Þriggja ára skattsvikarannsókn að klárast Stígur Helgason skrifar 7. september 2013 07:00 Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald um leið og hann kom til landsins frá Venesúela haustið 2010. Fréttablaðið/anton Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess. VSK-málið Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess.
VSK-málið Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira