Ekki vera fávitar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júlí 2013 07:00 Ég var á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað um síðustu helgi, en þar komu á annað þúsund manns saman til að misbjóða bæði hljóðhimnum og lifur. Já, og mála sig eins og lík. Þetta var í níunda sinn sem þessi vinsæla þungarokkshátíð er haldin og þeim fjölgar sífellt sem mæta austur til þess að drekka frá sér allt vit og hlusta á innlenda jafnt sem erlenda öskurapa leika listir sínar í Egilsbúð. Enginn tilkynnti nauðgun á hátíðinni og rímar það við tölur fyrri ára. Það er sorglegt að það teljist merkilegt, en staðreynd er það nú samt. Maður spyr sig þó hvers vegna Eistnaflugið hafi verið laust við þennan viðbjóðslega fylgifisk sumarhátíðanna alveg frá upphafi. Þungarokkarar eru allavega ekki betri en annað fólk. Þótt flestir þeirra séu vinalegir nördar eru rotin epli í málmkörfunni eins og öðrum. Líklegustu skýringuna á friðsældinni tel ég vera þá að forkólfar hátíðarinnar hafa alla tíð sent hátíðargestum þau einföldu skilaboð að ekkert rugl verði liðið: „Ekki vera fávitar.“ Sömu skilaboð hafa gestir fengið frá listamönnum sem komið hafa fram. Trommari Botnleðju gerði til dæmis stutt rokkhlé á tónleikum sveitarinnar í fyrra þegar einhverjar mannleysur þukluðu óboðnar á berbrjósta stúlku í áhorfendaskaranum. Ég man ekki hvað hann sagði orðrétt en skilaboðin voru skýr: „Ekki vera fávitar.“ Kynferðisofbeldi getur auðvitað átt sér stað á Eistnaflugi þrátt fyrir þetta, en líkurnar hljóta að vera minni á hátíð þar sem skipuleggjendur, tónlistarfólk og gestir taka sameiginlega afstöðu gegn fávitaskap. Kannski þurfti ekki trommara uppi á sviði til að stöðva þukl í ár, heldur vel vakandi tónleikagesti í þvögunni. Nú er hátíðin yfirstaðin en nokkrar árlegar sumarhátíðir eru eftir, þar á meðal sú langstærsta. Ég vona að skipuleggjendur þeirra taki hina líkmáluðu og leðurklæddu sér til fyrirmyndar og sendi þessi einföldu skilaboð til sinna gesta (og allir saman nú): „Ekki vera fávitar.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Ég var á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Neskaupstað um síðustu helgi, en þar komu á annað þúsund manns saman til að misbjóða bæði hljóðhimnum og lifur. Já, og mála sig eins og lík. Þetta var í níunda sinn sem þessi vinsæla þungarokkshátíð er haldin og þeim fjölgar sífellt sem mæta austur til þess að drekka frá sér allt vit og hlusta á innlenda jafnt sem erlenda öskurapa leika listir sínar í Egilsbúð. Enginn tilkynnti nauðgun á hátíðinni og rímar það við tölur fyrri ára. Það er sorglegt að það teljist merkilegt, en staðreynd er það nú samt. Maður spyr sig þó hvers vegna Eistnaflugið hafi verið laust við þennan viðbjóðslega fylgifisk sumarhátíðanna alveg frá upphafi. Þungarokkarar eru allavega ekki betri en annað fólk. Þótt flestir þeirra séu vinalegir nördar eru rotin epli í málmkörfunni eins og öðrum. Líklegustu skýringuna á friðsældinni tel ég vera þá að forkólfar hátíðarinnar hafa alla tíð sent hátíðargestum þau einföldu skilaboð að ekkert rugl verði liðið: „Ekki vera fávitar.“ Sömu skilaboð hafa gestir fengið frá listamönnum sem komið hafa fram. Trommari Botnleðju gerði til dæmis stutt rokkhlé á tónleikum sveitarinnar í fyrra þegar einhverjar mannleysur þukluðu óboðnar á berbrjósta stúlku í áhorfendaskaranum. Ég man ekki hvað hann sagði orðrétt en skilaboðin voru skýr: „Ekki vera fávitar.“ Kynferðisofbeldi getur auðvitað átt sér stað á Eistnaflugi þrátt fyrir þetta, en líkurnar hljóta að vera minni á hátíð þar sem skipuleggjendur, tónlistarfólk og gestir taka sameiginlega afstöðu gegn fávitaskap. Kannski þurfti ekki trommara uppi á sviði til að stöðva þukl í ár, heldur vel vakandi tónleikagesti í þvögunni. Nú er hátíðin yfirstaðin en nokkrar árlegar sumarhátíðir eru eftir, þar á meðal sú langstærsta. Ég vona að skipuleggjendur þeirra taki hina líkmáluðu og leðurklæddu sér til fyrirmyndar og sendi þessi einföldu skilaboð til sinna gesta (og allir saman nú): „Ekki vera fávitar.“
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun