Skoðanir og tíska Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Nokkrum sinnum á ári kynna fatahönnuðir tísku sína. Þeir hanna nýja línu og fólk fylgist með hvernig kragar hafa síkkað, litir dekkst eða skósólar hækkað. Við vitum að þetta hefur ekkert með vísindi að gera. Tíska er bara tíska. Kannski ekki hreinn hégómi en ekki heldur praktísk. Það góða við fatatísku er þó að enginn metur hana mikilvægari en hún er. Fatatíska er smekkur en ekki hugsjón. En tíska er ekki bundin við fatnað. Segja má að tíska hafi áhrif á allt sem viðkemur lífsstíl. Húsgögn, garðyrkja og reiðhjól eru allt fyrirbæri sem eru háð tísku svo örfá dæmi séu tekin. Núna er í tísku að eiga gömul, ömmuleg og kósí húsgögn en fyrir tíu árum síðan þóttu þau flottari minimalísk og köld. Í dag er í tísku að hafa kryddjurtir í garðinum en fyrir tíu árum þótti flottara að þekja hann með byko-sólpalli og í dag er í tísku að renna um á racer-reiðhjóli en fyrir tíu árum þótti flottara að vera á fjallahjóli. En hvað með huglægari atriði? Geta ákveðnir málaflokkar komist í tísku? Fyrir tíu árum var umhverfisvernd í tísku og fólk hlekkjaði sig við vinnuvélar til að mótmæla virkjunarframkvæmdum. Í dag er búið að leggja niður umhverfisráðuneytið og fólk kvartar í mesta lagi á Facebook. Samt er umhverfið í alveg jafn mikilli hættu nú og það var fyrir tíu árum. Fyrir tíu árum var mikið rætt um ástandið í Palestínu en í dag er kynbundið ofbeldi algengara umræðuefni. Samt er ástandið í Palestínu síst skárra nú en það var þá. Fyrir tíu árum var það umhverfið og alþjóðleg málefni en í dag eru það fremur málefni sem varða persónufrelsi og nærbýli. Ég verð að fullyrða þetta án þess að styðjast við rannsóknir enda er erfitt að rannsaka tísku í þaula, hún byggist fremur á tilfinningu. Ég held að það sé aldrei gott þegar ákveðnir málaflokkar komast í tísku. Það þýðir að fólk fær leið á þeim og þeir detta úr tísku, rétt eins og mun gerast fyrir gallaskyrtur og NBA-derhúfur áður en langt um líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun
Nokkrum sinnum á ári kynna fatahönnuðir tísku sína. Þeir hanna nýja línu og fólk fylgist með hvernig kragar hafa síkkað, litir dekkst eða skósólar hækkað. Við vitum að þetta hefur ekkert með vísindi að gera. Tíska er bara tíska. Kannski ekki hreinn hégómi en ekki heldur praktísk. Það góða við fatatísku er þó að enginn metur hana mikilvægari en hún er. Fatatíska er smekkur en ekki hugsjón. En tíska er ekki bundin við fatnað. Segja má að tíska hafi áhrif á allt sem viðkemur lífsstíl. Húsgögn, garðyrkja og reiðhjól eru allt fyrirbæri sem eru háð tísku svo örfá dæmi séu tekin. Núna er í tísku að eiga gömul, ömmuleg og kósí húsgögn en fyrir tíu árum síðan þóttu þau flottari minimalísk og köld. Í dag er í tísku að hafa kryddjurtir í garðinum en fyrir tíu árum þótti flottara að þekja hann með byko-sólpalli og í dag er í tísku að renna um á racer-reiðhjóli en fyrir tíu árum þótti flottara að vera á fjallahjóli. En hvað með huglægari atriði? Geta ákveðnir málaflokkar komist í tísku? Fyrir tíu árum var umhverfisvernd í tísku og fólk hlekkjaði sig við vinnuvélar til að mótmæla virkjunarframkvæmdum. Í dag er búið að leggja niður umhverfisráðuneytið og fólk kvartar í mesta lagi á Facebook. Samt er umhverfið í alveg jafn mikilli hættu nú og það var fyrir tíu árum. Fyrir tíu árum var mikið rætt um ástandið í Palestínu en í dag er kynbundið ofbeldi algengara umræðuefni. Samt er ástandið í Palestínu síst skárra nú en það var þá. Fyrir tíu árum var það umhverfið og alþjóðleg málefni en í dag eru það fremur málefni sem varða persónufrelsi og nærbýli. Ég verð að fullyrða þetta án þess að styðjast við rannsóknir enda er erfitt að rannsaka tísku í þaula, hún byggist fremur á tilfinningu. Ég held að það sé aldrei gott þegar ákveðnir málaflokkar komast í tísku. Það þýðir að fólk fær leið á þeim og þeir detta úr tísku, rétt eins og mun gerast fyrir gallaskyrtur og NBA-derhúfur áður en langt um líður.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun