Óútgefin glæpasaga seld til útlanda Freyr Bjarnason skrifar 11. október 2013 07:00 Samningar hafa náðst um útgáfu fyrstu glæpasögu Jóns Óttars í Noregi og Frakklandi. Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti er hæstánægð með mikinn áhuga á bókinni. Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli. Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli.
Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira