Nærri 3.500 sitja í nefndum ríkisins Brjánn Jónasson skrifar 24. október 2013 06:00 Nefndir og stjórnir sem starfa á vegum ríkisins funda mjög mis-reglulega. Fréttablaðið/GVA Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur. Fréttaskýringar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Alls eiga 3.455 einstaklingar sæti í þeim 565 nefndum sem starfa í dag á vegum íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurn Spyr.is. Fjöldi nefndarmanna jafngildir því að 1,6 prósent landsmanna á aldrinum 18 til 70 ára eigi sæti í nefndum ríkisins, um það bil einn af hverjum sextíu einstaklingum á vinnualdri. Gera má ráð fyrir því að talsverður fjöldi sitji í fleiri en einni nefnd, en sé miðað við fjölda nefndarmanna má líkja því við að nær allir íbúar Ísafjarðarbæjar sætu í einhverri nefnd á vegum ríkisins. Fjöldi nefnda er afar mismunandi eftir ráðuneytum. Þannig eru 211 nefndir starfandi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, en aðeins sex á vegum utanríkisráðuneytisins eftir að samninganefnd, samningahópar og samráðshópur sem störfuðu að aðildarviðræðum við Evrópusambandið voru sendir í frí.Fáttækleg svör um kostnað Í fyrirspurn Spyr.is var óskað eftir upplýsingum um hversu margir nefndarmenn væru launaðir, en alla jafna eru embættismenn sem sitja í nefndum ekki á launum fyrir nefndarsetu sem þeir sinna í vinnutíma sínum. Ráðuneytin svöruðu fæst þeirri spurningu, og er Spyr.is að vinna í því að fá frekari upplýsingar. Í svörum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kom þó fram að 102 af 417 nefndarmönnum fái greidda þóknun. Hjá Umhverfisráðuneytinu fá nefndarmenn í 16 nefndum af 31 þóknun. Ekki var spurt um kynjahlutföll í nefndum og stjórnum ríkisins, en í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu kemur fram að árið 2011 hafi 57 prósent nefndarmanna hjá ríkinu verið karlmenn en 43 prósent konur.
Fréttaskýringar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira