Rómantík, glettni, fjör og leyndarmál Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. september 2013 11:00 Ármann og Peter hafa aldrei áður spilað heila dagskrá saman en Ármann segir samstarfið hafa verið skemmtilegt og gjöfult. Við verðum dálítið á rómantísku nótunum en það er líka mikið fjör og glettni í þessum verkum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari, sem í kvöld heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru þrjár sónötur eftir Brahms, Poulenc og Jón Þórarinsson, auk tveggja stemningsverka fyrir klarinett og píanó; Fantasíu eftir Carl Nielsen og Ristum eftir Jón Nordal. „Sónötur þeirra Brahms og Poulenc eru báðar samdar skömmu fyrir andlát tónskáldanna,“ segir Ármann. „Það er stundum sagt í gríni að þegar tónskáld hafi samið sín stórkostlegustu verk deyi þau fljótlega, þeirra hlutverki sé lokið, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti. Það er líka gaman að flytja sónötuna eftir Jón Þórarinsson, ekki síst þar sem hann lést í fyrra.“ Yfirskrift tónleikanna er Þrjár sónötur og leyndarmál og Ármann segir leyndarmálin tengjast verkinu Ristur eftir Jón Nordal, enda hafi forfeður okkar rist sín leyndarmál í stein. „Svo leikum við líka Fantasíu eftir danska tónskáldið Carl Nielsen sem er feikiskemmtilegt verk. Þannig að ég vona að við náum að blása á lægðirnar og að okkur takist spila inn litríki haustsins.“ Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Við verðum dálítið á rómantísku nótunum en það er líka mikið fjör og glettni í þessum verkum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari, sem í kvöld heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru þrjár sónötur eftir Brahms, Poulenc og Jón Þórarinsson, auk tveggja stemningsverka fyrir klarinett og píanó; Fantasíu eftir Carl Nielsen og Ristum eftir Jón Nordal. „Sónötur þeirra Brahms og Poulenc eru báðar samdar skömmu fyrir andlát tónskáldanna,“ segir Ármann. „Það er stundum sagt í gríni að þegar tónskáld hafi samið sín stórkostlegustu verk deyi þau fljótlega, þeirra hlutverki sé lokið, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti. Það er líka gaman að flytja sónötuna eftir Jón Þórarinsson, ekki síst þar sem hann lést í fyrra.“ Yfirskrift tónleikanna er Þrjár sónötur og leyndarmál og Ármann segir leyndarmálin tengjast verkinu Ristur eftir Jón Nordal, enda hafi forfeður okkar rist sín leyndarmál í stein. „Svo leikum við líka Fantasíu eftir danska tónskáldið Carl Nielsen sem er feikiskemmtilegt verk. Þannig að ég vona að við náum að blása á lægðirnar og að okkur takist spila inn litríki haustsins.“
Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira