Hef endalausa trú á þessum strákum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er áægður hjá Haukum og ætlar með liðið áfram í EHF-keppninni. Haukar mæta OCI Lions í kvöld .fréttablaðið/ernir Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október. Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni