Ísland togaði í okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2013 07:00 Gunnar Magnússon ætlar sér stóra hluti með ÍBV en Eyjamenn eru strax farnir að skoða aðra leikmenn til að styrkja liðið fyrir koma ndi átök. Mynd/Vilhelm Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Sjá meira
Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Sjá meira