Hef endalausa trú á þessum strákum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er áægður hjá Haukum og ætlar með liðið áfram í EHF-keppninni. Haukar mæta OCI Lions í kvöld .fréttablaðið/ernir Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sjá meira
Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sjá meira