Hvetja fólk til að djamma með bandinu Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 15:00 Reynir Sigurðsson og fleiri minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara, á Café Rosenberg annað kvöld.fréttablaðið/arnþór Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir. Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir.
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira