Skráningu hafnað Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2013 06:00 Eftir að hafa fengið eldrauða sokka í fæðingargjöf, fædd á kvenréttindadaginn sjálfan, var tónninn sleginn. Ég er remba. Það verður bara að segjast. Eyddi þrítugsafmælinu á Þingvöllum og fagnaði þar 90 ára kosningarétti kvenna á Íslandi í gúmmístígvélum. Kvenfrelsi í hinum ýmsustu myndum er mér þar með sérstaklega hugleikið. Þar á meðal frelsið til að eiga afmæli án þess að það sé ástæða til dramatíkur, enda hef ég ekki kippt mér upp við bæta við mig árum, hreint ekki. Finnst það bara gaman. Eru það ekki forréttindi að fá að eldast? Illkvittnar glósur um aldur hrökkva af mér eins og vatnsdropar af gæs. Fyrsta gráa hárið? Hló að því! Glósurnar koma flestar úr sömu áttinni. Frá manni sem er árinu yngri. Og gott betur en það þar sem hann á afmæli í lok sumars. Í rúma tvo mánuði á ári má því segja, strangt til tekið, að hann sé tveimur árum yngri en ég. Hann staglast á því. Nuddar mér upp úr því. Bendir á það í gríð og erg. Hrópar það af húsþökum. Kallar mig Frúna! Gerði hástöfum grín að mér þegar ég þurfti að fá mér lesgleraugu um daginn. En ég hló að því. Aldur kvenna er þó ekkert gamanmál. Þær eiga helst ekki að eldast. Það þykir ekki gott. Þá geta þær orðið ljótar og þar með er það búið! Þetta viðhorf hefur að sjálfsögðu truflað rembuna mig. Varð ekkert ofsalega glöð að sjá að vekja á Fegurðarsamkeppni Íslands upp aftur. Stúlknasýningu með kórónu í verðlaun! Gráu hárin fel ég reyndar öll undir kemískum hárlit. Þarf einmitt að fara að panta tíma. Lesgleraugun þori ég ekki að draga upp í almenningi og þegar ég þusaði um stúlknasýninguna við manninn, sem er árinu yngri en ég, stríddi hann mér. Spurði mig hvort ég væri ekki bara búin að skrá mig í keppnina? Ég hló. Þar til ég sá að ég get það ekki neitt. Ég er of gömul! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun
Eftir að hafa fengið eldrauða sokka í fæðingargjöf, fædd á kvenréttindadaginn sjálfan, var tónninn sleginn. Ég er remba. Það verður bara að segjast. Eyddi þrítugsafmælinu á Þingvöllum og fagnaði þar 90 ára kosningarétti kvenna á Íslandi í gúmmístígvélum. Kvenfrelsi í hinum ýmsustu myndum er mér þar með sérstaklega hugleikið. Þar á meðal frelsið til að eiga afmæli án þess að það sé ástæða til dramatíkur, enda hef ég ekki kippt mér upp við bæta við mig árum, hreint ekki. Finnst það bara gaman. Eru það ekki forréttindi að fá að eldast? Illkvittnar glósur um aldur hrökkva af mér eins og vatnsdropar af gæs. Fyrsta gráa hárið? Hló að því! Glósurnar koma flestar úr sömu áttinni. Frá manni sem er árinu yngri. Og gott betur en það þar sem hann á afmæli í lok sumars. Í rúma tvo mánuði á ári má því segja, strangt til tekið, að hann sé tveimur árum yngri en ég. Hann staglast á því. Nuddar mér upp úr því. Bendir á það í gríð og erg. Hrópar það af húsþökum. Kallar mig Frúna! Gerði hástöfum grín að mér þegar ég þurfti að fá mér lesgleraugu um daginn. En ég hló að því. Aldur kvenna er þó ekkert gamanmál. Þær eiga helst ekki að eldast. Það þykir ekki gott. Þá geta þær orðið ljótar og þar með er það búið! Þetta viðhorf hefur að sjálfsögðu truflað rembuna mig. Varð ekkert ofsalega glöð að sjá að vekja á Fegurðarsamkeppni Íslands upp aftur. Stúlknasýningu með kórónu í verðlaun! Gráu hárin fel ég reyndar öll undir kemískum hárlit. Þarf einmitt að fara að panta tíma. Lesgleraugun þori ég ekki að draga upp í almenningi og þegar ég þusaði um stúlknasýninguna við manninn, sem er árinu yngri en ég, stríddi hann mér. Spurði mig hvort ég væri ekki bara búin að skrá mig í keppnina? Ég hló. Þar til ég sá að ég get það ekki neitt. Ég er of gömul!
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun