Þriggja ára skattsvikarannsókn að klárast Stígur Helgason skrifar 7. september 2013 07:00 Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald um leið og hann kom til landsins frá Venesúela haustið 2010. Fréttablaðið/anton Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess. VSK-málið Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess.
VSK-málið Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira