Bara einn í viðbót... Teitur Guðmundsson skrifar 30. júlí 2013 06:00 Þú ert í rólegheitunum, frí á morgun og engar áhyggjur af einu eða neinu, búinn að setja steik á grillið og ætlar að njóta kvöldsins í botn með fjölskyldu og vinum. Þá er ekki úr vegi að opna einn bjór eða góða flösku af víni sem passar með matnum til að kóróna góða máltíð. Það er menningarlegt og meira að segja hollt að fá sér rauðvínsglas segja fræðingarnir og þér finnst þú eiga það inni eftir erfiða vinnuviku að slaka vel á. Flestar þjóðir í hinum vestræna heimi nota áfengi á þennan hátt og hafa Íslendingar lagað sig hratt að kúltúrnum ef svo mætti segja frá árinu 1989 þegar banni við sölu á áfengum bjór var aflétt. Neyslumynstrið hefur breyst úr sterkara áfengi yfir í léttvín og bjór en lítrafjöldi af hreinum vínanda hefur engu að síður aukist jafnt og þétt á þessu árabili. Greina má af tölum embættis Landlæknis að í kjölfar hrunsins hafi dregið úr neyslu en við stefnum hraðbyri aftur í sömu magntölur og við sáum árið 2007. Þá var skráð mesta sala áfengis síðastliðin 26 ár, eða 7,5 lítrar/einstakling af hreinum vínanda að meðaltali. Kreppan er því á undanhaldi ef þessi mælikvarði er notaður. Vínmenning er mikil í kringum okkur og er það í sjálfu sér af hinu góða og ekkert við það að athuga að fólk fái sér í aðra tána af og til, hvaða tilefni sem einstaklingurinn gefur sér fyrir slíkri neyslu. Íslendingar eru enn talsvert langt frá þeim neyslutölum sem næstu nágrannar okkur liggja í en til samanburðar má nefna að Danir og Bretar leggja sér til munns um 10 lítra, Frakkar og Þjóðverjar í kringum 12 lítra, á meðan Ítalir nota rúma 6 lítra, sem er æði sérstakt og minna en Norðmenn ef marka má tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar frá árinu 2010.Togstreita En þetta er bara önnur hliðin á peningnum því neysla áfengis í samanburði við nágrannaþjóðir segir okkur ekkert endilega til um það hversu margir glíma við vanda vegna þess sem í daglegu tali er kallað áfengissjúkdómur eða alkóhólismi. Mjög margir nota áfengi en ekki eru allir með vandamál vegna þessa, þó geta mörkin þarna á milli orðið ansi óskýr og á einstaklingurinn sjálfur oft í miklum vanda með að átta sig og getur jafnvel skort innsýn eða hreinlega verið í afneitun. Fjölskylda, vinir og samstarfsmenn eru oft þeir sem benda á vandann og getur skapast talsverð togstreita þegar slíkt ber á góma. Vandamál sem þessi eiga þó ekki að vera neitt feimnismál né heldur eiga menn að þurfa að fara í felur með sinn vanda sem er alltof algengt, en það helgast af þeirri nálgun að þessi sjúkdómur sé öðruvísi en aðrir og viðkomandi eigi að skammast sín glími þeir við hann. Það er merkileg staðreynd að það er ekki sama hvaða sjúkdóm maður fær og að þeir sem tengjast hegðun fá oft minni samúð meðal almennings en aðrir.Margþættar orsakir Orsakir fyrir áfengisvanda eru margþættar og byggja á erfðum, sálfélagslegum og samfélagslegum þáttum og umhverfi viðkomandi. Sjúkdómurinn þróast með tímanum en það eru ákveðnir áhættuþættir sem ýta sérstaklega undir vandann. Þeir sem byrja ungir að neyta áfengis eru líklegri til að þróa með sér ávana, reglubundin eða stöðug áfengisneysla, fjölskyldusaga um áfengisvanda, kvíði, þunglyndi og félagslegir þættir vega þungt. Ýmis greiningarskilmerki eru notuð sem hafa gagnast vel og eru víða notuð við uppvinnslu þeirra sem leita vegna áfengisvanda til heilbrigðisstarfsmanna. Vert er þó að hafa í huga að það að spyrja um áfengisneyslu á að vera jafn sjálfsagt og að vita hvaða lyf og í hvaða skömmtum viðkomandi neytir þeirra. Alltof oft er skautað af léttúð yfir þessar spurningar því grunnurinn að vanda einstaklingsins getur legið í neyslumynstri hans. Ekki má gleyma því að áfengisneysla hefur áhrif á næstum öll líffæri okkar á einn eða annan hátt. Alþekkt er að skoða slíka neyslu í tengslum við slys enda sennilega þekktasta virkni áfengis að slæva einstaklinginn og skerða dómgreind hans. Lifrarsjúkdómar eins og fitu- og skorpulifur eru algengir við mikla neyslu. Síður þekkt er að áfengi hækki blóðþrýsting og auki þannig líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, skemmi slímhúð meltingarvegarins og auki líkur á krabbameinum, ýti undir beinþynningu, dragi úr virkni ónæmiskerfisins og auki veikindatíðni, eyðileggi taugakerfið, valdi fósturskaða og síðast en ekki síst geti gert konur og karla getulaus. Það er því afar mikilvægt að horfa á áfengisvanda sem sjúkdóm með margar birtingarmyndir, það þarf að opna umræðuna enn frekar og afmá skömmina sem hefur verið fylgifiskur sjúkdóma eins og alkóhólisma. Þannig munum við ná betur tökum á vanda þeirra sem þjást, bæta meðferðina og auka lífslíkur sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Þú ert í rólegheitunum, frí á morgun og engar áhyggjur af einu eða neinu, búinn að setja steik á grillið og ætlar að njóta kvöldsins í botn með fjölskyldu og vinum. Þá er ekki úr vegi að opna einn bjór eða góða flösku af víni sem passar með matnum til að kóróna góða máltíð. Það er menningarlegt og meira að segja hollt að fá sér rauðvínsglas segja fræðingarnir og þér finnst þú eiga það inni eftir erfiða vinnuviku að slaka vel á. Flestar þjóðir í hinum vestræna heimi nota áfengi á þennan hátt og hafa Íslendingar lagað sig hratt að kúltúrnum ef svo mætti segja frá árinu 1989 þegar banni við sölu á áfengum bjór var aflétt. Neyslumynstrið hefur breyst úr sterkara áfengi yfir í léttvín og bjór en lítrafjöldi af hreinum vínanda hefur engu að síður aukist jafnt og þétt á þessu árabili. Greina má af tölum embættis Landlæknis að í kjölfar hrunsins hafi dregið úr neyslu en við stefnum hraðbyri aftur í sömu magntölur og við sáum árið 2007. Þá var skráð mesta sala áfengis síðastliðin 26 ár, eða 7,5 lítrar/einstakling af hreinum vínanda að meðaltali. Kreppan er því á undanhaldi ef þessi mælikvarði er notaður. Vínmenning er mikil í kringum okkur og er það í sjálfu sér af hinu góða og ekkert við það að athuga að fólk fái sér í aðra tána af og til, hvaða tilefni sem einstaklingurinn gefur sér fyrir slíkri neyslu. Íslendingar eru enn talsvert langt frá þeim neyslutölum sem næstu nágrannar okkur liggja í en til samanburðar má nefna að Danir og Bretar leggja sér til munns um 10 lítra, Frakkar og Þjóðverjar í kringum 12 lítra, á meðan Ítalir nota rúma 6 lítra, sem er æði sérstakt og minna en Norðmenn ef marka má tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar frá árinu 2010.Togstreita En þetta er bara önnur hliðin á peningnum því neysla áfengis í samanburði við nágrannaþjóðir segir okkur ekkert endilega til um það hversu margir glíma við vanda vegna þess sem í daglegu tali er kallað áfengissjúkdómur eða alkóhólismi. Mjög margir nota áfengi en ekki eru allir með vandamál vegna þessa, þó geta mörkin þarna á milli orðið ansi óskýr og á einstaklingurinn sjálfur oft í miklum vanda með að átta sig og getur jafnvel skort innsýn eða hreinlega verið í afneitun. Fjölskylda, vinir og samstarfsmenn eru oft þeir sem benda á vandann og getur skapast talsverð togstreita þegar slíkt ber á góma. Vandamál sem þessi eiga þó ekki að vera neitt feimnismál né heldur eiga menn að þurfa að fara í felur með sinn vanda sem er alltof algengt, en það helgast af þeirri nálgun að þessi sjúkdómur sé öðruvísi en aðrir og viðkomandi eigi að skammast sín glími þeir við hann. Það er merkileg staðreynd að það er ekki sama hvaða sjúkdóm maður fær og að þeir sem tengjast hegðun fá oft minni samúð meðal almennings en aðrir.Margþættar orsakir Orsakir fyrir áfengisvanda eru margþættar og byggja á erfðum, sálfélagslegum og samfélagslegum þáttum og umhverfi viðkomandi. Sjúkdómurinn þróast með tímanum en það eru ákveðnir áhættuþættir sem ýta sérstaklega undir vandann. Þeir sem byrja ungir að neyta áfengis eru líklegri til að þróa með sér ávana, reglubundin eða stöðug áfengisneysla, fjölskyldusaga um áfengisvanda, kvíði, þunglyndi og félagslegir þættir vega þungt. Ýmis greiningarskilmerki eru notuð sem hafa gagnast vel og eru víða notuð við uppvinnslu þeirra sem leita vegna áfengisvanda til heilbrigðisstarfsmanna. Vert er þó að hafa í huga að það að spyrja um áfengisneyslu á að vera jafn sjálfsagt og að vita hvaða lyf og í hvaða skömmtum viðkomandi neytir þeirra. Alltof oft er skautað af léttúð yfir þessar spurningar því grunnurinn að vanda einstaklingsins getur legið í neyslumynstri hans. Ekki má gleyma því að áfengisneysla hefur áhrif á næstum öll líffæri okkar á einn eða annan hátt. Alþekkt er að skoða slíka neyslu í tengslum við slys enda sennilega þekktasta virkni áfengis að slæva einstaklinginn og skerða dómgreind hans. Lifrarsjúkdómar eins og fitu- og skorpulifur eru algengir við mikla neyslu. Síður þekkt er að áfengi hækki blóðþrýsting og auki þannig líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, skemmi slímhúð meltingarvegarins og auki líkur á krabbameinum, ýti undir beinþynningu, dragi úr virkni ónæmiskerfisins og auki veikindatíðni, eyðileggi taugakerfið, valdi fósturskaða og síðast en ekki síst geti gert konur og karla getulaus. Það er því afar mikilvægt að horfa á áfengisvanda sem sjúkdóm með margar birtingarmyndir, það þarf að opna umræðuna enn frekar og afmá skömmina sem hefur verið fylgifiskur sjúkdóma eins og alkóhólisma. Þannig munum við ná betur tökum á vanda þeirra sem þjást, bæta meðferðina og auka lífslíkur sjúklinga.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun