Ekki einu sinni enn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Katrín Ásbjörnsdóttir lendir í því í þriðja sinn á ferlinum að missa af landsliðsverkefni vegna meiðsla sem koma fram korteri fyrir mót. Mynd/Daníel Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira