Berrassaðir ráðherrar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. október 2013 07:00 Niðurstöður úr könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu á viðhorfum kjósenda til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eru afgerandi. Minnihluti vill ganga í ESB við svo búið, enda er enginn aðildarsamningur sem fólk getur tekið afstöðu til. Hins vegar vill meirihluti, 52 prósent, halda aðildarviðræðunum áfram og yfirgnæfandi meirihluti, eða 67 prósent, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um framhald viðræðnanna. Þetta er enn ein sterk vísbending um að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi rangt fyrir sér þegar þeir segja meirihluta kjósenda að baki þeirri stefnu sem ríkisstjórnin fylgir í Evrópumálunum. Það er sömuleiðis margbúið að hrekja þá útleggingu leiðtoga stjórnarinnar í utanríkismálum, Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að Evrópusambandið skorti getu eða vilja til að ljúka aðildarviðræðum við Ísland. Þetta var síðast ítrekað í gær, þegar Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, lýsti því yfir að sambandið væri reiðubúið að taka aftur upp samninga við Ísland hvenær sem væri. Hann sagðist telja að ekki hefði verið langt í að hægt hefði verið að kynna fyrir íslenzkum almenningi niðurstöðu þar sem tekið væri tillit til sérstöðu Íslands, um leið og grundvallarreglur ESB væru virtar. Füle áréttaði sérstaklega að ekkert vantaði upp á getuna til að halda viðræðum áfram. Báðir stjórnarflokkar gengu til kosninga með þá stefnu að gera hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Nú hefur fyrriparti þeirrar stefnu verið hrint í framkvæmd. Miðað við niðurstöður könnunar Maskínu má draga í efa að meirihluti kjósenda styðji þá ákvörðun. Seinnipart stefnunnar, skýr kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, ætlar stjórnin hins vegar ekki að framkvæma. Þar sýna niðurstöður kannana ítrekað að hún hefur ekki meirihlutastuðning kjósenda. Velkist menn í vafa um hvað var sagt fyrir kosningar, má rifja það upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í grein í Morgunblaðinu í ágúst 2011 að leggja ætti aðildarviðræðurnar til hliðar. „Þegar málin hafa skýrst og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í þingræðu í maí 2012 að endurmeta ætti aðildarferlið. „Það er allt sem bendir til þess að full ástæða sé til að fara í slíkt endurmat hér á Alþingi og ef ekki að leyfa íslenskri þjóð að taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í vor: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Kvöldið eftir sagði hann í kappræðum á Stöð 2: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Nú telur enginn þessara manna að þjóðin eigi að fá að segja hug sinn til málsins. Það er langt síðan jafnmargir ráðherrar hafa verið jafnberrassaðir í máli þar sem gerðar eru reglulegar mælingar á almenningsálitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Niðurstöður úr könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu á viðhorfum kjósenda til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eru afgerandi. Minnihluti vill ganga í ESB við svo búið, enda er enginn aðildarsamningur sem fólk getur tekið afstöðu til. Hins vegar vill meirihluti, 52 prósent, halda aðildarviðræðunum áfram og yfirgnæfandi meirihluti, eða 67 prósent, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um framhald viðræðnanna. Þetta er enn ein sterk vísbending um að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi rangt fyrir sér þegar þeir segja meirihluta kjósenda að baki þeirri stefnu sem ríkisstjórnin fylgir í Evrópumálunum. Það er sömuleiðis margbúið að hrekja þá útleggingu leiðtoga stjórnarinnar í utanríkismálum, Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að Evrópusambandið skorti getu eða vilja til að ljúka aðildarviðræðum við Ísland. Þetta var síðast ítrekað í gær, þegar Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, lýsti því yfir að sambandið væri reiðubúið að taka aftur upp samninga við Ísland hvenær sem væri. Hann sagðist telja að ekki hefði verið langt í að hægt hefði verið að kynna fyrir íslenzkum almenningi niðurstöðu þar sem tekið væri tillit til sérstöðu Íslands, um leið og grundvallarreglur ESB væru virtar. Füle áréttaði sérstaklega að ekkert vantaði upp á getuna til að halda viðræðum áfram. Báðir stjórnarflokkar gengu til kosninga með þá stefnu að gera hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Nú hefur fyrriparti þeirrar stefnu verið hrint í framkvæmd. Miðað við niðurstöður könnunar Maskínu má draga í efa að meirihluti kjósenda styðji þá ákvörðun. Seinnipart stefnunnar, skýr kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, ætlar stjórnin hins vegar ekki að framkvæma. Þar sýna niðurstöður kannana ítrekað að hún hefur ekki meirihlutastuðning kjósenda. Velkist menn í vafa um hvað var sagt fyrir kosningar, má rifja það upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í grein í Morgunblaðinu í ágúst 2011 að leggja ætti aðildarviðræðurnar til hliðar. „Þegar málin hafa skýrst og við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í þingræðu í maí 2012 að endurmeta ætti aðildarferlið. „Það er allt sem bendir til þess að full ástæða sé til að fara í slíkt endurmat hér á Alþingi og ef ekki að leyfa íslenskri þjóð að taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í vor: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Kvöldið eftir sagði hann í kappræðum á Stöð 2: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Nú telur enginn þessara manna að þjóðin eigi að fá að segja hug sinn til málsins. Það er langt síðan jafnmargir ráðherrar hafa verið jafnberrassaðir í máli þar sem gerðar eru reglulegar mælingar á almenningsálitinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun