Óútgefin glæpasaga seld til útlanda Freyr Bjarnason skrifar 11. október 2013 07:00 Samningar hafa náðst um útgáfu fyrstu glæpasögu Jóns Óttars í Noregi og Frakklandi. Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti er hæstánægð með mikinn áhuga á bókinni. Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira