Bara einn söngvari sló í gegn Jónas Sen skrifar 21. október 2013 10:00 Hanna Dóra Sturludóttir og meðsöngvarar hennar ollu vonbrigðum. "Þessi uppfærsla á Carmen verður seint talin með þeim bestu hjá Íslensku óperunni,” er niðurstaða gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ópera: Carmen eftir Georges Bizet í uppfærslu Íslensku óperunnarLeikstjóri: Jamie Hayes. hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Frumsýning í Eldborg, Hörpu 19. október. Óperan Carmen eftir Georges Bizet olli mikilli hneykslun þegar hún var frumsýnd árið 1875. Aðalpersónan er ekki einhver göfug kona með tæringu, heldur portkona sem gerir virðulegan heldri mann brjálaðan af girnd. Óperan kolféll, en eftir því sem tímar liðu vann tónlistin á. Nú er Carmen afar vinsæl, enda er tónmálið fjölbreytt, fullt af grípandi laglínum og skreytt skemmtilegum dansrytmum. Þetta er líka hálfgerð grínópera, þótt hún verði að drama í lokin. Kraftur og ástríða eru megineinkenni Carmen. Hvorugt var áberandi á frumsýningu Íslensku óperunnar á laugardagskvöldið. Sumar karlraddirnar bárust ekki vel og ollu vonbrigðum. Ég hlakkaði til að heyra hinn flotta Hrólf Sæmundsson í nautabanaaríunni, en hún missti gersamlega marks. Hljómsveitin yfirgnæfði Hrólf illilega, útkoman var flatneskjuleg og alls ekki eins og hún átti að vera. Carmen sjálf, Hanna Dóra Sturludóttir, sem einnig hefur oft slegið í gegn á tónleikum hér og erlendis, var ekki heldur góð. Aríurnar hennar voru svo þunglamalegar og hægar að undrun sætti. Sú fyrsta t.d. var ekki svipur hjá sjón. Undirspil aríunnar er dans sem á að draga athygli áhorfandans að líkama Carmenar, dans er jú list líkamans. Kynþokki Carmenar er s.s. byggður inn í sjálfa tónlistina. Túlkunin verður því að vera full af ákefð, hún á að vera eggjandi. Þannig var upplifunin ekki af Hönnu Dóru á sýningunni. Þvert á móti hafði maður enga samúð með henni, ekki einu sinni í lokin. Andstæða Carmenar er hin dyggðuga Michaela. Undirleikurinn við söng hennar byggist á brotnum, hörpukenndum hljómum, en harpan er hið hefðbundna hljóðfæri englanna. Michaela er þannig gerð að engli með músíkinni. Hallveig Rúnarsdóttir var í hlutverki hennar, og hún var eini söngvari sýningarinnar sem sló í gegn. Söngurinn var í fyrstu viðkvæmur og brothættur eins og vera bar. En svo fór Hallveig hamförum síðar í óperunni, frammistaða hennar var sérlega glæsileg, söngurinn magnaður og ástríðuþrunginn. Kolbeinn Jón Ketilsson var í hlutverki Don José, sem er dreginn á tálar af Carmen. Kolbeinn hefur vissulega fallega rödd, en það vantaði kraft í túlkunina. Sumt virkaði auk þess eins og hlutverkið væri, raddlega séð, of hátt fyrir hann. Sá karlsöngvari sem eitthvað sópaði að var Bjarni Thor Kristinsson. Hann hefur magnaða sviðsnærveru, og röddin hljómaði vel. Þær Valgerður Guðnadóttir og Lilja Guðmundsdóttir voru líka flottar í minni hlutverkum. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt í Lilju áður, en hún er auðheyrilega rísandi söngkona sem vert er að fylgjast með. Kórinn stóð sig yfirleitt ágætlega. Stundum var hljómsveit og kór ekki alveg samtaka, og nokkur kóratriði, eins og t.d. söngurinn rétt fyrir nautaatið, var býsna loðinn og ónákvæmur. En kórinn stal oft senunni af einsöngvurunum – ástríðan og sönggleðin var a.m.k. fyrir hendi. Barnakórinn var auk þess frábær. Jamie Hayes leikstýrði uppfærslunni, sá hinn sami og var við stjórnvölinn í hinni vel heppnuðu La Boheme fyrir nokkru síðan. Ágætis flæði var líka í leiknum nú, þótt fæstir söngvaranna séu merkilegir leikarar. En margt á sviðinu var augnayndi, kóreógrafía James E. Martin og Láru Stefánsdóttur var t.d. afslöppuð og fín. Leikmynd og búningar voru líka fallegir. Það var fyrst og fremst tónlistin sjálf sem sjaldnast skilaði sér. Maður veltir því fyrir sér hvort æfingar hefðu ekki þurft að vera fleiri. Guðmundur Óli Gunnarsson var titlaður hljómsveitarstjóri, en hann gerði auðvitað meira en það. Eða hvað? Vann hann nægilega vel með söngvurunum? Er það eðlilegt að kórinn steli senunni af einsöngvurunum hvað eftir annað? Víst er að liggja hefði mátt yfir smáatriðum, blæbrigðum, samhljómi og slíku. Það hafði greinilega ekki verið gert, og því vantaði dýpt í túlkunina. Heildarútkoman var máttlaus og ekki fullnægjandi.Niðurstaða: Einsöngurinn var ójafn, túlkunin oft þunglamaleg, styrkleikajafnvægi hljómsveitar og söngvara stundum slæmt. Þessi uppfærsla á Carmen verður seint talin með þeim bestu hjá Íslensku óperunni. Gagnrýni Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ópera: Carmen eftir Georges Bizet í uppfærslu Íslensku óperunnarLeikstjóri: Jamie Hayes. hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Frumsýning í Eldborg, Hörpu 19. október. Óperan Carmen eftir Georges Bizet olli mikilli hneykslun þegar hún var frumsýnd árið 1875. Aðalpersónan er ekki einhver göfug kona með tæringu, heldur portkona sem gerir virðulegan heldri mann brjálaðan af girnd. Óperan kolféll, en eftir því sem tímar liðu vann tónlistin á. Nú er Carmen afar vinsæl, enda er tónmálið fjölbreytt, fullt af grípandi laglínum og skreytt skemmtilegum dansrytmum. Þetta er líka hálfgerð grínópera, þótt hún verði að drama í lokin. Kraftur og ástríða eru megineinkenni Carmen. Hvorugt var áberandi á frumsýningu Íslensku óperunnar á laugardagskvöldið. Sumar karlraddirnar bárust ekki vel og ollu vonbrigðum. Ég hlakkaði til að heyra hinn flotta Hrólf Sæmundsson í nautabanaaríunni, en hún missti gersamlega marks. Hljómsveitin yfirgnæfði Hrólf illilega, útkoman var flatneskjuleg og alls ekki eins og hún átti að vera. Carmen sjálf, Hanna Dóra Sturludóttir, sem einnig hefur oft slegið í gegn á tónleikum hér og erlendis, var ekki heldur góð. Aríurnar hennar voru svo þunglamalegar og hægar að undrun sætti. Sú fyrsta t.d. var ekki svipur hjá sjón. Undirspil aríunnar er dans sem á að draga athygli áhorfandans að líkama Carmenar, dans er jú list líkamans. Kynþokki Carmenar er s.s. byggður inn í sjálfa tónlistina. Túlkunin verður því að vera full af ákefð, hún á að vera eggjandi. Þannig var upplifunin ekki af Hönnu Dóru á sýningunni. Þvert á móti hafði maður enga samúð með henni, ekki einu sinni í lokin. Andstæða Carmenar er hin dyggðuga Michaela. Undirleikurinn við söng hennar byggist á brotnum, hörpukenndum hljómum, en harpan er hið hefðbundna hljóðfæri englanna. Michaela er þannig gerð að engli með músíkinni. Hallveig Rúnarsdóttir var í hlutverki hennar, og hún var eini söngvari sýningarinnar sem sló í gegn. Söngurinn var í fyrstu viðkvæmur og brothættur eins og vera bar. En svo fór Hallveig hamförum síðar í óperunni, frammistaða hennar var sérlega glæsileg, söngurinn magnaður og ástríðuþrunginn. Kolbeinn Jón Ketilsson var í hlutverki Don José, sem er dreginn á tálar af Carmen. Kolbeinn hefur vissulega fallega rödd, en það vantaði kraft í túlkunina. Sumt virkaði auk þess eins og hlutverkið væri, raddlega séð, of hátt fyrir hann. Sá karlsöngvari sem eitthvað sópaði að var Bjarni Thor Kristinsson. Hann hefur magnaða sviðsnærveru, og röddin hljómaði vel. Þær Valgerður Guðnadóttir og Lilja Guðmundsdóttir voru líka flottar í minni hlutverkum. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt í Lilju áður, en hún er auðheyrilega rísandi söngkona sem vert er að fylgjast með. Kórinn stóð sig yfirleitt ágætlega. Stundum var hljómsveit og kór ekki alveg samtaka, og nokkur kóratriði, eins og t.d. söngurinn rétt fyrir nautaatið, var býsna loðinn og ónákvæmur. En kórinn stal oft senunni af einsöngvurunum – ástríðan og sönggleðin var a.m.k. fyrir hendi. Barnakórinn var auk þess frábær. Jamie Hayes leikstýrði uppfærslunni, sá hinn sami og var við stjórnvölinn í hinni vel heppnuðu La Boheme fyrir nokkru síðan. Ágætis flæði var líka í leiknum nú, þótt fæstir söngvaranna séu merkilegir leikarar. En margt á sviðinu var augnayndi, kóreógrafía James E. Martin og Láru Stefánsdóttur var t.d. afslöppuð og fín. Leikmynd og búningar voru líka fallegir. Það var fyrst og fremst tónlistin sjálf sem sjaldnast skilaði sér. Maður veltir því fyrir sér hvort æfingar hefðu ekki þurft að vera fleiri. Guðmundur Óli Gunnarsson var titlaður hljómsveitarstjóri, en hann gerði auðvitað meira en það. Eða hvað? Vann hann nægilega vel með söngvurunum? Er það eðlilegt að kórinn steli senunni af einsöngvurunum hvað eftir annað? Víst er að liggja hefði mátt yfir smáatriðum, blæbrigðum, samhljómi og slíku. Það hafði greinilega ekki verið gert, og því vantaði dýpt í túlkunina. Heildarútkoman var máttlaus og ekki fullnægjandi.Niðurstaða: Einsöngurinn var ójafn, túlkunin oft þunglamaleg, styrkleikajafnvægi hljómsveitar og söngvara stundum slæmt. Þessi uppfærsla á Carmen verður seint talin með þeim bestu hjá Íslensku óperunni.
Gagnrýni Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira