Vér einir getum sótt ruslið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. ágúst 2013 07:00 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur gerði furðulega samþykkt í fyrradag. Meirihluti Bezta flokksins og Samfylkingarinnar, ásamt fulltrúa Vinstri grænna, ákvað þá að hafna beiðni fyrirtækis sem vildi bjóða borgarbúum aukna þjónustu í þágu umhverfisverndar. Málavextirnir eru þeir að Gámaþjónustan hf. sótti um starfsleyfi til að safna lífrænum heimilisúrgangi, sem nýta átti til jarðgerðar. Borgin sér sjálf um að hirða heimilissorp hjá fólki, en samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg má veita öðrum aðilum undanþágu til söfnunar á flokkuðum heimilisúrgangi frá íbúðarhúsum, að því gefnu að veitt sé meiri þjónusta en borgin gerir. Og það var einmitt það sem Gámaþjónustan hugðist gera. Í tillögu sem embættismenn borgarinnar lögðu fyrir umhverfis- og skipulagsráð segir að eðli lífræns eldhúsúrgangs sé annað en þeirra þurru endurvinnsluefna sem einkafyrirtæki safna í dag frá heimilum í Reykjavík (til dæmis pappír, mjólkurfernur og plast). Úrgangurinn geti valdið lyktarmengun, skordýr og meindýr geti sótt í hann og hann borið með sér sóttkveikjur. Því sé mjög mikilvægt að hirða hann reglulega og standa rétt að söfnuninni. Og vegna þess hvað það þurfi að hirða úrganginn oft muni það valda aukinni umferð sorpbíla um íbúagötur. Í bókun meirihlutans, sem hafnaði beiðni Gámaþjónustunnar, segir síðan: ?Einkafyrirtæki hafa hingað til haft starfsleyfi til að sækja þurr endurvinnsluefni til heimila. Fyrirkomulag varðandi lífrænan úrgang og blandaðan heimilisúrgang er annars eðlis. Þar er um grunnþjónustu að ræða. Við teljum að henni sé best fyrir komið hjá sveitarfélögunum enda hafa þau lögbundnar skyldur á þessu sviði.? Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag safnar Gámaþjónustan lífrænum úrgangi frá heimilum bæði á Akureyri og Dalvík. Hún safnar slíkum úrgangi líka frá fyrirtækjum í Reykjavík. Fyrirtækið hefur með öðrum orðum langa reynslu í söfnun og meðhöndlun lífræns úrgangs og engin ástæða er til að ætla annað en að vel verði að henni staðið. Elías Ólafsson, stjórnarmaður í fyrirtækinu, segir að hægt sé að komast hjá því að auka umferð sorpbíla. Og jafnvel þótt hún ykist, gerði það varla meira en að vega upp minni umferð sorpbíla Reykjavíkurborgar, eftir að núverandi borgarstjórnarmeirihluti ákvað að hirða sjaldnar heimilissorp borgarbúa (og auka þar með líkurnar á vondri lykt, sóttmengun og meindýrasverm). Í rauninni eru rök meirihlutans í málinu engin rök. Það skín í gegn hinn gamli valdhroki; að þetta geti nú ekki aðrir gert almennilega en borgin. Það þarf ekki annað en að horfa á slátt og umhirðu í görðum borgarbúa og á lóðum einkafyrirtækja annars vegar og svo ástand borgarlandsins hins vegar til að sjá að margt geta einkaaðilar gert betur en Reykjavíkurborg. Það er ekki nokkur einasta ástæða til að ætla að Gámaþjónustan standi sig verr í að hirða lífrænan úrgang en borgin sjálf. Það er þröngsýni og gamaldags vantrú á einkaframtakinu, sem hefur af borgarbúum aukna þjónustu og af umhverfinu ávinning minni sorpurðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur gerði furðulega samþykkt í fyrradag. Meirihluti Bezta flokksins og Samfylkingarinnar, ásamt fulltrúa Vinstri grænna, ákvað þá að hafna beiðni fyrirtækis sem vildi bjóða borgarbúum aukna þjónustu í þágu umhverfisverndar. Málavextirnir eru þeir að Gámaþjónustan hf. sótti um starfsleyfi til að safna lífrænum heimilisúrgangi, sem nýta átti til jarðgerðar. Borgin sér sjálf um að hirða heimilissorp hjá fólki, en samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg má veita öðrum aðilum undanþágu til söfnunar á flokkuðum heimilisúrgangi frá íbúðarhúsum, að því gefnu að veitt sé meiri þjónusta en borgin gerir. Og það var einmitt það sem Gámaþjónustan hugðist gera. Í tillögu sem embættismenn borgarinnar lögðu fyrir umhverfis- og skipulagsráð segir að eðli lífræns eldhúsúrgangs sé annað en þeirra þurru endurvinnsluefna sem einkafyrirtæki safna í dag frá heimilum í Reykjavík (til dæmis pappír, mjólkurfernur og plast). Úrgangurinn geti valdið lyktarmengun, skordýr og meindýr geti sótt í hann og hann borið með sér sóttkveikjur. Því sé mjög mikilvægt að hirða hann reglulega og standa rétt að söfnuninni. Og vegna þess hvað það þurfi að hirða úrganginn oft muni það valda aukinni umferð sorpbíla um íbúagötur. Í bókun meirihlutans, sem hafnaði beiðni Gámaþjónustunnar, segir síðan: ?Einkafyrirtæki hafa hingað til haft starfsleyfi til að sækja þurr endurvinnsluefni til heimila. Fyrirkomulag varðandi lífrænan úrgang og blandaðan heimilisúrgang er annars eðlis. Þar er um grunnþjónustu að ræða. Við teljum að henni sé best fyrir komið hjá sveitarfélögunum enda hafa þau lögbundnar skyldur á þessu sviði.? Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag safnar Gámaþjónustan lífrænum úrgangi frá heimilum bæði á Akureyri og Dalvík. Hún safnar slíkum úrgangi líka frá fyrirtækjum í Reykjavík. Fyrirtækið hefur með öðrum orðum langa reynslu í söfnun og meðhöndlun lífræns úrgangs og engin ástæða er til að ætla annað en að vel verði að henni staðið. Elías Ólafsson, stjórnarmaður í fyrirtækinu, segir að hægt sé að komast hjá því að auka umferð sorpbíla. Og jafnvel þótt hún ykist, gerði það varla meira en að vega upp minni umferð sorpbíla Reykjavíkurborgar, eftir að núverandi borgarstjórnarmeirihluti ákvað að hirða sjaldnar heimilissorp borgarbúa (og auka þar með líkurnar á vondri lykt, sóttmengun og meindýrasverm). Í rauninni eru rök meirihlutans í málinu engin rök. Það skín í gegn hinn gamli valdhroki; að þetta geti nú ekki aðrir gert almennilega en borgin. Það þarf ekki annað en að horfa á slátt og umhirðu í görðum borgarbúa og á lóðum einkafyrirtækja annars vegar og svo ástand borgarlandsins hins vegar til að sjá að margt geta einkaaðilar gert betur en Reykjavíkurborg. Það er ekki nokkur einasta ástæða til að ætla að Gámaþjónustan standi sig verr í að hirða lífrænan úrgang en borgin sjálf. Það er þröngsýni og gamaldags vantrú á einkaframtakinu, sem hefur af borgarbúum aukna þjónustu og af umhverfinu ávinning minni sorpurðunar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun