Kominn tími á ævintýri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 14:00 Andri Snær og Tromma Fréttablaðið/Valli Andri Snær Magnason hefur verið stöðugt í sviðsljósinu undanfarin ár. Bækur hans LoveStar, Blái hnötturinn og Draumalandið hafa komið honum á kortið sem spennandi og eftirtektarverðum höfundi víða um heim. Það eru því engin smávegis tíðindi þegar hann sendir frá sér nýja bók, en á næstu vikum kemur út barnabók eftir hann. Andri Snær er önnum kafinn maður. Hann er nýlentur eftir ferð til Dublin og rétt ófarinn til Berlínar þegar tekst að króa hann af eitt augnablik til viðtals. Eins og sönnum umhverfissinna sæmir kemur hann hjólandi í rigningunni og rokinu en viðurkennir þó að hann eigi reyndar bíl sem ekki sé sérlega umhverfisvænn. Eftir að hann hefur hrist af sér mestu vætuna setjumst við niður og snúum okkur að máli málanna, nýju bókinni sem heitir Tímakistan og kemur út í nóvember.Hvernig bók er þetta? „Þetta er barna- og unglingabók sem ég vona að höfði einnig til þeirra sem eldri eru. Ég er ekki alveg búinn að komast að því hver markhópurinn er en vona að hann verði svona í kringum lesendahóp Bróður míns ljónshjarta. Sagan er á tveimur plönum, annars vegar um konung sem sigrar heiminn en er ósáttur við að geta ekki sigrað tímann, að hann fái ekki að lifa lengur en aðrir, að hann hafi ekki tíma til að njóta auðæfa sinna. Hann heimtar lausn og fær hana með afdrifaríkum afleiðingum. Hinn hlutinn gerist í samtímanum þegar fólk eignast kassa sem það getur skrúfað saman með sexkanti. Ef menn skríða inn í hann geta þeir látið tímann hverfa og sleppt þannig leiðinlegum dögum eins og mánudögum, rigningarsumrum, febrúardrunga. En þegar hagfræðingar spá mjög leiðinlegu ári og fólk ákveður að sleppa árinu - þá fer ýmislegt úrskeiðis. Og nú má ég ekki segja meira til að skemma ekki fyrir væntanlegum lesendum.“Hún er búin að vera lengi í höfðinu á þér, ekki satt?„Jú, þetta er bók sem ég ætlaði að skrifa strax eftir LoveStar en Draumalandið skaust fram fyrir og svo bættust við þrjú leikrit og heimildarmynd, þannig að þessi bók er búin að banka mjög fast mjög lengi og var orðin mjög reið við mig undir það síðasta. Það var ekki um annað að ræða en henda öllu frá sér og einbeita sér að henni. Ég er búin að vera fjögur ár að skrifa hana þótt ýmislegt annað hafi reyndar verið að fæðast samtímis.“MóralistarDraumalandið var skrifað í ákveðnum tilgangi en hvernig hugsarðu skáldverkin þín? Eiga þau að vera einhvers konar boðskapsbækur?„Það er náttúrulega sami maður á bak við öll verkin og sá maður er að hugsa eitthvað en þetta er ekki endilega hugsað sem eitthvert lærdómsrit. Þegar höfundar troða skoðunum sínum inn í verk finnst mér það oft koma út eins og „product placement“ í kvikmyndum; kókflöskunni er bara allt í einu stillt upp beint fyrir augum lesandans. Í heiðarlegri söguritun getur auðvitað verið einhver ádeila en svo ertu með persónur og þær eru aldrei einlitar. Góðu karlarnir eru ekkert endilega allir í náttúruverndarhreyfingunni og hinir ekki allir á móti henni. Það er aldrei hægt að skrifa svoleiðis sögu. Ég reyni yfirleitt bara að skrifa sögur sem mér finnst vanta og mér fannst bara vera kominn tími á ævintýri núna.“Finnst þér að rithöfundar eigi að vera móralistar?„Ef það er þörf á því þá held ég að það sé ómóralskt að vera það ekki. Vandinn liggur auðvitað í því að gera hlutina þannig úr garði að þeir séu list. Það er ekkert mál að móralísera og hafa skoðanir en að gera þetta þannig að það fléttist eðlilega inn í söguna er flóknara mál. Stórar siðferðilegar spurningar er oft hægt að nota til að byggja upp skemmtilegan leik og það er mjög gaman að glíma við þær og leika sér með stórar spurningar í verkunum. Mér finnst líka mjög gaman að bregða nýju ljósi á hlutina. Taka einhvern hlut sem allir sjá og ganga að sem gefnum, snúa honum við og velta honum fyrir sér á annan hátt. Svo þykir mér óskaplega gaman að fikta í tungumálinu og merkingu þess.“Besti gagnrýnandinnÞað flaug sá kvittur fyrir jólin í fyrra að þú værir með nýja bók á markaðnum þá, var það Tímakistan?„Já, ég ætlaði að reyna það en fékk hugmynd á síðustu stundu sem bætti heilli vídd við verkið og því bættist ár við skrifin með talsverðri yfirlegu. Konan mín, Margrét Sjöfn Torp, er frábær yfirlesari. Í sumar var ég búinn með síðasta kaflann og vildi bara koma bókinni frá en hún sagði bara hreint út að hann gæti orðið betri þetta væri ekki nógu gott. „Ef þú vilt klúðra sögunni og kasta fjórum árum úr lífi þínu á glæ, þá þú um það,“ sagði hún. Þannig að ég hlýddi og hunskaðist niður aftur um miðja nótt og kaflinn varð miklu betri. Hún er minn besti gagnrýnandi og hefur hjálpað mér mikið við allar mínar bækur. Hefur verið að lesa yfir handrit á fæðingardeildinni, í flugvélum, á jólunum og hvar og hvenær sem er. Mjög góður yfirlesari og alveg eitilhörð. Hún er í rauninni ljósmóðir verksins. Það er til ótrúlegra bóta að leyfa bókum að liggja og þetta ár sem hefur bæst við ritunartímann hefur bætt hana mikið.“Sjaldan brattariOg hún fer með þér til Ítalíu þegar þú ferð þangað í skriftabúðir?„Já, við höfum farið fimm sinnum og dvalið á eyjunni Ustica sem er norður af Sikiley. Þetta er eyja með einu fjalli og sumarið 2012 vorum við í kofahúsi uppi á fjallinu. Það voru þrír kílómetrar til sjávar og þrír kílómetrar í bæinn þannig að við gengum upp undir ellefu kílómetra á dag og upp hálfa Esju í 40 stiga hita og misstum bæði fimm kíló. Þetta var svona fjöldskyldu „boot camp“. Sumarið í sumar var líka mjög gott, ég náði ævintýralega góðri Hornstrandaferð og ég kem alveg veggbrattur inn í haustið, sérlega glaður að hafa klárað verkið. Hef eiginlega sjaldan verið brattari.“Þú hefur verið mikið á ferðinni í upplestrarferðum, á bókmenntahátíðum, kvikmyndahátíðum og ráðstefnum undanfarin ár. Bitnar þetta ekkert á fjölskyldulífinu?„Ég er á ferðinni að meðaltali einu sinni í mánuði í sambandi við eitthvað slíkt og mætti ekki vera meira enda er konan mín líka í krefjandi starfi. En svo förum við fjölskyldan oft saman út og ég er yfirleitt heima þegar krakkarnir koma heim úr skólanum þannig að þetta jafnast út.“Draumalandið hefur vakið athygli um allan heim og gert þig að miklum aktívista í augum fólks ertu að bakka út úr því hlutverki?„Nei, alls ekki. Ég er kominn í gang með næsta verkefni sem er byggt á efni sem ég hef fengið upp í hendurnar í gegnum þá sem ég hef kynnst í sambandi við Draumalandið. Það verður hugmynda- og staðreyndabók þannig að ég hef að ýmsu leyti verið fegin að geta bakkað ofan í Tímakistuna og dregið mig aðeins í hlé. En það er ekki til frambúðar.“ Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Andri Snær Magnason hefur verið stöðugt í sviðsljósinu undanfarin ár. Bækur hans LoveStar, Blái hnötturinn og Draumalandið hafa komið honum á kortið sem spennandi og eftirtektarverðum höfundi víða um heim. Það eru því engin smávegis tíðindi þegar hann sendir frá sér nýja bók, en á næstu vikum kemur út barnabók eftir hann. Andri Snær er önnum kafinn maður. Hann er nýlentur eftir ferð til Dublin og rétt ófarinn til Berlínar þegar tekst að króa hann af eitt augnablik til viðtals. Eins og sönnum umhverfissinna sæmir kemur hann hjólandi í rigningunni og rokinu en viðurkennir þó að hann eigi reyndar bíl sem ekki sé sérlega umhverfisvænn. Eftir að hann hefur hrist af sér mestu vætuna setjumst við niður og snúum okkur að máli málanna, nýju bókinni sem heitir Tímakistan og kemur út í nóvember.Hvernig bók er þetta? „Þetta er barna- og unglingabók sem ég vona að höfði einnig til þeirra sem eldri eru. Ég er ekki alveg búinn að komast að því hver markhópurinn er en vona að hann verði svona í kringum lesendahóp Bróður míns ljónshjarta. Sagan er á tveimur plönum, annars vegar um konung sem sigrar heiminn en er ósáttur við að geta ekki sigrað tímann, að hann fái ekki að lifa lengur en aðrir, að hann hafi ekki tíma til að njóta auðæfa sinna. Hann heimtar lausn og fær hana með afdrifaríkum afleiðingum. Hinn hlutinn gerist í samtímanum þegar fólk eignast kassa sem það getur skrúfað saman með sexkanti. Ef menn skríða inn í hann geta þeir látið tímann hverfa og sleppt þannig leiðinlegum dögum eins og mánudögum, rigningarsumrum, febrúardrunga. En þegar hagfræðingar spá mjög leiðinlegu ári og fólk ákveður að sleppa árinu - þá fer ýmislegt úrskeiðis. Og nú má ég ekki segja meira til að skemma ekki fyrir væntanlegum lesendum.“Hún er búin að vera lengi í höfðinu á þér, ekki satt?„Jú, þetta er bók sem ég ætlaði að skrifa strax eftir LoveStar en Draumalandið skaust fram fyrir og svo bættust við þrjú leikrit og heimildarmynd, þannig að þessi bók er búin að banka mjög fast mjög lengi og var orðin mjög reið við mig undir það síðasta. Það var ekki um annað að ræða en henda öllu frá sér og einbeita sér að henni. Ég er búin að vera fjögur ár að skrifa hana þótt ýmislegt annað hafi reyndar verið að fæðast samtímis.“MóralistarDraumalandið var skrifað í ákveðnum tilgangi en hvernig hugsarðu skáldverkin þín? Eiga þau að vera einhvers konar boðskapsbækur?„Það er náttúrulega sami maður á bak við öll verkin og sá maður er að hugsa eitthvað en þetta er ekki endilega hugsað sem eitthvert lærdómsrit. Þegar höfundar troða skoðunum sínum inn í verk finnst mér það oft koma út eins og „product placement“ í kvikmyndum; kókflöskunni er bara allt í einu stillt upp beint fyrir augum lesandans. Í heiðarlegri söguritun getur auðvitað verið einhver ádeila en svo ertu með persónur og þær eru aldrei einlitar. Góðu karlarnir eru ekkert endilega allir í náttúruverndarhreyfingunni og hinir ekki allir á móti henni. Það er aldrei hægt að skrifa svoleiðis sögu. Ég reyni yfirleitt bara að skrifa sögur sem mér finnst vanta og mér fannst bara vera kominn tími á ævintýri núna.“Finnst þér að rithöfundar eigi að vera móralistar?„Ef það er þörf á því þá held ég að það sé ómóralskt að vera það ekki. Vandinn liggur auðvitað í því að gera hlutina þannig úr garði að þeir séu list. Það er ekkert mál að móralísera og hafa skoðanir en að gera þetta þannig að það fléttist eðlilega inn í söguna er flóknara mál. Stórar siðferðilegar spurningar er oft hægt að nota til að byggja upp skemmtilegan leik og það er mjög gaman að glíma við þær og leika sér með stórar spurningar í verkunum. Mér finnst líka mjög gaman að bregða nýju ljósi á hlutina. Taka einhvern hlut sem allir sjá og ganga að sem gefnum, snúa honum við og velta honum fyrir sér á annan hátt. Svo þykir mér óskaplega gaman að fikta í tungumálinu og merkingu þess.“Besti gagnrýnandinnÞað flaug sá kvittur fyrir jólin í fyrra að þú værir með nýja bók á markaðnum þá, var það Tímakistan?„Já, ég ætlaði að reyna það en fékk hugmynd á síðustu stundu sem bætti heilli vídd við verkið og því bættist ár við skrifin með talsverðri yfirlegu. Konan mín, Margrét Sjöfn Torp, er frábær yfirlesari. Í sumar var ég búinn með síðasta kaflann og vildi bara koma bókinni frá en hún sagði bara hreint út að hann gæti orðið betri þetta væri ekki nógu gott. „Ef þú vilt klúðra sögunni og kasta fjórum árum úr lífi þínu á glæ, þá þú um það,“ sagði hún. Þannig að ég hlýddi og hunskaðist niður aftur um miðja nótt og kaflinn varð miklu betri. Hún er minn besti gagnrýnandi og hefur hjálpað mér mikið við allar mínar bækur. Hefur verið að lesa yfir handrit á fæðingardeildinni, í flugvélum, á jólunum og hvar og hvenær sem er. Mjög góður yfirlesari og alveg eitilhörð. Hún er í rauninni ljósmóðir verksins. Það er til ótrúlegra bóta að leyfa bókum að liggja og þetta ár sem hefur bæst við ritunartímann hefur bætt hana mikið.“Sjaldan brattariOg hún fer með þér til Ítalíu þegar þú ferð þangað í skriftabúðir?„Já, við höfum farið fimm sinnum og dvalið á eyjunni Ustica sem er norður af Sikiley. Þetta er eyja með einu fjalli og sumarið 2012 vorum við í kofahúsi uppi á fjallinu. Það voru þrír kílómetrar til sjávar og þrír kílómetrar í bæinn þannig að við gengum upp undir ellefu kílómetra á dag og upp hálfa Esju í 40 stiga hita og misstum bæði fimm kíló. Þetta var svona fjöldskyldu „boot camp“. Sumarið í sumar var líka mjög gott, ég náði ævintýralega góðri Hornstrandaferð og ég kem alveg veggbrattur inn í haustið, sérlega glaður að hafa klárað verkið. Hef eiginlega sjaldan verið brattari.“Þú hefur verið mikið á ferðinni í upplestrarferðum, á bókmenntahátíðum, kvikmyndahátíðum og ráðstefnum undanfarin ár. Bitnar þetta ekkert á fjölskyldulífinu?„Ég er á ferðinni að meðaltali einu sinni í mánuði í sambandi við eitthvað slíkt og mætti ekki vera meira enda er konan mín líka í krefjandi starfi. En svo förum við fjölskyldan oft saman út og ég er yfirleitt heima þegar krakkarnir koma heim úr skólanum þannig að þetta jafnast út.“Draumalandið hefur vakið athygli um allan heim og gert þig að miklum aktívista í augum fólks ertu að bakka út úr því hlutverki?„Nei, alls ekki. Ég er kominn í gang með næsta verkefni sem er byggt á efni sem ég hef fengið upp í hendurnar í gegnum þá sem ég hef kynnst í sambandi við Draumalandið. Það verður hugmynda- og staðreyndabók þannig að ég hef að ýmsu leyti verið fegin að geta bakkað ofan í Tímakistuna og dregið mig aðeins í hlé. En það er ekki til frambúðar.“
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira