Vissi að púttið myndi detta Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2013 08:15 Kylfingarnir tveir úr GR stóðu uppi sem sigurvegarar í holukeppninni á Hamarsvelli í Borganesi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sigurinn með löngu pútti á 17. braut en sigur Guðmundar Ágústs var öruggari. Hér að ofan má sjá sigurvegarana báða eftir mótið í gær. Mynd/ GSÍ Íslandsmótið í holukeppni fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi um helgina en sigurvegarar helgarinnar voru þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Guðmundur lagði Rúnar Arnórsson í úrslitaleiknum. Guðmundur var með þriggja holu forskot eftir 16 holur og þurfti því ekki að spila síðustu holurnar.Ólafía kláraði rimmu sína gegn Tinnu Jóhannsdóttir á 17. holu. Báðir leikirnir voru jafnir og æsispennandi. „Þetta er bara frábær tilfinning og sérstaklega þegar ég kláraði þetta úrslitaeinvígi,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið rétt eftir sigurinn. „Erfiðasta einvígið var í raun fyrsta einvígið gegn Guðrúnu Brá [Björgvinsdóttir] og það var frábært að komast í gegnum það. Ég lék einfaldlega ekki nægilega vel í dag og ég gerði mér mjög erfitt fyrir og þurfti til að mynda að taka þrjú víti á hringnum í dag.“ Töluvert rok var í Borganesi um helgina og það hafði áhrif á spilamennsku kylfinga. „Veðrið hafði áhrif á leik minn og það var stundum erfitt að halda boltanum inni á braut en þetta hafðist sem betur fer hjá mér.“ Holukeppnin er einstakt mót á Íslandi og með allt öðruvísi fyrirkomulagi en önnur mót. Allt snýst þetta um að vinna hverja braut fyrir sig og safna stigum. Ólafía tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hún hafði unnið sér inn tveimur stigum meira en Tinna, en aðeins ein hola eftir. „Þetta er virkilega sjarmerandi mót, og maður getur leyft sér að vera rosalega ákveðinn á vellinum. Maður reynir oft á tíðum að skjóta inn á flöt úr erfiðri aðstöðu, eitthvað sem ég myndi ekki reyna á venjulegu móti.“ Ólafía tryggði sér sigurinn á mótinu með frábæru pútti. „Þetta var um það bil sex metra langt pútt og ég þurfti að reikna með miklum halla. Ég vissi það um leið að kúlan væri á leiðinni ofan í.“ „Ég fann mig svona þokkalega á þessu móti,“ segir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, eftir sigurinn í gær. „Spilamennska mín var svona jafngóð í gegnum allt mótið, ekkert það besta sem ég hef sýnt en samt sem áður mikill stöðugleiki.“ Guðmundur fór í gegnum nokkur erfið einvígið í leið sinni að titlinum. „Mest stressandi einvígið var líklega á móti Kristjáni Þór [Einarssyni] en það fór í bráðabana. Úrslitaleikurinn var einnig erfiður en ég lenti undir til að byrja með og þurfti að vinna mig aftur inn í leikinn. Það var töluverður vindur alla helgina og það hafði áhrif á kylfinga. Það er mjög gaman að breyta aðeins til og taka þátt á svona móti, maður getur leyft sér að spila mun ákveðnara en vanalega.“ Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í holukeppni fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi um helgina en sigurvegarar helgarinnar voru þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Guðmundur lagði Rúnar Arnórsson í úrslitaleiknum. Guðmundur var með þriggja holu forskot eftir 16 holur og þurfti því ekki að spila síðustu holurnar.Ólafía kláraði rimmu sína gegn Tinnu Jóhannsdóttir á 17. holu. Báðir leikirnir voru jafnir og æsispennandi. „Þetta er bara frábær tilfinning og sérstaklega þegar ég kláraði þetta úrslitaeinvígi,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í samtali við Fréttablaðið rétt eftir sigurinn. „Erfiðasta einvígið var í raun fyrsta einvígið gegn Guðrúnu Brá [Björgvinsdóttir] og það var frábært að komast í gegnum það. Ég lék einfaldlega ekki nægilega vel í dag og ég gerði mér mjög erfitt fyrir og þurfti til að mynda að taka þrjú víti á hringnum í dag.“ Töluvert rok var í Borganesi um helgina og það hafði áhrif á spilamennsku kylfinga. „Veðrið hafði áhrif á leik minn og það var stundum erfitt að halda boltanum inni á braut en þetta hafðist sem betur fer hjá mér.“ Holukeppnin er einstakt mót á Íslandi og með allt öðruvísi fyrirkomulagi en önnur mót. Allt snýst þetta um að vinna hverja braut fyrir sig og safna stigum. Ólafía tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hún hafði unnið sér inn tveimur stigum meira en Tinna, en aðeins ein hola eftir. „Þetta er virkilega sjarmerandi mót, og maður getur leyft sér að vera rosalega ákveðinn á vellinum. Maður reynir oft á tíðum að skjóta inn á flöt úr erfiðri aðstöðu, eitthvað sem ég myndi ekki reyna á venjulegu móti.“ Ólafía tryggði sér sigurinn á mótinu með frábæru pútti. „Þetta var um það bil sex metra langt pútt og ég þurfti að reikna með miklum halla. Ég vissi það um leið að kúlan væri á leiðinni ofan í.“ „Ég fann mig svona þokkalega á þessu móti,“ segir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, eftir sigurinn í gær. „Spilamennska mín var svona jafngóð í gegnum allt mótið, ekkert það besta sem ég hef sýnt en samt sem áður mikill stöðugleiki.“ Guðmundur fór í gegnum nokkur erfið einvígið í leið sinni að titlinum. „Mest stressandi einvígið var líklega á móti Kristjáni Þór [Einarssyni] en það fór í bráðabana. Úrslitaleikurinn var einnig erfiður en ég lenti undir til að byrja með og þurfti að vinna mig aftur inn í leikinn. Það var töluverður vindur alla helgina og það hafði áhrif á kylfinga. Það er mjög gaman að breyta aðeins til og taka þátt á svona móti, maður getur leyft sér að spila mun ákveðnara en vanalega.“
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira