Vettel segir keppinautana með hreðjarnar úti í sundlaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 07:00 Vettel verður heimsmeistari í ár líkt og síðustu þrjú. Svo einfalt er það. Nordicphotos/Getty Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira