Hrædd um að missa sig í femínískar skammarræður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 10:00 Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi. Ég hef átt í mesta basli með að finna rétta skilgreiningu á bókina,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð hvernig bók hennar, Alla mína stelpuspilatíð, sé skilgreind. „Þetta átti að vera einhvers konar kynjasaga, án þess þó að vera mjög fræðileg, þar sem ég ætlaði að flétta mína persónulegu reynslu inn í. Undir ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur þróaðist þetta hins vegar þannig að persónusagan fór meira í forgrunninn. Þetta er þó alls ekki hefðbundin ævisaga, þannig að það er mjög erfitt að flokka hana. Ég lít á þetta sem þroskasögu en er þó alltaf með kynjagleraugun á nefinu.“Þannig að þetta er uppvaxtarsaga þín í bland við sögu móður þinnar og formæðra? „Helmingurinn af þessu verki fjallar um æsku og uppvöxt og þar er ég auðvitað heilmikið að fjalla um mömmu. Svo er ég líka að fjalla um þann tíðaranda sem ríkti á þessum árum. Bókin skiptist í kafla: barnæsku, unglingsár, hvað gerist þegar stelpan verður kona, um ástina, kynhvötina, hjónabandið og barneignir og svo fjallar lokakaflinn um það sem gerist þegar maður horfir fram á efri árin.“Sigríður heldur sig þó engan veginn eingöngu við eigin sögu heldur leitar fanga víða. „Ég las alveg gríðarlega mikið af bókum á meðan ég var að skrifa og þótt ég sé ekki með tilvísanir og slíkt styðst ég við mjög margar heimildir í þessum pælingum og setti heimildaskrá aftast að gamni mínu, ef einhvern skyldi langa að fræðast nánar um það sem ég er að skrifa þarna.“Gekk það ekkert nærri þér að nota eigin ævi sem útgangspunkt? „Það gekk vel í fyrri hlutanum, á meðan ég var að skrifa um æsku og uppvöxt, það er svo langt í burtu. Ég var hins vegar ekki tilbúin að ganga mjög nærri persónu minni þegar nær dró í tíma og baksaði lengi við það að tapa ekki niður frásögninni í seinni hlutanum. Missa mig ekki í femínískar skammarræður og slíkt. Það er ekki skemmtileg lesning. Silja, sem er gömul rauðsokka, lét mig alveg heyra það að þetta væri hrútleiðinlegt þegar ég lenti á þeim götunum.“Ertu alin upp í miklum femínisma? „Þetta hefur alltaf búið með mér, held ég. Ég er náttúrulega alin upp í mjög róttækri hugsun og þar var femínisminn auðvitað innifalinn. En ég er ekki að reyna að gera þetta eitthvað rosalega fræðilegt. Ég er með meistarapróf í sagnfræði og hef skrifað sagnfræðirit þar sem maður er bundinn af fræðilegum vinnuaðferðum og í þetta sinn langaði mig að láta vaða á súðum og segja bara það sem mér sýnist. Fjalla um kvennasögu og kynjafræði og leyfa mér að hafa skoðanir á því. Fræðimenn eiga alltaf að þykjast vera hlutlausir, sem þeir eru náttúrulega aldrei. Þannig að þetta var mín aðferð til að gefa sjálfri mér lausan tauminn.“ Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi. Ég hef átt í mesta basli með að finna rétta skilgreiningu á bókina,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð hvernig bók hennar, Alla mína stelpuspilatíð, sé skilgreind. „Þetta átti að vera einhvers konar kynjasaga, án þess þó að vera mjög fræðileg, þar sem ég ætlaði að flétta mína persónulegu reynslu inn í. Undir ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur þróaðist þetta hins vegar þannig að persónusagan fór meira í forgrunninn. Þetta er þó alls ekki hefðbundin ævisaga, þannig að það er mjög erfitt að flokka hana. Ég lít á þetta sem þroskasögu en er þó alltaf með kynjagleraugun á nefinu.“Þannig að þetta er uppvaxtarsaga þín í bland við sögu móður þinnar og formæðra? „Helmingurinn af þessu verki fjallar um æsku og uppvöxt og þar er ég auðvitað heilmikið að fjalla um mömmu. Svo er ég líka að fjalla um þann tíðaranda sem ríkti á þessum árum. Bókin skiptist í kafla: barnæsku, unglingsár, hvað gerist þegar stelpan verður kona, um ástina, kynhvötina, hjónabandið og barneignir og svo fjallar lokakaflinn um það sem gerist þegar maður horfir fram á efri árin.“Sigríður heldur sig þó engan veginn eingöngu við eigin sögu heldur leitar fanga víða. „Ég las alveg gríðarlega mikið af bókum á meðan ég var að skrifa og þótt ég sé ekki með tilvísanir og slíkt styðst ég við mjög margar heimildir í þessum pælingum og setti heimildaskrá aftast að gamni mínu, ef einhvern skyldi langa að fræðast nánar um það sem ég er að skrifa þarna.“Gekk það ekkert nærri þér að nota eigin ævi sem útgangspunkt? „Það gekk vel í fyrri hlutanum, á meðan ég var að skrifa um æsku og uppvöxt, það er svo langt í burtu. Ég var hins vegar ekki tilbúin að ganga mjög nærri persónu minni þegar nær dró í tíma og baksaði lengi við það að tapa ekki niður frásögninni í seinni hlutanum. Missa mig ekki í femínískar skammarræður og slíkt. Það er ekki skemmtileg lesning. Silja, sem er gömul rauðsokka, lét mig alveg heyra það að þetta væri hrútleiðinlegt þegar ég lenti á þeim götunum.“Ertu alin upp í miklum femínisma? „Þetta hefur alltaf búið með mér, held ég. Ég er náttúrulega alin upp í mjög róttækri hugsun og þar var femínisminn auðvitað innifalinn. En ég er ekki að reyna að gera þetta eitthvað rosalega fræðilegt. Ég er með meistarapróf í sagnfræði og hef skrifað sagnfræðirit þar sem maður er bundinn af fræðilegum vinnuaðferðum og í þetta sinn langaði mig að láta vaða á súðum og segja bara það sem mér sýnist. Fjalla um kvennasögu og kynjafræði og leyfa mér að hafa skoðanir á því. Fræðimenn eiga alltaf að þykjast vera hlutlausir, sem þeir eru náttúrulega aldrei. Þannig að þetta var mín aðferð til að gefa sjálfri mér lausan tauminn.“
Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira