Grillmatur og cachaça í Brasilíu Freyr Bjarnason skrifar 25. september 2013 08:00 Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á ferð og flugi að undanförnu. fréttablaðið/gva „Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni. Menning Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Menning Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni.
Menning Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Menning Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira