Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Haraldur Guðmundsson skrifar 19. september 2013 07:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi í Finnafirði. Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Forsvarsmenn Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps héldu á þriðjudag fund með landeigendum í Finnafirði vegna áforma um mögulega uppbyggingu á stórskipahöfn í firðinum. Sveitarfélögin gengu fyrr í sumar til samstarfs við þýska fyrirtækið Bremenport sem hyggst fara í rannsóknir á svæðinu áður en ákvörðun um byggingu stórskipahafnarinnar verður tekin. Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli, einu jörðinni sem er í byggð í firðinum, lýsti óánægju sinni með áformin á fundinum. „Ég er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og tel að þær eigi eftir að eyðileggja fjörðinn. Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við þetta mál og þar á meðal eru hugsanleg mengunaráhrif. Þarna verður miklu fórnað fyrir lítið þegar fram líða stundir og við munum ekki koma til með að búa í kyrrlátum firði eftir þetta,“ segir Reimar. Hann bendir á að í aðalskipulagi Langanesbyggðar sé gert ráð fyrir stórskipahöfn í firðinum. „Skipulagið var um sex ár í vinnslu og á þeim langa tíma var aldrei haft beint samband við landeigendur á svæðinu.“ Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekki verði farið í umrædda rannsóknarvinnu nema að gefnu leyfi landeigenda. „Við munum leggja upp úr því að hafa mjög náið og gott samráð við landeigendur á þessu svæði,“ segir Ólafur og bætir því við að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í október næstkomandi. Bremenport ætlar að stofna fyrirtæki hér á landi á næstunni sem mun standa að rannsóknum og athugunum á svæðinu. Sú vinna mun að öllum líkindum fela í sér uppsetningu mælitækja á sjó og landi og umhverfis- og jarðtæknirannsóknum. Áætlað er að rannsóknarvinnan taki um þrjú ár. Fyrirtækið er á meðal stærstu rekstrar- og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu. Bremenport á meðal annars umskipunarhöfnina í þýsku borginni Bremerhaven, sem er næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira