Sjö samúræjar í Elliðaárdalnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 11:00 Fimm karlmenn og tvær konur fara með hlutverk samúræjanna sjö. "Við erum ekkert að herma eftir Japönum, enda erum við ekki Japanar,“ segir Guðmundur Erlingsson, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar Sjö samúræjar, sem frumsýnd verður í Elliðaárdalnum á morgun. Leikgerðin byggir á hinni frægu kvikmynd Akira Kurosawa um samúræjana sjö, en Guðmundur segir auðvitað óhugsandi að koma öllu efni þriggja tíma kvikmyndar fyrir í klukkustundarlangri sýningu. „Grunnsagan er þó til staðar, en við þurfum að einfalda ansi mikið og sleppa úr. Við erum heldur ekkert að eltast við að gera eins og myndin enda er það ekki hægt. Við búum til hliðarheim sem vísar í heim myndarinnar, en þó er ekki um staðfæringu að ræða og sögusviðið er Japan.“Guðmundur Erlingsson.Leikfélagið Sýnir, hvað er það? „Leikfélagið Sýnir er hálfgert regnhlífarleikfélag áhugaleikfélaga á Íslandi. Hefur aðallega verið starfandi á sumrin og sett upp fimm sýningar í Elliðaárdalnum og víðar, meira að segja eina uppi á Hveravöllum,“ segir Guðmundur. Rúmlega tuttugu manns taka þátt í sýningunni og tveir af samúræjunum eru leiknir af konum. Guðmundur segir kyn leikara ekki hafa skipt meginmáli þegar valið var í hlutverk. Eftir á að hyggja hefði kannski verið gaman að láta karlmenn fara með kvenhlutverk en það verði að bíða betri tíma. Einungis verða fjórar sýningar á verkinu og hefjast þær allar klukkan 20. Hér er um útileiksýningu að ræða þar sem náttúra Elliðaárdalsins nýtur sín til fulls í bakgrunninum og áhorfendur eru leiddir um dalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar. Engin forsala verður á miðum, enda frekar ólíkt að uppselt verði á utanhússsýningar, en Guðmundur hvetur fólk til að mæta í fyrra fallinu, þar sem sýningin fer um víðan völl og mikilvægt að allir fylgist að. „Við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri,“ segir leikstjórinn. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við erum ekkert að herma eftir Japönum, enda erum við ekki Japanar,“ segir Guðmundur Erlingsson, höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri sýningarinnar Sjö samúræjar, sem frumsýnd verður í Elliðaárdalnum á morgun. Leikgerðin byggir á hinni frægu kvikmynd Akira Kurosawa um samúræjana sjö, en Guðmundur segir auðvitað óhugsandi að koma öllu efni þriggja tíma kvikmyndar fyrir í klukkustundarlangri sýningu. „Grunnsagan er þó til staðar, en við þurfum að einfalda ansi mikið og sleppa úr. Við erum heldur ekkert að eltast við að gera eins og myndin enda er það ekki hægt. Við búum til hliðarheim sem vísar í heim myndarinnar, en þó er ekki um staðfæringu að ræða og sögusviðið er Japan.“Guðmundur Erlingsson.Leikfélagið Sýnir, hvað er það? „Leikfélagið Sýnir er hálfgert regnhlífarleikfélag áhugaleikfélaga á Íslandi. Hefur aðallega verið starfandi á sumrin og sett upp fimm sýningar í Elliðaárdalnum og víðar, meira að segja eina uppi á Hveravöllum,“ segir Guðmundur. Rúmlega tuttugu manns taka þátt í sýningunni og tveir af samúræjunum eru leiknir af konum. Guðmundur segir kyn leikara ekki hafa skipt meginmáli þegar valið var í hlutverk. Eftir á að hyggja hefði kannski verið gaman að láta karlmenn fara með kvenhlutverk en það verði að bíða betri tíma. Einungis verða fjórar sýningar á verkinu og hefjast þær allar klukkan 20. Hér er um útileiksýningu að ræða þar sem náttúra Elliðaárdalsins nýtur sín til fulls í bakgrunninum og áhorfendur eru leiddir um dalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar. Engin forsala verður á miðum, enda frekar ólíkt að uppselt verði á utanhússsýningar, en Guðmundur hvetur fólk til að mæta í fyrra fallinu, þar sem sýningin fer um víðan völl og mikilvægt að allir fylgist að. „Við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hvetjum fólk til að klæða sig eftir veðri,“ segir leikstjórinn.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira