Kvensnipt Rimskí-Korsakoff kom á óvart Jónas Sen skrifar 7. september 2013 12:00 Sigrún Eðvaldsdóttir leysti hlutverk einleikarans af hendi af einstakri glæsimennsku, að mati gagnrýnanda. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Tónlist: Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar fimmtudaginn 5. september Verk eftir Rimskí-Korsakoff og Mússorgskí. Stjórnandi: Dmitríj Kitajenkó Ég dæsti af leiðindum þegar ég sá hvað var á efnisskránni á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Scheherazade eftir Rimskí-Korsakoff og hljómsveitarútgáfa Ravels á Myndum á sýningu eftir Mússorgskí. Þetta eru með útjöskuðustu tónverkunum. Það er búið að flytja þau svo oft að maður getur ekki meira. Eða hvað? Tónleikarnir komu reyndar skemmtilega á óvart strax í upphafi. Dmitríj Kitajenkó stjórnaði hljómsveitinni og gaf sér góðan tíma. Tónlistin fékk að flæða alveg áreynslulaust. Fagrar laglínur voru mótaðar af kostgæfni og innblæstri. Stemningin greip mann um leið. Þetta var furðulegt! Scheherazade er nafnið á konu í sagnabálkinum Þúsund og ein nótt. Bitur soldán er sannfærður um að allar konur séu eiturnöðrur. Hann girnist þær þó engu að síður, en myrðir þær alltaf á eftir brúðkaupsnóttina. Þegar ég las Þúsund og eina nótt sem barn man ég vel eftir orðinu „kvensnipt“. Það kom svo oft fyrir. Soldáninn heldur að Scheherazade sé kvensnipt eins og allar hinar. Hann hyggst koma henni fyrir kattarnef (sem fyrr) en hún heldur lífi með því að segja honum framhaldssögur. Sögurnar eru svo æsandi að soldáninn frestar sífellt aftökunni til að heyra meira. Verkið eftir Rimskí-Korsakoff skiptist í fjóra kafla sem allir bera yfirskrift úr ævintýrunum. Scheherazade sjálf er táknuð með rödd einleiksfiðlu, sem er rauði þráðurinn í tónlistinni. Röddin er svo veigamikil að á vissan hátt má segja að tónsmíðin sé fiðlukonsert. Sigrún Eðvaldsdóttir var í hlutverki einleikarans og leysti það af hendi af einstakri glæsimennsku. Túlkun hennar var tilfinningaþrungin og litrík, það var unun að heyra hana spila. Hljómsveitin í heild lék líka afburðavel. Hinar og þessar einleiksstrófur mismunandi hljóðfæraleikara voru fallegar. Heildarhljómurinn var þéttur, tær og kröftugur í senn. Uppbyggingin í túlkuninni var mögnuð, hún var svo sannfærandi að maður datt alveg inn í frásögnina. Útkoman var dásamleg. Myndir á sýningu eftir Mússorgskí voru einnig skemmtilegar, merkilegt nokk. Rétt eins og hin tónsmíðin er þetta svokölluð hermitónlist, sem líkir eftir tilteknum persónum eða segir ákveðna sögu. Hér er það náungi sem reikar um myndlistarsýningu og upplifir allt mögulegt. Tónlistin er því viðburðarík. Hljómsveitarleikurinn var nákvæmlega eins og hann átti að vera, fjölbreyttur og spennandi. Tæknilega séð var hann prýðilega útfærður, sveitin spilaði af aðdáunarverðu öryggi. Þetta var glæsileg byrjun á starfsári Sinfóníunnar.Niðurstaða: Afar skemmtilegir tónleikar, grípandi stemning, flottur fiðluleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Gagnrýni Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar fimmtudaginn 5. september Verk eftir Rimskí-Korsakoff og Mússorgskí. Stjórnandi: Dmitríj Kitajenkó Ég dæsti af leiðindum þegar ég sá hvað var á efnisskránni á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Scheherazade eftir Rimskí-Korsakoff og hljómsveitarútgáfa Ravels á Myndum á sýningu eftir Mússorgskí. Þetta eru með útjöskuðustu tónverkunum. Það er búið að flytja þau svo oft að maður getur ekki meira. Eða hvað? Tónleikarnir komu reyndar skemmtilega á óvart strax í upphafi. Dmitríj Kitajenkó stjórnaði hljómsveitinni og gaf sér góðan tíma. Tónlistin fékk að flæða alveg áreynslulaust. Fagrar laglínur voru mótaðar af kostgæfni og innblæstri. Stemningin greip mann um leið. Þetta var furðulegt! Scheherazade er nafnið á konu í sagnabálkinum Þúsund og ein nótt. Bitur soldán er sannfærður um að allar konur séu eiturnöðrur. Hann girnist þær þó engu að síður, en myrðir þær alltaf á eftir brúðkaupsnóttina. Þegar ég las Þúsund og eina nótt sem barn man ég vel eftir orðinu „kvensnipt“. Það kom svo oft fyrir. Soldáninn heldur að Scheherazade sé kvensnipt eins og allar hinar. Hann hyggst koma henni fyrir kattarnef (sem fyrr) en hún heldur lífi með því að segja honum framhaldssögur. Sögurnar eru svo æsandi að soldáninn frestar sífellt aftökunni til að heyra meira. Verkið eftir Rimskí-Korsakoff skiptist í fjóra kafla sem allir bera yfirskrift úr ævintýrunum. Scheherazade sjálf er táknuð með rödd einleiksfiðlu, sem er rauði þráðurinn í tónlistinni. Röddin er svo veigamikil að á vissan hátt má segja að tónsmíðin sé fiðlukonsert. Sigrún Eðvaldsdóttir var í hlutverki einleikarans og leysti það af hendi af einstakri glæsimennsku. Túlkun hennar var tilfinningaþrungin og litrík, það var unun að heyra hana spila. Hljómsveitin í heild lék líka afburðavel. Hinar og þessar einleiksstrófur mismunandi hljóðfæraleikara voru fallegar. Heildarhljómurinn var þéttur, tær og kröftugur í senn. Uppbyggingin í túlkuninni var mögnuð, hún var svo sannfærandi að maður datt alveg inn í frásögnina. Útkoman var dásamleg. Myndir á sýningu eftir Mússorgskí voru einnig skemmtilegar, merkilegt nokk. Rétt eins og hin tónsmíðin er þetta svokölluð hermitónlist, sem líkir eftir tilteknum persónum eða segir ákveðna sögu. Hér er það náungi sem reikar um myndlistarsýningu og upplifir allt mögulegt. Tónlistin er því viðburðarík. Hljómsveitarleikurinn var nákvæmlega eins og hann átti að vera, fjölbreyttur og spennandi. Tæknilega séð var hann prýðilega útfærður, sveitin spilaði af aðdáunarverðu öryggi. Þetta var glæsileg byrjun á starfsári Sinfóníunnar.Niðurstaða: Afar skemmtilegir tónleikar, grípandi stemning, flottur fiðluleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira