Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín María Lilja Þrastardóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 Crystal í Ármúla. Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira