Þór/KA féll í gær úr leik í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 4-1, gegn Zorkiy í Rússland. Þór/KA tapaði rimmunni því samanlagt 6-2.
Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-2 sigri rússneska liðsins. Arna Sif Ásgrímsdóttir gerði eina mark Þórs/KA í leiknum og kom það í síðari hálfleiknum.
„Við misstum enn einu sinni hausinn í upphafi leiksins,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir leikinn í gær.
„Við ætluðum að mæta grimmar til leiks og koma Rússunum á óvart með pressu. Liðið hélt út í um tuttugu mínútur en þá fáum við á okkur algjört klaufamark og þar gerir markvörður okkar mikil mistök.“
Rússneska liðið gerði úti um leikinn á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleiknum þegar liðið gerði þrjú mörk í röð.
„Það er ekki svona mikill getumunur á þessum liðum en við erum að berjast við andlega þáttinn og einbeitingarskort.“
Þór/KA hafði einu sinni áður tekið þátt í keppninni.
„Þetta var vissulega mikið ævintýri og gaman að koma til Rússlands.“
