Mörg þúsund eintök af bók Eggerts pöntuð til Bandaríkjanna Sara McMahon skrifar 31. júlí 2013 07:00 Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá Crymogea, segir þetta opna margar dyr fyrir útgáfuna og listamanninn. Fréttablaðið/stefán „Við höfum selt bækur í Bandaríkjunum í bráðum fjögur ár og erum með alþjóðlega dreifingu á bókum, meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Dreifingaraðlili okkar í Bandaríkjunum einbeitir sér að dreifingu listaverka-, hönnunar- og ljósmyndabókum og hann sá um að loka þessum samningi,“ segir Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá Crymogea. Bókin Paintings, með verkum listamannsins Eggerts Péturssonar, sem Crymogea gaf út í lok síðasta árs, verður brátt til sölu í bandarísku lífstílsverslunarkeðjunni Anthropologie. Að sögn Kristjáns eru aðeins fáar bækur valdar til sölu í verslunum Anthropology ár hvert. Allt núverandi upplag bókarinnar verður sent til sölu í Anthropology, ef frá er talin harðspjaldaútgáfa sem prentuð var sérstaklega fyrir innlendan markað, þó hefur eftirspurninni ekki verið annað. „Við getum ekki uppfyllt alla pöntunina. Þeir hafa beðið um mörg þúsund bækur, sem við eigum ekki til. Við eigum eitthvað um fimmhundruð bækur sem við sendum út núna,“ útskýrir Kristján. Hver bók verður seld á um 100 dollara, eða því sem samsvarar um 12 þúsund íslenskar krónur.Nær til stærri hóps Aðspurður segir Kristján þetta koma sér vel bæði fyrir útgáfuna og listamanninn sjálfan. „Anthropology er alltaf að leita að bókum og við erum með nokkra titla sem við erum að þróa á ensku. Það skiptir okkur miklu máli að vera komin í samband við aðila sem er kannski að kaupa bækur í um þúsund eintökum,“ segir Kristján og bætir við: „Eggert er lítið þekktur í Bandaríkjunum en þetta gæti breytt því enda fer bókin í mikla dreifingu og nær þannig til hóps sem hefði annars ekki kynnst hans verkum,“ segir hann að lokum.Reka 175 verslanir Fyrsta Anthropology verslunin var stofnuð í Wayne í Pennsylvaníu árið 1992. Keðjan er í eigu fyrirtækisins UOI, þeirra sömu og eiga Urban Outfitters. Fyrirtækið hefur dafnað hratt á síðustu árum og rekur nú 175 verslanir víða í Bandaríkjunum. Hugmyndin að baki verslananna er að þar geti viðskiptavinurinn verslað fatnað, fylgihluti, gjafavöru og húsgögn í einni og sömu versluninni. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við höfum selt bækur í Bandaríkjunum í bráðum fjögur ár og erum með alþjóðlega dreifingu á bókum, meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Dreifingaraðlili okkar í Bandaríkjunum einbeitir sér að dreifingu listaverka-, hönnunar- og ljósmyndabókum og hann sá um að loka þessum samningi,“ segir Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá Crymogea. Bókin Paintings, með verkum listamannsins Eggerts Péturssonar, sem Crymogea gaf út í lok síðasta árs, verður brátt til sölu í bandarísku lífstílsverslunarkeðjunni Anthropologie. Að sögn Kristjáns eru aðeins fáar bækur valdar til sölu í verslunum Anthropology ár hvert. Allt núverandi upplag bókarinnar verður sent til sölu í Anthropology, ef frá er talin harðspjaldaútgáfa sem prentuð var sérstaklega fyrir innlendan markað, þó hefur eftirspurninni ekki verið annað. „Við getum ekki uppfyllt alla pöntunina. Þeir hafa beðið um mörg þúsund bækur, sem við eigum ekki til. Við eigum eitthvað um fimmhundruð bækur sem við sendum út núna,“ útskýrir Kristján. Hver bók verður seld á um 100 dollara, eða því sem samsvarar um 12 þúsund íslenskar krónur.Nær til stærri hóps Aðspurður segir Kristján þetta koma sér vel bæði fyrir útgáfuna og listamanninn sjálfan. „Anthropology er alltaf að leita að bókum og við erum með nokkra titla sem við erum að þróa á ensku. Það skiptir okkur miklu máli að vera komin í samband við aðila sem er kannski að kaupa bækur í um þúsund eintökum,“ segir Kristján og bætir við: „Eggert er lítið þekktur í Bandaríkjunum en þetta gæti breytt því enda fer bókin í mikla dreifingu og nær þannig til hóps sem hefði annars ekki kynnst hans verkum,“ segir hann að lokum.Reka 175 verslanir Fyrsta Anthropology verslunin var stofnuð í Wayne í Pennsylvaníu árið 1992. Keðjan er í eigu fyrirtækisins UOI, þeirra sömu og eiga Urban Outfitters. Fyrirtækið hefur dafnað hratt á síðustu árum og rekur nú 175 verslanir víða í Bandaríkjunum. Hugmyndin að baki verslananna er að þar geti viðskiptavinurinn verslað fatnað, fylgihluti, gjafavöru og húsgögn í einni og sömu versluninni.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira