Hláturinn lengir lífið Teitur Guðmundsson skrifar 9. júlí 2013 06:00 Fyrir stuttu var hér staddur á landinu merkilegur læknir og trúður að nafni Patch Adams, en hann hefur eytt síðustu áratugum starfsævi sinnar í það að nota hláturinn sem meðal við þjáningu og í meðferð sjúkdóma til viðbótar við hefðbundna meðferð. Margir muna eflaust eftir samnefndri kvikmynd með Robin Williams sem fór á kostum í hlutverki Patch þar sem stuðst var við ævi hans og áhugamál, en óhætt er að mæla með þeirri mynd við sem flesta. Nú er það auðvitað svo að alvarleg veikindi eða ástand er ekki eitthvað sem maður gantast með og flestir eiga í töluverðum erfiðleikum með að standa andspænis ættingjum eða vinum sem heyja baráttu við hvers kyns sjúkdóma, hvort heldur sem þeir kunna að vera andlegir eða líkamlegir. Það er þó mikilvægt að muna það að undir slíkum kringumstæðum getur hláturinn gert kraftaverk og létt lund viðkomandi, dregið úr verkjum og haft bætandi áhrif á ástand hans þó að hann komi auðvitað ekki í staðinn fyrir hefbundna meðferð.Margar rannsóknir Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á því hvað gerist í líkamanum þegar við hlæjum en svo virðist sem við reynum talsvert á okkur við þessa iðju. Þannig náum við að auka blóðflæði, bæta súrefnisupptöku, lækka blóðþrýsting, minnka spennu í vöðvum, styrkja ónæmiskerfið, draga úr streitu og síðast en ekki síst draga úr verkjum með endorfínlosun í heilanum. Í þessum rannsóknum hefur einnig komið fram að heilinn getur gert greinarmun á því sem kalla mætti þvingaðan, tilgerðarlegan hlátur annars vegar og hins vegar innilegan losandi hlátur sem að öllum líkindum framleiðir meira af endorfínum. Hið merkilega er þó að líkaminn gerir ekki slíkan greinarmun og því virðast jákvæð áhrif á hann einnig koma fram til dæmis við hláturjóga og aðra þá iðju sem ýtir markvisst undir hlátur. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem hafa rannsakað þessa hegðun hvað mest telja að enn sé talsvert í land með það að við skiljum til fulls hvað hlátur gerir fyrir heilsu og líðan, en þó eru flestir fagaðilar sammála því í dag að við þróun sjúkdóma skiptir líðan töluverðu máli. Ræsing streitukerfisins svokallaða og sú ónæmisbæling sem er því samfara er stór liður í því að ýta undir mögulegt bólguástand í líkamanum, sem er mjög flókið fyrirbæri og við skiljum einungis að hluta til í dag. Sumir ganga svo langt að segja slíkt ástand grundvöllinn fyrir því að við þróum með okkur sjúkdóma en þarna kemur auðvitað margt annað til.Verðum að hlæja Ekki má gleyma því að öll hegðun er að einhverju leyti lærð og byggir á vana. Það þýðir með öðrum orðum að við getum breytt þeirri hegðan. Það kann að vera erfitt og stundum nær ómögulegt, en það jafngildir ekki því að mega gefast upp við það sem maður veit að gerir manni gott. Þarna er ég að vísa í alla þá þekktu áhættuþætti sem við vitum um í dag og tengjast lífsstíl okkar við þróun sjúkdóma. Hlátur er alla jafna félagslegt fyrirbæri og erum við 30 sinnum líklegri til að hlæja í félagsskap við aðra en þegar við erum ein. Það er hverjum augljóst að það að vera í samskiptum við aðra gerir okkur líklegri til að upplifa jákvæðar en einnig neikvæðar tilfinningar sem geta haft veruleg áhrif á líf og líðan. Við eigum því að sækjast eftir félagsskap, sannarlega að reyna að láta okkur líða vel og leitast eftir fremsta megni við að vera hamingjusöm. Við verðum að muna eftir því að hlæja, burtséð frá því hvort við höfum ástæðu til þess eða ekki. Helst nokkrum sinnum á dag, hátt og innilega, því meira því betra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Fyrir stuttu var hér staddur á landinu merkilegur læknir og trúður að nafni Patch Adams, en hann hefur eytt síðustu áratugum starfsævi sinnar í það að nota hláturinn sem meðal við þjáningu og í meðferð sjúkdóma til viðbótar við hefðbundna meðferð. Margir muna eflaust eftir samnefndri kvikmynd með Robin Williams sem fór á kostum í hlutverki Patch þar sem stuðst var við ævi hans og áhugamál, en óhætt er að mæla með þeirri mynd við sem flesta. Nú er það auðvitað svo að alvarleg veikindi eða ástand er ekki eitthvað sem maður gantast með og flestir eiga í töluverðum erfiðleikum með að standa andspænis ættingjum eða vinum sem heyja baráttu við hvers kyns sjúkdóma, hvort heldur sem þeir kunna að vera andlegir eða líkamlegir. Það er þó mikilvægt að muna það að undir slíkum kringumstæðum getur hláturinn gert kraftaverk og létt lund viðkomandi, dregið úr verkjum og haft bætandi áhrif á ástand hans þó að hann komi auðvitað ekki í staðinn fyrir hefbundna meðferð.Margar rannsóknir Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á því hvað gerist í líkamanum þegar við hlæjum en svo virðist sem við reynum talsvert á okkur við þessa iðju. Þannig náum við að auka blóðflæði, bæta súrefnisupptöku, lækka blóðþrýsting, minnka spennu í vöðvum, styrkja ónæmiskerfið, draga úr streitu og síðast en ekki síst draga úr verkjum með endorfínlosun í heilanum. Í þessum rannsóknum hefur einnig komið fram að heilinn getur gert greinarmun á því sem kalla mætti þvingaðan, tilgerðarlegan hlátur annars vegar og hins vegar innilegan losandi hlátur sem að öllum líkindum framleiðir meira af endorfínum. Hið merkilega er þó að líkaminn gerir ekki slíkan greinarmun og því virðast jákvæð áhrif á hann einnig koma fram til dæmis við hláturjóga og aðra þá iðju sem ýtir markvisst undir hlátur. Vísindamenn við Oxford-háskóla sem hafa rannsakað þessa hegðun hvað mest telja að enn sé talsvert í land með það að við skiljum til fulls hvað hlátur gerir fyrir heilsu og líðan, en þó eru flestir fagaðilar sammála því í dag að við þróun sjúkdóma skiptir líðan töluverðu máli. Ræsing streitukerfisins svokallaða og sú ónæmisbæling sem er því samfara er stór liður í því að ýta undir mögulegt bólguástand í líkamanum, sem er mjög flókið fyrirbæri og við skiljum einungis að hluta til í dag. Sumir ganga svo langt að segja slíkt ástand grundvöllinn fyrir því að við þróum með okkur sjúkdóma en þarna kemur auðvitað margt annað til.Verðum að hlæja Ekki má gleyma því að öll hegðun er að einhverju leyti lærð og byggir á vana. Það þýðir með öðrum orðum að við getum breytt þeirri hegðan. Það kann að vera erfitt og stundum nær ómögulegt, en það jafngildir ekki því að mega gefast upp við það sem maður veit að gerir manni gott. Þarna er ég að vísa í alla þá þekktu áhættuþætti sem við vitum um í dag og tengjast lífsstíl okkar við þróun sjúkdóma. Hlátur er alla jafna félagslegt fyrirbæri og erum við 30 sinnum líklegri til að hlæja í félagsskap við aðra en þegar við erum ein. Það er hverjum augljóst að það að vera í samskiptum við aðra gerir okkur líklegri til að upplifa jákvæðar en einnig neikvæðar tilfinningar sem geta haft veruleg áhrif á líf og líðan. Við eigum því að sækjast eftir félagsskap, sannarlega að reyna að láta okkur líða vel og leitast eftir fremsta megni við að vera hamingjusöm. Við verðum að muna eftir því að hlæja, burtséð frá því hvort við höfum ástæðu til þess eða ekki. Helst nokkrum sinnum á dag, hátt og innilega, því meira því betra!
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun