Rodchenko þróaði nýtt sjónrænt tungumál Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. október 2013 10:00 Ragnheiður Kristín sá sýninguna Bylting í ljósmyndun í London fyrir fimm árum og hefur síðan unnið að því að hún yrði sett upp hérlendis. Fréttablaðið/GVA Bylting í ljósmyndun nefnist sýning á verkum Alexanders Rodchenko sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun. Ragnheiður Kristín Pálsdóttir er framleiðandi sýningarinnar hérlendis, enda hefur hún haft áhuga á verkum rússneska ljósmyndarans frá unga aldri. „Alexander Rodchenko fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi árið 1891 og lærði málaralist í Kasan. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Varvöru Stepanovu, og þau unnu mikið saman upp frá því,“ segir Ragnheiður Kristín Pálsdóttir, framleiðandi sýningarinnar Bylting í ljósmyndun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Á sýningunni gefur að líta yfir 200 verk eftir listamanninn en þau eru frá Ljósmyndasafni Moskvu. „Þau hjón fluttu til Moskvu 1915 og bjuggu þar upp frá því,“ heldur Ragnheiður áfram. „Þetta voru byltingartímar og mikið umrót í samfélaginu. Öflugur hópur listamanna í Moskvu, sem kenndi sig við konstrúktívisma, þróaði nýja táknfræði og nýtt sjónrænt tungumál til að túlka hina breyttu tíma. Þetta tímabil, árin á milli 1917 og 1930, er bæði mikilvægt og merkilegt í rússneskri listasögu og varð inspírasjón fyrir Bauhaus og módernismann sem komu á eftir. Upp úr 1920 sneri Rodchenko baki við málaralistinni, úrskurðaði málverkið dautt, og einbeitti sér að ljósmyndun. Hann var mikill frumkvöðull á því sviði og barðist fyrir því að ljósmyndun fengi meira vægi sem listgrein.“Alexander RodchenkoRodchenko og Stepanova hönnuðu í sameiningu bókakápur, veggspjöld og auglýsingar en á sýningunni, sem er farandsýning sem sett hefur verið upp víða um heim, er áhersla lögð á ljósmyndir hans. Skil urðu á ferli Rodchenko árið 1929 þegar Stalín gaf út þá tilskipun að listsköpun í landinu ætti að falla inn í sósíalrealískt mót sem væri auðskilið öllum. Verk Rodchenkos og Stepanovu þóttu of flókin og framúrstefnuleg og upp frá því fór að þrengja að þeim. Rodchenko vann þó áfram við ljósmyndun allt til dauðadags árið 1956. „Hann hélt ótrauður áfram,“ segir Ragnheiður. „En hann gat ekki fengið myndirnar sínar birtar nema þær sem hann tók að sér að taka fyrir flokkinn, sem var nokkurs konar fréttaljósmyndun og heimildaskráning.“ Sýningin er að frumkvæði Ragnheiðar sem sá hana úti í London árið 2008 og hefur síðan unnið að því að koma henni upp hér. Hvernig vaknaði áhugi hennar á verkum Rodchenkos? „Ég kynntist myndum hans í MÍR þar sem ég sá eitthvað af þeim í bókum sem krakki. Ég er með meistaragráðu í sögu Rússlands og áhugaljósmyndari þar að auki, þannig að þessi sýning sameinar áhugasvið mín.“Sýningin verður opnuð klukkan 16 á morgun og á sunnudaginn klukkan 15 munu Ragnheiður og Goddur, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, flytja fyrirlestra um líf og verk Rodchenkos. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bylting í ljósmyndun nefnist sýning á verkum Alexanders Rodchenko sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum á morgun. Ragnheiður Kristín Pálsdóttir er framleiðandi sýningarinnar hérlendis, enda hefur hún haft áhuga á verkum rússneska ljósmyndarans frá unga aldri. „Alexander Rodchenko fæddist í St. Pétursborg í Rússlandi árið 1891 og lærði málaralist í Kasan. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Varvöru Stepanovu, og þau unnu mikið saman upp frá því,“ segir Ragnheiður Kristín Pálsdóttir, framleiðandi sýningarinnar Bylting í ljósmyndun sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Á sýningunni gefur að líta yfir 200 verk eftir listamanninn en þau eru frá Ljósmyndasafni Moskvu. „Þau hjón fluttu til Moskvu 1915 og bjuggu þar upp frá því,“ heldur Ragnheiður áfram. „Þetta voru byltingartímar og mikið umrót í samfélaginu. Öflugur hópur listamanna í Moskvu, sem kenndi sig við konstrúktívisma, þróaði nýja táknfræði og nýtt sjónrænt tungumál til að túlka hina breyttu tíma. Þetta tímabil, árin á milli 1917 og 1930, er bæði mikilvægt og merkilegt í rússneskri listasögu og varð inspírasjón fyrir Bauhaus og módernismann sem komu á eftir. Upp úr 1920 sneri Rodchenko baki við málaralistinni, úrskurðaði málverkið dautt, og einbeitti sér að ljósmyndun. Hann var mikill frumkvöðull á því sviði og barðist fyrir því að ljósmyndun fengi meira vægi sem listgrein.“Alexander RodchenkoRodchenko og Stepanova hönnuðu í sameiningu bókakápur, veggspjöld og auglýsingar en á sýningunni, sem er farandsýning sem sett hefur verið upp víða um heim, er áhersla lögð á ljósmyndir hans. Skil urðu á ferli Rodchenko árið 1929 þegar Stalín gaf út þá tilskipun að listsköpun í landinu ætti að falla inn í sósíalrealískt mót sem væri auðskilið öllum. Verk Rodchenkos og Stepanovu þóttu of flókin og framúrstefnuleg og upp frá því fór að þrengja að þeim. Rodchenko vann þó áfram við ljósmyndun allt til dauðadags árið 1956. „Hann hélt ótrauður áfram,“ segir Ragnheiður. „En hann gat ekki fengið myndirnar sínar birtar nema þær sem hann tók að sér að taka fyrir flokkinn, sem var nokkurs konar fréttaljósmyndun og heimildaskráning.“ Sýningin er að frumkvæði Ragnheiðar sem sá hana úti í London árið 2008 og hefur síðan unnið að því að koma henni upp hér. Hvernig vaknaði áhugi hennar á verkum Rodchenkos? „Ég kynntist myndum hans í MÍR þar sem ég sá eitthvað af þeim í bókum sem krakki. Ég er með meistaragráðu í sögu Rússlands og áhugaljósmyndari þar að auki, þannig að þessi sýning sameinar áhugasvið mín.“Sýningin verður opnuð klukkan 16 á morgun og á sunnudaginn klukkan 15 munu Ragnheiður og Goddur, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ, flytja fyrirlestra um líf og verk Rodchenkos.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira