Allsherjarsamsærið Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 07:00 Þetta er harður heimur, maður. Útigangsmenn hrökkva upp af á Klambratúni, fólk missir ofan af sér húsnæðið í fang lánardrottna, Landspítalinn kaupir varahluti í segulómtækin sín af bröskurum á Ebay og í gær bárust fréttir af einhverju óbermi á Selfossi sem veiðir heimilisketti í minkagildru. Í heiminum eru fleiri hungruð börn en kindur, maðurinn er ekki enn búinn að stíga fæti á Mars og Mumford and Sons er ein vinsælasta hljómsveit sem til er. Við eyðileggjum allar náttúruperlur til að koma fyrir vegum, beitilandi fyrir McDonald‘s-hamborgara, uppistöðulónum og tómatagróðurhúsum, jörðin okkar er að hlýna og ef fram heldur sem horfir verðum við öll dauð áður við getum sagt „Björn Lomborg borgar Lambhorgini með barnahamborgurum“ fimmtán sinnum. Já, og það byrjaði að snjóa í Reykjavík í gær, Randy Quaid er pólitískur flóttamaður í Kanada, Guantanamo-fangabúðirnar eru enn opnar en það er hins vegar búið að loka Nasa (ætti því nú ekki að vera öfugt farið, ha?). Það eru enn þá tveir mánuðir í jólin, KR-ingar eru Íslandsmeistarar í fótbolta og allir leiðinlegustu bloggararnir eru enn að blogga (þið vitið hverjir þið eruð). Síðan eru allir svo spilltir – og þá meina ég allir nema ég, auðvitað. Ég get sjálfur verið skrambi framtakslaus og sérhlífinn, hef enn ekki klárað háskólaprófið mitt, á tvennar gallabuxur með gati í klofinu, geislaspilarinn minn er bilaður, það er yfirleitt annað hvort of kalt eða of heitt heima hjá mér, ég á bara einn lítra af mjólk, nenni ekki alltaf að vaska upp og stundum sef ég yfir mig af því að sama hvað ég reyni get ég ekki vanið mig af því að snúsa. Ég veit ekki hverju öll þessi dómadagsógæfa er að kenna. En ég veit – ég bara veit – að einhvers staðar í dimmu skúmaskoti sitja Engeyingar og græða á öllu saman. Helvítis Engeyingarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Þetta er harður heimur, maður. Útigangsmenn hrökkva upp af á Klambratúni, fólk missir ofan af sér húsnæðið í fang lánardrottna, Landspítalinn kaupir varahluti í segulómtækin sín af bröskurum á Ebay og í gær bárust fréttir af einhverju óbermi á Selfossi sem veiðir heimilisketti í minkagildru. Í heiminum eru fleiri hungruð börn en kindur, maðurinn er ekki enn búinn að stíga fæti á Mars og Mumford and Sons er ein vinsælasta hljómsveit sem til er. Við eyðileggjum allar náttúruperlur til að koma fyrir vegum, beitilandi fyrir McDonald‘s-hamborgara, uppistöðulónum og tómatagróðurhúsum, jörðin okkar er að hlýna og ef fram heldur sem horfir verðum við öll dauð áður við getum sagt „Björn Lomborg borgar Lambhorgini með barnahamborgurum“ fimmtán sinnum. Já, og það byrjaði að snjóa í Reykjavík í gær, Randy Quaid er pólitískur flóttamaður í Kanada, Guantanamo-fangabúðirnar eru enn opnar en það er hins vegar búið að loka Nasa (ætti því nú ekki að vera öfugt farið, ha?). Það eru enn þá tveir mánuðir í jólin, KR-ingar eru Íslandsmeistarar í fótbolta og allir leiðinlegustu bloggararnir eru enn að blogga (þið vitið hverjir þið eruð). Síðan eru allir svo spilltir – og þá meina ég allir nema ég, auðvitað. Ég get sjálfur verið skrambi framtakslaus og sérhlífinn, hef enn ekki klárað háskólaprófið mitt, á tvennar gallabuxur með gati í klofinu, geislaspilarinn minn er bilaður, það er yfirleitt annað hvort of kalt eða of heitt heima hjá mér, ég á bara einn lítra af mjólk, nenni ekki alltaf að vaska upp og stundum sef ég yfir mig af því að sama hvað ég reyni get ég ekki vanið mig af því að snúsa. Ég veit ekki hverju öll þessi dómadagsógæfa er að kenna. En ég veit – ég bara veit – að einhvers staðar í dimmu skúmaskoti sitja Engeyingar og græða á öllu saman. Helvítis Engeyingarnir.