Að þegja lífið í hel Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 10:00 Dagar í sögu þagnarinnar BÆKURDagar í sögu þagnarinnarMerethe LindströmÞýðing: Einar ÓlafssonDraumsýn Skáldsagan Dagar í sögu þagnarinnar eftir norsku skáldkonuna Merethe Lindström, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012, er nú komin út á íslensku. Sagan lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn, þar segir öldruð kona Eva að nafni frá daglegu lífi sínu og baráttunni við elliglöp eiginmannsins Símonar. Smátt og smátt hleður þó sagan utan á sig og teygir anga sína allt aftur í gyðingaofsóknirnar í seinni heimsstyrjöldinni. Símon er nefnilega gyðingur sem missti alla fjölskyldu sína í helförinni, en segir ekki nokkrum manni frá því, ekki einu sinni dætrum sínum þremur. Eva á líka myrkt leyndarmál úr fortíðinni, leyndarmál sem lætur hana ekki í friði en hún segir heldur engum frá. Þögnin hleðst upp á milli þeirra og eitrar út frá sér þar til Símon hættir nánast að tala og hverfur inn í eigin heim. Þegar ofan á bætast samskipti þeirra hjóna við lettnesku hreingerningarkonuna Mariju, sem ekkert má heldur vita um leyndarmálin verður úr marglaga og djúp saga sem smeygir sér undir húð lesandans og sest um kyrrt. Stíll sögunnar er látlaus og yfirlætislaus eins og hæfir sléttu og felldu yfirborði lífs Evu, en undir krauma öll ósögðu orðin, skömmin og óttinn svo úr verður ansi hreint magnaður kokkteill. Persónusköpunin er vandlega unnin og allt þetta fólk gæti verið nágrannar í næsta húsi enda er það eitt af grunnstefjum sögunnar hversu óskaplega lítið við í rauninni vitum hvort um annað. Bygging sögunnar minnir um margt á sakamálasögur, hér er upplýsingum miðlað í örsmáum skömmtun og lesandinn er orðinn nánast viðþolslaus af forvitni um hver þessi skelfilegu leyndarmál séu og hvaðan þessi djúpa sorg sé sprottin þegar það rennur upp fyrir honum að það er sögukonan löngu búin að láta uppi. Fyrsti kafli bókarinnar geymir í raun lyklana að öllu sem á eftir kemur, en eins og í lífinu sjálfu rennur merking hans ekki upp fyrir lesanda fyrr en langt er liðið á sögu. Það sem er augljóst er oft ósýnilegast. Þýðing Einars Ólafssonar er vel af hendi leyst, látlaust málfar og enginn þýðingarkeimur en prófarkalestur hefði að ósekju mátt vera vandlegri, víða vantar smáorð og stundum standa orð í röngu falli. Smámunasemi kannski að láta slíkt ergja sig en eins vandaður texti og hér er boðið upp á verðskuldar að rækt sé lögð við frágang hans.Niðurstaða: Verðlaunaskáldsaga Norðurlandaráðs frá því í fyrra. Kynngimögnuð saga sem snertir hressilega við lesandanum. Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
BÆKURDagar í sögu þagnarinnarMerethe LindströmÞýðing: Einar ÓlafssonDraumsýn Skáldsagan Dagar í sögu þagnarinnar eftir norsku skáldkonuna Merethe Lindström, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012, er nú komin út á íslensku. Sagan lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn, þar segir öldruð kona Eva að nafni frá daglegu lífi sínu og baráttunni við elliglöp eiginmannsins Símonar. Smátt og smátt hleður þó sagan utan á sig og teygir anga sína allt aftur í gyðingaofsóknirnar í seinni heimsstyrjöldinni. Símon er nefnilega gyðingur sem missti alla fjölskyldu sína í helförinni, en segir ekki nokkrum manni frá því, ekki einu sinni dætrum sínum þremur. Eva á líka myrkt leyndarmál úr fortíðinni, leyndarmál sem lætur hana ekki í friði en hún segir heldur engum frá. Þögnin hleðst upp á milli þeirra og eitrar út frá sér þar til Símon hættir nánast að tala og hverfur inn í eigin heim. Þegar ofan á bætast samskipti þeirra hjóna við lettnesku hreingerningarkonuna Mariju, sem ekkert má heldur vita um leyndarmálin verður úr marglaga og djúp saga sem smeygir sér undir húð lesandans og sest um kyrrt. Stíll sögunnar er látlaus og yfirlætislaus eins og hæfir sléttu og felldu yfirborði lífs Evu, en undir krauma öll ósögðu orðin, skömmin og óttinn svo úr verður ansi hreint magnaður kokkteill. Persónusköpunin er vandlega unnin og allt þetta fólk gæti verið nágrannar í næsta húsi enda er það eitt af grunnstefjum sögunnar hversu óskaplega lítið við í rauninni vitum hvort um annað. Bygging sögunnar minnir um margt á sakamálasögur, hér er upplýsingum miðlað í örsmáum skömmtun og lesandinn er orðinn nánast viðþolslaus af forvitni um hver þessi skelfilegu leyndarmál séu og hvaðan þessi djúpa sorg sé sprottin þegar það rennur upp fyrir honum að það er sögukonan löngu búin að láta uppi. Fyrsti kafli bókarinnar geymir í raun lyklana að öllu sem á eftir kemur, en eins og í lífinu sjálfu rennur merking hans ekki upp fyrir lesanda fyrr en langt er liðið á sögu. Það sem er augljóst er oft ósýnilegast. Þýðing Einars Ólafssonar er vel af hendi leyst, látlaust málfar og enginn þýðingarkeimur en prófarkalestur hefði að ósekju mátt vera vandlegri, víða vantar smáorð og stundum standa orð í röngu falli. Smámunasemi kannski að láta slíkt ergja sig en eins vandaður texti og hér er boðið upp á verðskuldar að rækt sé lögð við frágang hans.Niðurstaða: Verðlaunaskáldsaga Norðurlandaráðs frá því í fyrra. Kynngimögnuð saga sem snertir hressilega við lesandanum.
Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira