Fyrsta leikverk Guðbergs Bergssonar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2013 14:00 Leikarar og leikstjóri. Benedikt Gröndal, Eva Vala Guðjónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Erling Jóhannesson. „Guðbergur Bergsson er mikið ólíkindatól eins og allir vita. Eiðurinn og Eitthvað er fyrsta verk sem hann skrifar fyrir leikhús. Nú ætlum við að frumsýna í kvöld,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona í hópnum Gral, sem er fimm ára um þessar mundir. Bergur Þór Ingólfsson stjórnar uppsetningunni og Sólveig segir hann hafa stillt æfingarnar á skemmtilega línu. „Ég er búin að vera hlæjandi í allt sumar,“ segir hún og vekur að sjálfsögðu upp forvitni um innihald verksins. „Eiðurinn og Eitthvað fjallar um baráttu skáldskaparins. Skáldið er á sviðinu í rólegheitum að strauja buxurnar sínar. Það er með tvö leikverk í huganum sem fara að kallast á og reyna að taka sem mest pláss hvort um sig en ýta hinu til hliðar. Þetta er visst stríð en skáldið hefur líka gaman af því að horfa á hugmyndir sínar takast á. Þetta er vel gert hjá þeim báðum, Guðbergi og Bergi.“ Spurð hvort skáldið Guðbergur hafi eitthvað komið á æfingar svarar Sólveig: „Nei, hann afhenti okkur bara verkið og steig svo til hliðar. Vonandi kemur hann á frumsýninguna í kvöld.“ Tjarnarbíó er miðstöð fyrir leikhópa sviðslista. Þar sýna margir leikhópar sem mikill kraftur er í. Nú eru fjórir þeirra að fara af stað með leikhúskort. Gral er einn þessara leikhópa. Auk leikverksins Eiðurinn og Eitthvað ætlar hann að taka aftur upp Horn á höfði, barnaleikrit sem fékk Grímuverðlaunin 2010. Hinir hóparnir þrír eru Lab Loki, Málamyndaleikhópurinn og Frú Emelía. Þetta er í fyrsta skipti sem fólk getur keypt kort á sýningar grasrótarinnar og það fer í sölu nú um helgina. Í mörg horn er að líta hjá Sólveigu. Hún er að leika í Eiðurinn og Eitthvað og í Horni á höfði og er í framkvæmdastjórn Gral. Einnig er hún að vinna með Helgu Arnalds í sýningunni Skrímslið litla systir mín, sem er að fara aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. Þá ætlar hún að vera með í sýningu sem heitir Krakkarnir í hverfinu og er brúðusýning um ofbeldi gegn börnum. Hún verður sýnd í 2. bekk í öllum skólum landsins. „Þar er lögð áhersla á að krakkar eigi að segja frá ef þeir eru beittir ofbeldi af einhverju tagi,“ segir Sólveig. „Þetta er flott sýning sem þær Helga Arnalds og Helga Thorlacius hafa búið til og góð reynsla er komin á, þó svo að efnið sé erfitt og viðkvæmt.“ Eitt er enn ótalið af verkefnum Sólveigar á nýju leikári. Það er með Pörupiltum. „Við ætlum að vera með uppistand um kynlíf eftir áramótin,“ upplýsir hún og bætir við: „Það er svolítið erfitt fyrir mig því ég er svoddan tepra en það verður spennandi að fást við þetta málefni.“ Menning Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Menning Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Guðbergur Bergsson er mikið ólíkindatól eins og allir vita. Eiðurinn og Eitthvað er fyrsta verk sem hann skrifar fyrir leikhús. Nú ætlum við að frumsýna í kvöld,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona í hópnum Gral, sem er fimm ára um þessar mundir. Bergur Þór Ingólfsson stjórnar uppsetningunni og Sólveig segir hann hafa stillt æfingarnar á skemmtilega línu. „Ég er búin að vera hlæjandi í allt sumar,“ segir hún og vekur að sjálfsögðu upp forvitni um innihald verksins. „Eiðurinn og Eitthvað fjallar um baráttu skáldskaparins. Skáldið er á sviðinu í rólegheitum að strauja buxurnar sínar. Það er með tvö leikverk í huganum sem fara að kallast á og reyna að taka sem mest pláss hvort um sig en ýta hinu til hliðar. Þetta er visst stríð en skáldið hefur líka gaman af því að horfa á hugmyndir sínar takast á. Þetta er vel gert hjá þeim báðum, Guðbergi og Bergi.“ Spurð hvort skáldið Guðbergur hafi eitthvað komið á æfingar svarar Sólveig: „Nei, hann afhenti okkur bara verkið og steig svo til hliðar. Vonandi kemur hann á frumsýninguna í kvöld.“ Tjarnarbíó er miðstöð fyrir leikhópa sviðslista. Þar sýna margir leikhópar sem mikill kraftur er í. Nú eru fjórir þeirra að fara af stað með leikhúskort. Gral er einn þessara leikhópa. Auk leikverksins Eiðurinn og Eitthvað ætlar hann að taka aftur upp Horn á höfði, barnaleikrit sem fékk Grímuverðlaunin 2010. Hinir hóparnir þrír eru Lab Loki, Málamyndaleikhópurinn og Frú Emelía. Þetta er í fyrsta skipti sem fólk getur keypt kort á sýningar grasrótarinnar og það fer í sölu nú um helgina. Í mörg horn er að líta hjá Sólveigu. Hún er að leika í Eiðurinn og Eitthvað og í Horni á höfði og er í framkvæmdastjórn Gral. Einnig er hún að vinna með Helgu Arnalds í sýningunni Skrímslið litla systir mín, sem er að fara aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. Þá ætlar hún að vera með í sýningu sem heitir Krakkarnir í hverfinu og er brúðusýning um ofbeldi gegn börnum. Hún verður sýnd í 2. bekk í öllum skólum landsins. „Þar er lögð áhersla á að krakkar eigi að segja frá ef þeir eru beittir ofbeldi af einhverju tagi,“ segir Sólveig. „Þetta er flott sýning sem þær Helga Arnalds og Helga Thorlacius hafa búið til og góð reynsla er komin á, þó svo að efnið sé erfitt og viðkvæmt.“ Eitt er enn ótalið af verkefnum Sólveigar á nýju leikári. Það er með Pörupiltum. „Við ætlum að vera með uppistand um kynlíf eftir áramótin,“ upplýsir hún og bætir við: „Það er svolítið erfitt fyrir mig því ég er svoddan tepra en það verður spennandi að fást við þetta málefni.“
Menning Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Menning Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira