Tríó Sunnu Gunnlaugs túrar um landið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. september 2013 11:00 Áfangastaðirnir í túrnum eru Reykjavík, Grindavík, Akureyri og Ísafjörður .Mynd/Hörður Sveinsson Diskurinn kom reyndar út í júlí en við vorum öll úti um hvippinn og hvappinn þannig að við náðum ekki að halda neina tónleika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð hvað valdi því að tríó hennar er að leggja upp í tónleikaferð um landið til að kynna diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof í erlendum tónlistartímaritum undanfarið. Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti í kvöld og þar verður tríóið aftur annað kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og viðkomustaðirnir eru Grindavík, Akureyri og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika á Íslandi, þannig að það var kominn tími til að leyfa fólki að heyra í okkur.“ Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum Scott McLemore, sem er trommuleikari tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti, ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti heldur en hérna heima. Við erum einmitt að fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til að kynna nýja diskinn og svo erum við að vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir næsta sumar.“ Distilled hefur eins og áður sagði hlotið einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn af tíu bestu diskum septembermánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera „sérlega smekklegan píanista“ og diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir „stemningu disksins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á væntanlegum tónleikum ættu því að eiga von á góðu. Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Diskurinn kom reyndar út í júlí en við vorum öll úti um hvippinn og hvappinn þannig að við náðum ekki að halda neina tónleika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð hvað valdi því að tríó hennar er að leggja upp í tónleikaferð um landið til að kynna diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof í erlendum tónlistartímaritum undanfarið. Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti í kvöld og þar verður tríóið aftur annað kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og viðkomustaðirnir eru Grindavík, Akureyri og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika á Íslandi, þannig að það var kominn tími til að leyfa fólki að heyra í okkur.“ Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum Scott McLemore, sem er trommuleikari tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti, ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti heldur en hérna heima. Við erum einmitt að fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til að kynna nýja diskinn og svo erum við að vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir næsta sumar.“ Distilled hefur eins og áður sagði hlotið einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn af tíu bestu diskum septembermánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera „sérlega smekklegan píanista“ og diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir „stemningu disksins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á væntanlegum tónleikum ættu því að eiga von á góðu.
Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira