið rænt og hírist í dimmum helli við svolitla týru, hann þráir það eitt að sjá sólina, en er innilokaður af hörundsdökkum trantaralýð sem ég skildi þó sem sé ekki fyrr en seinna að voru Sígaunar: „Hinir skeggjuðu og hörundsblökku flökkumenn, með svört og tindrandi augu, urðu enn ægilegri en annars við þessa draugalegu glætu. Andlitin báru ljóst vitni drykkfeldni, ruddaskap og alls konar glæpum. Allir þessir aumingjar höfðu frá blautu barnsbeini lifað í taumlausu svalli og stjórnleysi, svo að allt gott og göfugt, sem guð hafði lagt í hjörtu þeirra, var löngu yfirbugað af illgresi syndarinnar. Þeir höfðu ekki minnstu tilfinningu fyrir hinu ósæmilega framferði sínu, heldur rifust, hrópuðu og æptu hver í kapp við annan eða helltu óspart í sig áfengum drykk sem gömul kona bar á milli þeirra og renndi í ógeðslegar, óhreinar trékollur.Þakka mínum sæla fyrir fattleysið En einn sér og afskekktur sat lítill drengur sem ekkert skipti sér af ruddalegum gleðskap hinna. Hann starði hugsandi inn í eldinn og bærði ekki á sér. Drengurinn var á að giska níu til tíu ára gamall og gagnólíkur hinum öðrum börnum sem í hellinum voru. Hár hans var bjart og hrokkið, en þeirra svart og stríðvaxið, yfirlitur hans bjartur og fíngerður, en þau blökk og sólbrunnin. Augu hafði hann blá og blíðleg sem í mátti lesa sorg og söknuð.“ Eiginlega þakka ég mínum sæla fyrir fattleysið, að hafa ekki skilið þennan áróður gegn Rómafólkinu sem ég hef ævinlega borið virðingu fyrir síðan ég sá það á sinni stoltaralegu ferð eftir strönd Eyjahafsins. Sjálfsagt finnast dæmi um að Rómafólk hafi rænt börnum og mikið væri gott ef þeirra eigin börn fengju betri tækifæri til að mennta sig en nú er oft raunin. Og af verði lagður sá þrældómur sem Rómabörn verða því miður mörg að standa í með betli. En vonandi gerist það samt ekki að fábjánalegur áróður gegn hinum „siðlausu Sígaunum“ nái nú yfirhöndinni í Evrópu á ný, en því miður virðist sú hætta nú yfirvofandi í Grikklandi þar sem Gullin dögun, svokölluð, hamast gegn Rómafólki og ofsækir það grimmilega. Og í mörgum löndum er jarðvegur undarlega frjór fyrir þær ofsóknir, eins og lesa mátti um hér í Fréttablaðinu í gær. Hér á Íslandi? Hingað virðist Rómamaður hafi komið í fyrsta sinn fyrir réttum eitt hundrað árum og hvað gerðu Íslendingar? Jú, Björn hreppstjóri, hann brást auðvitað hart við!Í blaðinu Lögbergi frá 4. september 1913 segir:„Einn maður af því flökkufólki er nefnast Sígaunar hafði nýlega verið á ferð um Mosfellssveit og kvaðst vera frá Trípólis. Björn hreppstjóri í Grafarholti vísaði honum frá sér og hélt hann þá áleiðis hingað til bæjarins.“
Flækjusaga Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira