Ástin á tímum ölæðis Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. október 2013 08:00 Valur Gunnarsson, höfundur Síðasta elskhugans, ferðaðist til Rússlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada í undirbúningsskyni. Mynd/Sigtryggur Ari Síðasti elskhuginn er ný bók eftir Val Gunnarsson, en hann hefur áður gefið út bókina Konungur norðursins. „Þetta er eins konar saga um ástina í skugga Búsáhaldabyltingar,“ segir Valur. „Á meðan byltingarlogarnir fjara út á Austurvelli tekur leitin að ástinni við. Hún færir okkur frá Moskvu og til Montreal og að lokum til sveitar í grennd við Húsavík,“ bætir hann við. Hver staður hefur sín sérkenni og Valur segir samskipti kynjanna afar mismunandi á hverjum stað. „Í Rússlandi hefur lítið breyst síðan á 19. öld. Hér eiga karlmenn að vera karlmenn og konur að vera konur, en ýmislegt kraumar undir yfirborðinu. Á meginlandinu hafa menn aðrar hugmyndir um ástarsambönd, enginn vill binda sig lengur og það er enginn sem segir að ástarsambönd eigi aðeins að innihalda tvær manneskjur. Á hinu napra Íslandi heldur fólk tryggð við hvort annað svo lengi sem það endist, en engin talar saman nema í ölæði og engin leið er til að nálgast hvort annað utan baranna.“ Valur segir mikla rannsóknarvinnu búa að baki bókinni, og hefur hann farið í rannsóknarleiðangra til Rússlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada og jafnvel hætt sér stöku sinnum inn á íslenska bari á meðan á ritun hennar stóð. Síðasti elskhuginn kemur út á laugardag. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Síðasti elskhuginn er ný bók eftir Val Gunnarsson, en hann hefur áður gefið út bókina Konungur norðursins. „Þetta er eins konar saga um ástina í skugga Búsáhaldabyltingar,“ segir Valur. „Á meðan byltingarlogarnir fjara út á Austurvelli tekur leitin að ástinni við. Hún færir okkur frá Moskvu og til Montreal og að lokum til sveitar í grennd við Húsavík,“ bætir hann við. Hver staður hefur sín sérkenni og Valur segir samskipti kynjanna afar mismunandi á hverjum stað. „Í Rússlandi hefur lítið breyst síðan á 19. öld. Hér eiga karlmenn að vera karlmenn og konur að vera konur, en ýmislegt kraumar undir yfirborðinu. Á meginlandinu hafa menn aðrar hugmyndir um ástarsambönd, enginn vill binda sig lengur og það er enginn sem segir að ástarsambönd eigi aðeins að innihalda tvær manneskjur. Á hinu napra Íslandi heldur fólk tryggð við hvort annað svo lengi sem það endist, en engin talar saman nema í ölæði og engin leið er til að nálgast hvort annað utan baranna.“ Valur segir mikla rannsóknarvinnu búa að baki bókinni, og hefur hann farið í rannsóknarleiðangra til Rússlands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Kanada og jafnvel hætt sér stöku sinnum inn á íslenska bari á meðan á ritun hennar stóð. Síðasti elskhuginn kemur út á laugardag.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira